Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 84

Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 s j á v a r ú t v e g u r r akel Olsen er þekkt fyrir dugnað, áræði og kjark og hefur alltaf helgað undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar starfs- krafta sína. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu sem teng- dafaðir hennar stofnaði árið 1933 í rúma fjóra áratugi. Fyrstu 25 árin vann Rakel við hlið Ágústs Sigurðs- sonar, eiginmanns síns, og þá lengst af sem fjármála- og fram- kvæmdastjóri. Eftir að Ágúst féll frá árið 1993, tók Rakel við rekstr- inum og hefur verið starfandi stjórnarformaður fyrirtækisins síðan. Þegar Rakel hóf störf hjá fyrirtækinu, hafði það með höndum útgerð báta, rekstur frystihúss, saltfisks- og skreiðarverkun og fiski- mjölsverksmiðju. Fyrirtækið heitir nú Agustson ehf., og það er fleira sem breyst hefur en nafnið. „Miklar breytingar hafa orðið á rekstrinum undanfarin ár, ekki síst vegna þess að á hörpudiskstofninn, sem var þungamiðjan í okkar rekstri, hefur herjað sýk- ing nokkur undanfarin ár. Bannað hefur verið að veiða hörpudisk í fjögur ár og ekki horfur á að veiðar á honum verði leyfðar næstu árin. Þetta varð til þess að við breyttum ýmsu í starfseminni. Vegna veiðibannsins á skelinni fáum við bætur í þorsk- heimildum og settum á stofn saltfiskverkun í Stykkishólmi. Við vinnum saltfisk hluta af árinu og kaupum svo rækju af verksmiðjum innanlands og erlendis frá og pökkum fyrir stórar verslanakeðjur, sem við höfum unnið fyrir í mörg ár, aðallega í Bretlandi.“ Þú ert ein fárra kvenna meðal útgerðarmanna. Hvaða breyting hefur orðið á jafnréttisbaráttunni undanfarna áratugi? „Ég hef aldrei leitt hugann sérstaklega að jafnréttisbaráttu. Reyndar hafa kannski ekki margar konur verið sýnilegar í sjávarútvegi, en ég er sannfærð um að margar eiginkonur manna í rekstri hafa iðulega staðið við hlið þeirra. Hvað jafnréttið varðar, hef ég ævinlega litið á karlmenn sem jafningja mína og mig sem jafningja þeirra,“ segir Rakel. Menntun, fjárhagur og aðstæður Hvað hefur áunnist undanfarin ár? „Í atvinnurekstri eru tvímælalaust fleiri konur orðnar sýnilegar, en það held ég að eigi sér margar skýringar. Aðstæður kvenna til þess að koma út á vinnumarkaðinn hafa gjörbreyst eftir að hægt var að fara með börn til dagmömmu nokkurra mánaða gömul. Slík aðstaða var hreinlega ekki til fyrir nokkrum áratugum, þótt flestar konur á mínum aldri hafi svo sem verið útivinnandi, þær voru bara sjaldnast í forsvari. Menntun kvenna hefur aukist og með henni eykst áræðni. Konur þora nú að takast á við hlutina og svo eru konur fjárhagslega mun sjálfstæðari en áður var og hafa þess vegna betri möguleika á að stofna eigin fyrirtæki og reka þau.“ Rakel er baráttukona, en ekki dæmigerð kvennabaráttu- konu. Hefur hún skoðun á því hvaða aðferðir jafnréttisbar- áttunnar voru rangar? „Mér hugnuðust ekki alltaf baráttuaðferðirnar og fannst í raun ekki sýn femínista vera að skila sér. Ég held að fólk nái miklu frekar árangri með því að sýna eitthvað í verki, en að heimta. Einhvern veginn er það nú þannig að konur velja sér ákveðinn starfsvettvang. Þú sérð til dæmis ekki margar konur á fiskiskipaflotanum. Af hverju sækja þær ekki þangað? Þar eru hæstu tekjurnar. Af hverju eru þær ekki vél- stjórar? Þarna eru mörg störf sem eru mjög vel launuð og eftirsókn- arverð, en það eru ekki margar konur í þeirri stétt. Ég tel að hluti af ójöfnuði sé sú staðreynd að konur hafa ekki sóst í störf á við þessi, sem hefðu til að mynda skilað þeim meiri tekjum.“ Jafnrétti í orði, en ekki á borði? „Í rauninni. Þar að auki eru karlmenn rétt eins og aðrir sem hafa völd; þeir vilja halda sínum völdum. Þar er vissulega á ferðinni ákveðin þröngsýni, vegna þess að það er hollt og gott fyrir fyrirtæki að hafa sýn bæði kvenna og karla á reksturinn, en til þess að hafa einhverju að miðla þurfa konurnar að hafa þekkingu og reynslu. Þess vegna ætla ég rétt að vona að kynjakvótinn fari ekki inn í lög. Ekki myndi ég vilja sitja í stjórn fyrirtækis bara út á einhvern kynjakvóta. Það fynd- ist mér mikil niðurlæging og það segir sig sjálft hvaða áhrif sú kona hefði innan þeirrar stjórnar. Náttúrulega engin, því þeir sem væru í texti: þórdís bachmann • Mynd: ari magg RakeL OLSen í aGuStSOn, StykkiSHóLMi: Þrjár verksmiðjur í danmörku Rakel Olsen hefur verið viðloðandi sjávarútveginn í fjörutíu ár. Hún er starfandi stjórnar- formaður í agustson. Fyrirtækið rekur þrjár verksmiðjur í danmörku og þaðan kemur stærsti hluti veltunnar. Rakel ræðir hér um fyrirtækið og jafnréttisbaráttuna. „ekki myndi ég vilja sitja í stjórn fyrirtækis bara út á einhvern kynjakvóta. Það fyndist mér mikil niðurlæging og það segir sig sjálft hvaða áhrif sú kona hefði innan þeirrar stjórnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.