Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Síða 37
Frábært og hvetjandi Það er frábært og hvetjandi fyrir okkur að vinna svona verðlaun,“ segir Selma Hreggviðsdóttir sýningarstjóri (ó)sýn sem ásamt Ragnhildi Jóhanns hlaut Menn- ingarverðlaun DV í flokki myndlistar fyrir sýninguna. (Ó)sýn var sett upp í Gerðar- safni í tilefni af útgáfu annars tölublaðs Endemi, tímarits sem stofnað var til fjalla um samtímalist íslenskra kvenna. „Við lít- um á blaðið sem gallerí. Við gefum lista- konunum opnurými sem þær vinna svo með í blaðinu, það er að segja í því tvívíða rými um leið og unnið er með sýningar- rými,“ segir Selma. Þótt verðlaunin hafi verið veitt fyrir uppsetningu sýningarinnar (ó)sýn í Gerð- arsafni er af augljósum ástæðum ekki auðvelt að aðskilja tímaritið frá sýning- unni enda helst hún í hendur við útgáfu blaðsins. Þetta má greina í umsögn dóm- nefndar um sýninguna þar sem tímaritinu er hrósað og það sagt vettvangur fyrir nýja myndlist sem hafi meðal annars það að hlutverki að rýna í kynjaójafnvægi í lista- og menningarumfjöllun á Íslandi. „Á sýn- ingunni og í tímaritinu var kynjahlutföll- unum snúið við en í almennri umfjöllun er hlutur kvenna aðeins um 30 prósent á móti 70 prósenta hlut karla,“ segir dóm- nefndin. „Það er ákveðinn kynjahalli í íslenskri myndlist. Hann lýsir sér fyrst og fremst í því hvernig valið er á sýningar og sérstak- lega samsýningar,“ segir Selma og bendir á að nafnið (ó)sýn sé skírskotun til þess sem kalla mætti ósýnileika listakvenna. Sá ósýnileiki segir Selma að lýsi sér ekki bara í því að athygli beinist fyrst og fremst að verkum karla. Taka þurfi inn að myndlist geti verið karllæg. Um þetta fjallar Hlyn- ur Helgason myndlistarmaður í inngangs- texta blaðsins og sýningarinnar. „Vitaskuld er kvenlæga sýnin ekki bundin við konur, hið sérstæða getur aldrei verið bundið við neitt hlutverk eða valdaskipan. Hins vegar er það svo að (karl)menn eiga auðveldara með að fella sig að hinu almenna: þeirra er valdið og hefðin,“ segir Hlynur. „Við lögðum upp með kyngervi sem vinnuhugmynd að sýningunni. Þeir sem eru með verk á sýningunni dreypa allir á, eða tengjast á einhvern hátt, hugmynd- um um kyngervi, hvort sem er efnis- lega eða hugmyndalega,“ segir Selma um hvert hafi verið inntak og innblást- ur sýningarinnar. Selma segist telja um- ræðu um kynjahalla í íslenskri myndlist nokkuð sterka. Hún telur að almennt sé meðvitund um að til staðar sé ákveðinn kynjahalli. „Mér finnst umræðan eiga sér stað. Við finnum allavega fyrir miklum meðbyr,“ segir Selma. „Við erum að gera þetta af hugsjón og með aðstoð styrkja. Blaðið rétt rúllar fyrir prentkostnaði,“ segir Selma en bendir á að það sé mik- ilvægt að gefa út blað um íslenska sam- tímalist enda sé slíkt efni af skornum skammti. Selma Hreggviðsdóttir Sýningarstjóri (ó)sýn sem ásamt Ragnhildi Jóhanns hlaut menningarverðlaun DV í flokki myndlistar. mynd EndEmi 37m e n n i n g a r v e r ð l a u n d v 2 0 1 17 . m a r s 2 0 1 1 myndlist tónlist Sýningin (ó)sýn hlaut menningarverðlaun DV í flokki myndlistar „Við finnum allavega fyrir miklum meðbyr. Þetta er bara heiður og skemmtilegt að hljóta við-urkenningu. Það er ekki leiðinlegt,“ segir Kristján Páll Kristjáns- son, bassaleikari hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sem hlaut Menning- arverðlaun DV í flokki tónlistar árið 2011. Meðlimir hljómsveitarinnar voru þó fjarri góðu gamni þegar verðlaunin voru afhent, enda stödd í Þýskalandi þar sem þau flakka á milli útvarpsstöðva og kynna sig í viðtölum. „Við erum að keyra og akkúrat í þessum orðum töluðum erum við að lenda í Hamborg, að hitta frúna í Hamborg,“ segir hann og slær á létta strengi. Bætir því svo við að það geti verið erfitt að eiga við frúna, enda megi hvorki svara henni játandi né neitandi. Um er að ræða vikuferðalag um Þýska- land og Kristján segir þau búin að mæta í ansi mörg viðtöl hjá fjölmörgum útvarps- stöðvum síðustu daga. „Áttu ótrúlega flott ár“ Of Monsters and Men bar sigur úr býtum í Músíktilraunum árið 2010 og fór þar með sjálfkrafa á dagskrá Icleand Airwaves-há- tíðarinnar það sama ár. Þá fóru hjólin að snúast og leiðin hefur stöðugt legið upp á við. „Áttu ótrúlega flott ár,“ segir í umsögn dómnefndar um sigurvegarana og er þar átt við árið 2011. Þau gáfu út plötuna My Head Is An Animal og komu meðal annars laginu Little Talks á toppinn hjá útvarpsstöð í Fíladelfíu. Lagið var líka á toppi íslenskra vinsældarlista sumarið 2011. Var það mat dómnefndar að framtíð hljómsveitarinn- ar væri björt. missa af Las Vegas Plata sveitarinnar verður gefin út bæði í Bandaríkjunum og Kanada þann 3. apríl næstkomandi. Í næstu viku leggur hljóm- sveitin svo af stað í mánaðarlangt tón- leikaferðalag um Bandaríkin sem hefst á Southwest Southwest-tónlistarhátíðinni í Austin í Texas. „Svo þræðum við Banda- ríkin að stórum hluta. Við förum reyndar ekki til Las Vegas og ég grét mikið vegna þess. Mig langaði svo mikið að fara í spila- víti,“ segir Kristján. Í raddblæ hans má þó ekki greina mikla sorg svo blaðamann grunar að ekki búi mikil alvara þar að baki. Umbreyttust í rokkstjörnur Hljómsveitina skipa, ásamt Kristjáni, þau Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Ragn- ar Þórhallsson, Brynjar Leifsson, Arn- ar Rósenkranz Hilmarsson og Árni Guð- jónsson. Á Facebook-síðu sinni lýsa þau sér sem hópi dagdraumafólks sem spilar þjóðlega tónlist. Þau segjast þó hafa um- breyst í algjörar rokkstjörnur eftir sigurinn í Músíktilraunum. „Við bara einhvern veg- inn unnum,“ er haft eftir Nönnu Bryndísi, söngvara og gítarleikara, á síðunni. „Við bjuggumst engan veginn við því.“ solrun@dv.is Hljómsveitin Of Monsters and Men sigraði í flokki tónlistar Eru að hitta frúna í Hamborg Björt framtíð Var það mat dómnefndar að hljómsveitin Of Monsters and Men hefði átt ótrúlega flott ár og að framtíð hennar væri björt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.