Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Side 62
62 Sport 9.–11. mars 2012 Helgarblað
H
eimildamynd sem BBC
sýndi í byrjun vikunnar um
eigendur úrvalsdeildarliðs-
ins Queens Park Rangers og
samskipti þeirra við undir-
menn sína hefur vakið mikla athygli
knattspyrnuáhugamanna. Myndin
sýnir berlega hvernig gengi liðs hrak-
ar þegar eigendurnir skipta sér ekki
bara af rekstrinum heldur líka inná-
skiptingum þjálfarans.
Myndin QPR – The Four Year Plan
(Fjögurra ára áætlunin) sýnir allt það
sem maður hafði heyrt af en hélt að
gæti ekki gerst hjá ensku úrvalsdeild-
arliði. Eitt af því sem er sagt hafa
orðið André Villas-Boas, þjálfara
Chelsea, að falli var að hann leyfði
eigandanum, Roman Abramovich,
að komast of nærri liðinu. Eftir erfið-
an kafla hjá liðinu í vetur á Abramo-
vich að hafa tekið sig til og fylgst með
liðinu á æfingum, svipað og skóla-
meistari fylgist með kennara sem
nemendurnir hafa kvartað undan.
Í úrvalsdeild á fjórum árum
Óveðursskýin vofðu yfir Loftus Road
sumarið 2007. Liðið var búið að vera
í miklum fjárhagsvandræðum og
fallhættu úr ensku B-deildinni árin
á undan. Í ágúst komu frelsararnir.
Bernie Eccelstone, sem rekur Form-
úlu 1-sirkusinn, og Flavio Briatore,
sem stýrði Renault-liðinu, eignuð-
ust 70% í félaginu. Í desember keypti
Lakshmi Mittal, sjötti ríkasti mað-
ur heims, þriðjung í félaginu. Amit
Bhatia, tengdasonur hans, tók sæti í
stjórninni á hans vegum.
Nýju eigendurnir lögðu upp
með fjögurra ára áætlun með það
markmið að koma liðinu í úrvals-
deildina. Þeir veittu einnig hópi
heimildamyndagerðarmanna ótak-
markaðan aðgang að sér. Þeir fjár-
mögnuðu myndina en höfðu ekkert
að segja um hvað var notað. Í það
minnsta Briatore hefði eflaust verið
til í að fegra myndina af sér.
Skipa þjálfaranum fyrir með SMS
Sagan hefst í raun ári seinna þegar
Iain Dowie er þjálfari liðsins. Tveir
hausar höfðu þegar fokið undir nýju
stjórninni. Dowie situr við hlið Bria-
tore í stúkunni á leik með varaliðinu
þar sem Ítalinn formælir leikmönn-
unum en rekur síðan þjálfarann nið-
ur á hliðarlínuna með þau skilaboð til
liðsstjórans að senda boltann oftar á
ítalskan leikmann sem er til reynslu
hjá félaginu. Dowie segir aðstoðar-
manninum í leiðinni að hann ætli
ekki að láta undan öllu því sem Bria-
tore skipi. Dowie er loks rekinn eftir a
n Heimildamynd BBC um QPR vekur
mikla athygli n Afskiptasemi eigenda
hefur áhrif á árangur liðsins ðeins
15 leiki. Vinningshlutfall hans er yfir
50%, hið langhæsta meðal þeirra tíu
stjóra sem QPR hefur verið með und-
anfarin fimm ár.
Bráðabirgðaþjálfarinn þykir öllu
meðfærilegri. Briatore og ítalskir að-
stoðarmenn hans eru sýndir á æfingu
kvöldið fyrir leik, ræða saman um
hvernig best sé að koma skipunum til
þjálfarans á meðan leik stendur. Ekki
má hringja beint í aðalþjálfarann,
það er of augljóst. Niðurstaðan er að
senda SMS á aðstoðarþjálfarann.
Vandræðalegt að vera bara með
einn framherja í heimaleik
Þar sjást menn sem hafa óbilandi trú
á eigin viti. Enginn þeirra hefur sér-
staka þekkingu á fótbolta. Briatore
kemur úr Formúlu 1. Stjórnarfor-
maðurinn, Gianni Paladini, er Ítali
sem fluttist til Englands á sjöunda
áratugnum og auðgaðist á fasteigna-
viðskiptum. Hann liðkaði síðan fyrir
komu fyrstu Ítalanna í enska boltann,
svo sem Fabrizio Ravanelli. Allt í einu
er hann farinn að reka QPR. Þeir fá
síðan staðfestingu á eigin snilli þeg-
ar varamaðurinn þeirra skorar sigur-
markið í heimaleik á lokamínútunni.
Fögnuður þeirra er einlægur.
Nýr þjálfari, Portúgalinn, Paolo
Sousa, er fljótlega kynntur. Sá end-
ist ekki lengi. Hann lendir upp á kant
við stjórnina því hann vill eigin leik-
menn. Hann stillir upp í 4-5-1 leik-
aðferðina á heimavelli. Það þykir
eigendunum vandræðalegt. Þegar
Sousa lætur reka sig af velli í hálfleik
notar Paladini tækifærið til að fara
niður í klefa og skipa aðstoðarþjálfar-
anum að bæta við öðrum framherja.
Að auki láta þeir markahæsta mann
liðsins fara án þess að spyrja Sousa.
Eftir að Sousa bregst við með að segja
sannleikann á blaðamannafundi eru
dagar hans taldir.
„Hér erum við jákvæðir“
Ekki tekur betra við. Tímabilið á eft-
ir, 2009–10, eru þjálfararnir fjórir og
liðið í fallhættu þegar Neil Warnock
er ráðinn. Þá er Briatore reyndar
hættur daglegum afskiptum af fé-
laginu og Amit Bhatia orðinn stjórn-
arformaður.
Bhatia er sigurvegari myndar-
innar. Hann er sífellt að endurskoða
reksturinn, allt frá matseðlinum yfir
í blómaskreytingarnar, til að reyna
að spara. Bhatia gefur Warnock frið.
Hann styður hann, treystir honum til
að sjá um fótboltaliðið. Hann breyt-
ir líka hugarfarinu innan stjórnar-
innar. Eftir að Paladini stendur upp,
þegar QPR klúðrar dauðafæri og
hreytir út úr sér orðaflaumi á ítölsku,
sem er þýddur en örugglega ekki
fallegur, bankar Bhatia kurteislega
í lærið á honum og segir: „Gianni.
Þegar við sitjum hér þá öskrum við
ekki á leikmennina. Hér erum við
jákvæðir.“ Segja má að öll vinnu-
brögð Bhatia séu eins og klippt út úr
kennslubók í stjórnun.
Jákvæðnin skilar sér. Liðið er í
efsta sæti deildarinnar allt tímabil-
ið 2010–11. Myndinni lýkur í raun á
fagnaðarlátunum yfir deildarmeist-
aratitlinum vorið 2011 sem markar
endurkomu félagsins í úrvalsdeild-
ina eftir fimmtán ára fjarveru.
Fjögurra leikja áætlunin
Átökin innan félagsins hafa haldið
áfram. Bhatia vék úr stjórninni eftir
síðasta tímabil eftir deilur um miða-
verð en kom aftur inn í nóvember. Í
millitíðinni seldu Eccelstone og Bria-
tore hlut sinn til malasíska auðjöf-
ursins Tony Fernandes. Sá er jafn-
framt stjórnarformaður í dag. Eftir
góða byrjun á tímabilinu fór að halla
undan fæti. Fernandes brást við með
sömu örvæntingunni og forverar
hans, rak Warnock og réð Mark Hug-
hes í janúar. Um leið bættust nýir
leikmenn við en það hefur lítið bætt
gengið.
Meginlærdómur myndarinnar
er tvískiptur. Vertu jákvæður og ekki
skipta þér af því sem þú hefur ekki vit
á. Þekktu takmarkanir þínar, treystu
undirmönnum þínum. Allt þetta
þverbrýtur Briatore. Nokkrir tímar í
stjórnun í endurmenntun Háskóla
Íslands hefðu getað borgað sig fyrir
hann. Gallinn er samt sennilega sá
að hann hefði trúlega verið búinn að
reka kennarana eftir tvo tíma og verið
farinn að kenna sjálfur. Það borgar sig
líka að gera áætlanir og hafa dug í sér
til að standa við þær, jafnvel þótt að
illa gangi á stundum. Heiti myndar-
innar, Fjögurra ára áætlunin, er eig-
inlega rangheiti. Fjögurra leikja áætl-
unin væri nær lagi, miðað við hversu
ört er skipt um þjálfara.
Gunnar Gunnarsson
Afskipti eigenda
hafa vond áhrif
n Heimildamynd BBC um QPR vekur mikla athygli
Afskiptasamur
Briatore skipti sjálfur
inn á framherja.
Upplifað vitleysuna Heiðar Helguson hefur verið í QPR undir stjórn Briatore. Mynd reUterS