Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Side 71

Frjáls verslun - 01.05.2008, Side 71
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 71 Byrjarðu á því að gefa gula spjaldið eins gert er í boltanum? Ragnhildur: Nei, yfirleitt ekki. Það er bara strax rauða spjaldið? Ragnhildur: Já. Auður: Ég er sammála, en auðvitað þarf alltaf að meta þessi mál út frá aðstæðum. Niðurstaðan er sú að ganga eigi hreint til verks? Auður: Já, og um leið þarf að benda fólki á að möguleikar gefist víða og vekja athygli á styrkleika starfsmannsins, sem geti nýst betur annars staðar. Hann gæti verið frábær í öðru starfi eða í öðru umhverfi. Áslaug: Margir stjórnendur tala um að þetta sé það erfiðasta sem þeir gera. Kristín: Það er erfitt að standa í uppsögnum en oft og tíðum, þegar upp er staðið, er það best fyrir fyrirtækið og starfsmanninn sjálfan. Hann kemst hugsanlega í annað starf þar sem hæfileikar hans nýtast betur og fær ný tækifæri sem henta honum betur. Áslaug: Það má kannski bæta því við, fyrst við erum m.a. að tala um niðursveiflu, að ástandið hefur verið mjög óvenjulegt undanfarin ár. Bankarnir hafa verið eins og ryksugur, sogað til sín sérfræðinga svo sem verkfræðinga, stærðfræðinga og viðskiptafræðinga. Þetta hefur gert öðrum fyrirtækjum, viðskiptavinum bankanna, erfiðara um vik því að fyrirtækin byggjast á mannauðnum. Bankarnir settu launakerfið ennfremur í uppnám sem var í raun mjög óábyrgt á svo litlum markaði. Núna er að losna um þetta í bankakerfinu; verk- fræðistofur og aðrir eru að ráða fólk. Í niðursveiflu eru nefnilega alltaf tækifæri. Nú er hagstætt að ráða mjög hæfa einstaklinga, vera með góðan áttavita og safna liði fyrir næstu sókn. Hvort teljið þið meira hvetjandi fyrir starfsfólk að fá klapp á bakið og hrós eða kaupauka og bónusgreiðslur? Ingunn: Ég myndi halda að það fari talsvert eftir því hver starfs- greinin er. Ingunn, þú ert hjúkrunarfræðingur og í heilbrigðisgeiranum er ekki hægt að bjóða kauphækkanir. Hvernig á að ná í fólk? Ingunn: Hvers vegna er ekki hægt að hafa kaupauka þar? Á fólkið að gefa vinnu sína? Gildismatið er þannig í þjóðfélaginu að þeir sem passa peninga eigi að fá vel greitt, en þeir sem hafa umsjón með mannslífum, börnunum okkar og kennslumálum, eigi ekki skilið að fá góð laun. Það væri hægt að borga þessu fólki góð laun ef vilji væri fyrir hendi. Kristín: Mér finnst þetta mjög áhugaverð spurning. En ég spyr á móti: Er bara hægt að mæla árangur í peningalegri arðsemi? Mér finnst árangur miklu víðara hugtak. Ingunn: Á Akureyri fyrir u.þ.b. 15 árum var boðið upp á auka- greiðslu í hverjum mánuði, sem var töluverð upphæð á þeim tíma, fyrir það eitt að ráða sig þangað í fulla vinnu. Það gafst mjög vel og bætti verulega umönnunina á sjúkrahúsinu. ÁSLAUG PÁLSDÓTTIR: Við erum ekki eyland í viðskiptalegri hugsun. Fyrirtækin eru í rekstri og líta á allan heiminn sem markað, hvort sem um er að ræða Norðurlöndin, Evrópu eða aðra skilgreinda markaði. Mörg af stærri fyrirtækjunum sem eru í Kauphöllinni eru með aðeins litla prósentu af starfsemi sinni á Íslandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.