Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 54
6 vísbendingar um að þú drekkir of mikið n Passaðu að áfengisneyslan verði ekki mikilvægari en daglegir hlutir Hamskipti Allir sem hafa séð feimna samstarfs- manninn dansa uppi á borðum í vinnustaðapartíum vita að áfengi dregur úr hömlum. Slíku hömluleysi getur fylgt meira en sektarkennd og skömm – það getur hreinlega verið hættulegt. Samkvæmt rannsókn er áfengi einn áhrifavalda í 50% slysa. Helgardjammari Þótt það sé talið hollt að drekka eitt léttvínsglas á dag er ekki hollt að safna drykkjunum og skella þeim öll- um í sig eitt kvöld í viku. Mikil drykkja um hverja helgi eykur líkur á sykur- sýki og hjartasjúkdómum, hækkar blóðþrýsting og hefur áhrif á lyfjagjöf. Drykkirnir hverfa ofan í þig Hefur þú einhvern tímann sagt við þig að þú ætlir aðeins að fá þér einn eða tvo bjóra en áður en þú veist af hefur þú klárað kippuna? Augljóst merki um að þú eigir við vandamál að stríða er að geta ekki gætt hófs. Minnistap Áfengi hefur ólík áhrif á okkur. Hins vegar getur þú verið viss um að ef þú manst lítið eftir kvöldinu þá hefur þú drukkið of mikið. Ábyrgðarleysi Drykkjan er vandamál ef þú lætur hluti sem skipta þig miklu máli drabbast niður. Átt þú erfiðara með að koma krökkunum í rúmið á laug- ardagskvöldum þegar hvítvínsflaskan í ísskápnum kallar á þig? Mætir þú aldrei í spinning á mánudagsmorgn- um af því að þynnkan er enn til stað- ar? Ef drykkjan er orðin mikilvægari en daglegir hlutir sem snúa að fjöl- skyldunni ert þú á hættusvæði. Aðrir hafa áhyggjur Hafa vinir, fjölskylda eða samstarfs- félagar lýst yfir áhyggjum af drykkju þinni? Ef þú þorir ekki að spyrja fólk- ið í kringum þig hvort því finnist þú drekka of mikið veist þú svarið. 54 Lífsstíll 9.–11. mars 2012 Helgarblað H var hittir maður eigin- lega almennilega menn?“ spurði vinkona mín og dæsti hálfbuguð eitt sunnu- dagskvöld fyrir nokkrum miss- erum, þar sem við lágum nokkr- ar saman og horfðum á lélega stelpumynd. Við vorum hver annarri stuðningur á þessu erf- iða kvöldi eftir vonlausa tveggja daga vakt á barnum. Allar vor- um við í leit að ástinni, misör- væntingarfullri þó. Yfir mynd- inni og stórri skál af nammi reynd- um við að leita svara við spurn- ingunni sem ein okkar varpaði fram. Hvar hittir maður eiginlega menn? Eftir miklar rökræður um að djamm- ið væri vonlaus staður til að hitta menn, þá áttuðum við okkur á því að nánast öll pör sem við þekktum hefðu kynnst á þeim slóðum. Þær okkar sem höfðu verið í alvarlegu sambandi höfðu einmitt líka kynnst kær- ustunum á djamminu. Þetta var allt á einn veg. V ið reyndum samt. Ein vildi meina að vinnustaðurinn gæti verið góður staður til að kynnast mönnum með svipaðar lífsskoðanir. Við hinar kaffærðum þá hugmynd strax. Aðallega af tveimur ástæðum. Ef sambandið gengi upp þá væri maður með makanum allan sól- arhringinn, alltaf. Það er of mik- ið. Ef sambandið gengi hins veg- ar ekki upp og endaði jafnvel illa þá væri búið að rústa móralnum á vinnustaðnum. Niðurstaðan yrði alltaf slæm og vinnustaður- inn því strikaður af listanum. Ræktin var önnur hugmynd. Á þeim tíma var ég að æfa í Baðhúsinu og mætti yfirleitt í semínáttbuxum og gömlum James Bond-bol á brettið þar sem ég hljóp mig eld- rauða og kófsveitta. Ég sá fyrir mér andlitið á mér í speglinum í teygjusalnum, rautt og sveitt, hárið allt út í loftið og gamall maskari út á kinn. Nei, að hitta menn í ræktinni var ekki val- möguleiki. A llt í einu mundi ég þó sjálf eftir manninum sem ég kynntist í lyftunni. Það var nokkrum árum áður, þegar móðir mín bjó á annarri hæð í stórri blokk í Breiðholtinu. Ég heimsótti hana nokkuð oft og smám saman fór ég að taka eftir ungum manni sem ég fyrir und- arlega tilviljun hitti ótrúlega oft í lyftunni. Hann bjó líka á annarri hæð svo ferðalög okkar urðu aldrei löng. Eftir nokkrar ferðir fórum við að nikka til hvors annars í kurteisisskyni. Þegar ferðunum fjölgaði varð nikkið að vinalegri kveðju. Á endanum fékk ég frá honum sms-skilaboð þar sem hann bauð mér á deit. Sem ég þáði. Hvernig hann vissi yfir höfuð hvað ég hét og hafði uppi á númerinu mínu komst ég þó aldrei að. Samband okkar varð ekki lengra en eitt deit og í kjölfarið fannst mér ég skulda honum það að taka bara stigann þegar ég heimsótti mömmu. Lyfta fór því á listann, enda vorum við allar sammála um að þar gæti leynst fjölbreytt flóra áhugaverðra manna. Djammið fékk líka að hanga með, því töl- fræðin lýgur ekki. Maðurinn í lyftunni Líf mitt í hnotskurn Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Ö ll vitum við og erum með- vituð um að heilbrigði okkar og lífslíkur ákvarðast að ein- hverju leyti af því hvað við borðum, drekkum, hvort við reykjum og hvort við stundum lík- amsrækt. Eins að heilbrigði okkar sé oft nátengt félagslegri stöðu okkar. Ný rannsókn sýnir hins vegar að ná- grannar þínir hafa einnig áhrif á lífs- líkur þínar. Þetta kemur fram í BT í Danmörku. Líftsstíll nágrannans mikilvægur Doktorsverkefni við Syddansk Uni- versitet sýnir að óháð persónulegum aðstæðum þínum hefur það áhrif, hvort sem þau eru jákvæð eða nei- kvæð, hverjir nágrannar þínir eru og hver félagsleg staða þeirra er. „Hvort sem þú þénar mikla pen- inga eða litla, hefur framhalds- menntun eða ekki, ert í vinnu eða atvinnulaus, þá eru 10 prósentum meiri líkur á því að þú munir deyja fyrr ef þú býrð í hverfi þar sem félags- leg staða íbúa er léleg en ef þú býrð í hverfi þar sem íbúar eru félags- lega vel staddir,“ segir Mathias Mej- er, doktor í félagsmannfræði. Hann framkvæmdi rannsóknina sem er sú fyrsta af sínu tagi í Danmörku. Við erum félagsverur Niðurstöður rannsóknarinnar segja ekki til um hverju þetta sætir en Mej- er bendir á að við mannfólkið séum félagsverur og sem slíkar eigum við til að bera okkur saman við aðra í kringum okkur. „Nágrannar okkar geta því, beint eða óbeint, haft áhrif á heilbrigði okkar þar sem við sjáum hvað fólk í kringum okkur setur í inn- kaupakerruna og hvort það stundi líkamsrækt. Á hinn bóginn hefur það einnig áhrif á okkur ef nágranninn til dæmis reykir,“ segir hann. Það hefur því jákvæð áhrif á lífsstíl þinn og við- horf þín til líkamsræktar ef nágranni þinn er duglegur að fara út að ganga, hlaupa eða hjóla. Horfum á neyslu og venjur annarra Mett Wier, hjá opinberri rannsóknar- stofnun í Danmörku og fyrrverandi formaður í danska forvarnaráðinu bendir einnig á að við séum hvað heilsuna varðar undir mjög miklum áhrifum frá þeim sem búa í kringum okkur. „Manneskjan er ávallt að bera sig saman við aðra. Við mátum okk- ur sífellt við aðra, hve mikinn pen- ing við eigum, hvernig neysla okkar er, tekjur okkar og venjur. Þetta gild- ir einnig um heilbrigði okkar og lífs- stíl. Ef fólk í kringum okkur reykir, finnst okkur það ekki eins slæmt og okkur ætti að þykja það. Ef einhver er offitusjúklingur þá finnst okkur við sjálf vera frekar grönn, jafnvel þó við séum sjálf í yfirþyngd. Það hefur því gífurleg áhrif á okkur þegar lífs- stíll fólks í kringum okkur er annað- hvort góður eða slæmur, heilbrigður eða óheilbrigður,“ segir hún við dag- blaðið BT. Lífsstíll nágrannanna hefur bein áhrif á þig n Hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á lífsstíl okkar„Nágrannar okkar geta því, beint eða óbeint, haft áhrif á heil- brigði okkar þar sem við sjáum hvað fólk í kringum okkur setur í innkaupa- kerruna og hvort það stundi líkamsrækt. Góðir grannar Heilbrigði nágranna þinna er mikilvægt fyrir heilbrigði þitt. MynD PHotos
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.