Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Qupperneq 42
42 Viðtal 9.–11. mars 2012 Helgarblað M aría Birta Bjarnadóttir er 23 ára. Hún hefur rekið verslun á Laugaveginum í fjögur ár en hefur slegið í gegn í kvikmyndum und­ anfarin tvö ár. Fyrst vakti hún athygli í unglingamyndinni Óróa en sést nú á hvíta tjaldinu í vinsælustu mynd­ inni á Íslandi, Svartur á leik. Þá standa tökur yfir á kvikmyndinni XL þar sem María Birta leikur eitt aðalhlutverk­ anna á móti Ólafi Darra. María Birta er miðborgarstelpa. Svo mikil að hún tók ekki bílpróf fyrr en á síðasta ári þar sem hún bæði bjó og starfaði í bæn­ um. „Ég hélt alltaf að ég þyrfti ekkert á því að halda en nú skil ég ekki hvern­ ig ég fór að þessu,“ segir María Birta og brosir. Hún ólst upp í Vesturbæn­ um og eyddi drjúgum tíma með föð­ ur sínum þar sem hann starfaði á skemmtistaðnum Gauki á Stöng. „Ég segi stundum að ég hafi alist þar upp að hluta. Ég var oft að hjálpa þar til í eldhúsinu og svona. Mér fannst það alveg klikkuð breyting þegar ég flutti í Grafarvoginn tólf ára,“ segir María og játar því hlæjandi að hún vilji halda sig sem næst bænum. Ótrúlegar viðtökur Svartur á leik var frumsýnd á fimmtu­ daginn fyrir viku og hefur aðsóknin verið með því mesta á íslenska mynd frá upphafi. Hún hefur fengið fjórar stjörnur í öllum dagblöðum lands­ ins og er keppst við að hlaða mynd­ ina lofi. „Viðtökurnar hafa verið alveg trylltar,“ segir María Birta. „Ég bjóst ekki við þessu ef ég á að vera hrein­ skilin. Vegna þess að þetta er svo gróf mynd hefði mér ekkert komið á óvart ef einhver hefði gengið út af frumsýn­ ingunni og ég sagði það við Óskar leik­ stjóra. En viðtökurnar hafa verið ótrú­ legar og miklu betri en ég bjóst við.“ Hún segist snortin yfir velgengn­ inni. „Þetta er svolítið fyndið því strák­ arnir sögðust ekki ætla að lesa neina dóma. Það bjóst enginn við að all­ ir yrðu svona sáttir en sú virðist vera staðreyndin og ég er alveg í skýjun­ um. Það er eins og ég sagði á Face­ book­síðunni minni, ég er einfaldlega snortin yfir þessu. Nú eru líka að koma inn á netið alls konar viðtöl sem voru tekin við okkur eftir gerð myndarinnar sem er mjög skemmtilegt.“ Vildi hverfa á frumsýningu Óróa María Birta kemur nakin fram í mynd­ inni og þurfti hún að sitja í sal fullum af fólki og horfa á sig bera sig á hvíta tjaldinu. Henni leið ekki vel til að byrja með en fljótlega leið það hjá. „Ég bjóst við að ég myndi fríka út. Þegar ég fór á frumsýningu Óróa langaði mig bara að hverfa. Allan tímann vildi ég að það væri takki sem ég gæti ýtt á og horfið niður í gólfið. Í byrjun á Svartur á leik var hjartað alveg á fullu en eftir svona korter var ég orðin alveg sallaróleg. Ég var svo sjúklega ánægð því ég vissi að myndin myndi alveg slá í gegn,“ seg­ ir María Birta sem hugsaði ekki einu sinni út í fólkið sem sat í salnum með henni og sá hana nakta. „Ég hafði bara ekkert hugsað þetta þannig. Ég var ekkert að pæla í því að ég væri eitthvað nakin. Málið er að ég breytti mér svo mikið fyrir þetta hlut­ verk að mér fannst ég ekkert vera að horfa á mig sjálfa. Það er öðruvísi en í Óróa þar sem ég þurfti ekki að breyta mér neitt og mér fannst það rosalega óþægilegt. Mamma vill reyndar að við förum saman aftur á myndina því hún sagðist hafa verið svo stressuð og beið bara alltaf eftir því að ég kæmi aftur á skjáinn. En ég veit reyndar ekki hvort ég geti það. Það verður svolítið bjána­ legt ef ég er alltaf að fara að sjá mig aft­ ur,“ segir María og hlær við. Vill krefjandi verkefni María Birta er nú við tökur á kvik­ myndinni XL þar sem hún leikur Það eru fáir heitari í dag en leikkonan og verslunareig- andinn María Birta Bjarnadóttir. Hún leikur stórt hlutverk í vinsælustu mynd landsins, Svartur á leik, þar sem hún kemur nakin fram og finnst það ekkert mál. Hún lifir hvern dag eins og hann sé hennar síðasti og keppist við að taka eins mörg próf og hún getur. Tómas Þór Þórðarson settist niður með Maríu Birtu í vikunni þar sem hún sagði frá uppeldinu fyrir framan myndavélina, verslunarrekstrinum á Laugaveginum, fáránlegu áramótaheitunum og hvernig það er að vera ungur og frægur á Íslandi í dag. „Ég er bara örugg“ Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Viðtal „Það má kannski alveg segja að ég sé svolítið stjórnsöm. Nektin ekkert mál María Birta kippir sér ekki upp við að sjást nakin á hvíta tjaldinu. myNdir sigTryggur ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.