Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Síða 73

Frjáls verslun - 01.05.2008, Síða 73
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 73 Er einhver tískustefna í stjórnun núna, að ykkar mati? T.d. eins og straumlínulaga rekstur; að allir viti um stefnu fyrirtækisins og svo framvegis? Ragnhildur: Já, það hefur verið mikið í tísku að kaupa fyrirtæki! Áslaug: Undanfarin ár hafa fréttir snúist um kaup og ekki óalgengt að heyra sögur af stærstu kaupum Íslandssögunnar í hinum og þessum geirum. Svo voru allir að reyna að toppa það, eins og við þekkjum. Í dag held ég að stjórnendur hafi skipt um gír og séu ánægðir ef fréttir snúast um góða afkomu. Hver er munurinn á því að stjórna fyrirtæki í niðursveiflu eða uppsveiflu? Það er talað um að það eigi að ráða fjármála- stjóra í niðursveiflu en markaðsstjóra ef uppsveifla er talin vera á leiðinni. Er áherslan núna á fjármálastjórann? Auður: Hvort sem við erum að upplifa uppsveiflu eða niðursveiflu þá þurfum við ávallt að hafa góðan fjármálastjóra og öflugan markaðs- stjóra. Í dag reynir þó óneitanlega meira á fjármálastjórann. Kannski er aldrei eins mikilvægt og nú um mundir að huga að einhverju nýju - að keppa öðruvísi? Auður: Huga þarf að nýjum leiðum í samkeppninni og er það vinna sem þarf reyndar alltaf að vera í gangi. Uppsveiflu fylgir vöxtur og við þurfum að laga okkur að honum í starfseminni og nýta tækifærin sem fylgja þeirri sveiflu. En niðursveiflu fylgir oftast meira aðhald ásamt tiltekt í rekstrinum og eru án efa tækifæri í þeirri sveiflu eins og hinni, en þau eru oft erfiðari og yfirleitt ekki eins skemmtileg. Ingunn: Ég er fyrst og fremst í fjárfestingum og í þeim hugsar maður kannski svolítið öðruvísi og skoðar önnur tækifæri í niður- sveiflunni en í hefðbundnum fyrirtækjarekstri. Þá er ef til vill leitað að einhverju nýju. Núna er margt í boði og mikilvægt að ana ekki út í stórar fjárfestingar nema að vel athuguðu máli. Ragnhildur: Ég tel að maður hafi aldrei efni á því að bruðla ef ætl- unin er að reka fyrirtæki með góðum hagnaði. Í niðursveiflu þarf að setja skýrari ramma og taka erfiðar ákvarðanir. Ég hef alla vega ekki ennþá verið í rekstri þar sem aðhald skiptir ekki máli. Áslaug: Góður stjórnandi getur stýrt fyrirtækinu í góðæri á þann hátt að það komi inn í niðursveifluna með tiltölulega góðan efnahags- reikning og þá eru auðvitað tækifæri fyrir þá sem eiga peninga. Kínverska táknið fyrir hættu þýðir einnig tækifæri, því að í hverri krísu eru líka tækifæri! Kristín: Skammtímahugsun er oft ríkjandi hjá hinum dæmigerða íslenska stjórnanda, stefnan er sú að græða rosalega mikið á stuttum tíma. Góður stjórnandi þarf hins vegar alltaf að hugsa aðeins lengra, hafa ákveðna framsýni og horfa á tækifærin, líka í niðursveiflu. Hefur fjármálastjórinn í íslensku viðskiptalífi ekki fengið meiri völd núna á þessum erfiðu tímum? Kristín: Jú, ég held að það hafi verið óhjákvæmilegt því við slepptum alveg af okkur böndunum í góðærinu og þess vegna þarf að stíga á bremsurnar núna. h r i n g b o r ð s u m r æ ð u rh r i n g b o r ð s u m r æ ð u r RAGNHILDUR GEIRSDÓTTIR: Vinnan má ekki bara snúast um laun. Það má umbuna fólki með ýmsu öðru en peningum. Sú hætta verður annars alltaf fyrir hendi að einstaklingar sem eru drifnir áfram á bónusum stýri öllu með það fyrir augum að hámarka eigin bónus.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.