Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Síða 85

Frjáls verslun - 01.05.2008, Síða 85
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 85 s j á v a r ú t v e g u r raun að stjórna fyrirtækinu myndu ráða sínum ráðum framhjá henni. Þú öðlast engin áhrif við að komast inn í einhverja stjórn, bara af því að þú ert kona, ef það er ekki að eigin verðleikum. Þarna skjóta þær langt yfir markið.“ Fylgni, reglusemi og dugnaður Hvaða aðferðir hafa þá verið árangursríkar? „Það hefur verið mjög árangursríkt fyrir konur hvað þær hafa verið ötular og duglegar að afla sér menntunar. Svo hafa konur sýnt fram á það, með þeirri auknu ábyrgð, sem þær hafa verið að fá, að þær valda því hlutskipti mjög vel og geta sýnt í verki að þær eru traustsins verðar. Annars búum við konur yfir svo mörgum hæfileikum sem karlmenn í raun hafa ekki. Fylgni kvenna, reglusemi og dugnaður eiga fullan rétt á sér í fyrirtækjarekstri og er víða mikil þörf fyrir þessa eiginleika. Á hinn bóginn tel ég karlmenn áræðnari, oft hugmyndaríkari og meira leitandi að nýjum tækifærum. Við erum varkárari og pössum betur upp á hlutina, en þegar þetta kemur saman er komið fullkomið mynstur,“ segir Rakel. Talið berst að útrásinni, sem kjarnakonan Rakel þekkir vel til. „Við keyptum fyrirtæki í Hirtshals í Danmörku árið 2002, sem leggur skelfiskafurðir í brine, saltlög sem hefur ákveðið geymsluþol. Þetta er þekkt aðferð á Norðurlöndum til að geyma matvæli, með endingartíma upp á 6 – 8 vikur. Reynslan af þessu varð svo til þess að við keyptum annað fyr- irtæki árið 2005, í Vejle. Þar erum við með mjög stóra verksmiðju sem kaupir regnbogasilung af bændum í nágrenninu. Silungurinn er flakaður, flattur og settur í pækil. Svo er hann heitreyktur, kældur og pakkað í smápakkningar fyrir Evrópumarkað. Þessari verksmiðju fylgdi autt verksmiðjuhús og þangað fluttum við kavíarverksmiðju sem við rákum áður í Stykkishólmi. Nú rekum við því þrjár verksmiðjur í Danmörku og þar er raunar stærsti hluti okkar veltu í dag. Við lítum þó alltaf á Stykkishólm sem höfuðstöðvarnar og vonandi fær starfsemi okkar í Hólminum uppreisn æru, þótt seinna verði,“ segir Rakel, en tvö af fjórum börnum hennar starfa við fyrirtækið. Sonurinn Sigurður Ágústsson er í Danmörku og hefur yfirumsjón með rekstrinum þar og Ingibjörg, elsta dóttirin, vinnur hjá fyrirtækinu fyrir vestan. Er gott að reka fyrirtæki í Danmörku? „Afskaplega gott. Í Danmörku er miklu jafnara rekstrarumhverfi, ekki eins og hér þar sem krónan sveiflast til og frá, upp og niður. Það er alltaf erfiðara að gera áætlanir í slíku umhverfi. Í Danmörku er allt miklu stöðugra og vitanlega erum við nær markaðnum með sumt af því sem við erum að gera. Svo getum við lært margt af Dönum, sem eru mjög ólíkir okkur. Þeir eru miklu aðhaldsamari og nýtnari en við og fara afar vel með hlutina. Þeir vinna mjög vel á meðan þeir eru í vinnunni en hafa svo þá sérstöðu að þar eru allir farnir heim klukkan þrjú og þú færð ekki nokkurn mann til þess að vinna yfirvinnu þar. Þetta stöðuga umhverfi Dana er þó nokkuð sem við gætum lært mikið af. Íslendingar eru meira skorpufólk, kannski er það þessi gamli vertíð- arbragur, sem ennþá situr í okkur.“ Þrjár verksmiðjur í danmörku „Ég hef aldrei leitt hugann sérstaklega að jafnréttisbaráttu. reyndar hafa kannski ekki margar konur verið sýnilegar í sjávarútvegi, en ég er sannfærð um að margar eiginkonur manna í rekstri hafa iðulega staðið við hlið þeirra.“ „Í Danmörku er miklu jafnara rekstrarumhverfi, ekki eins og hér þar sem krónan sveiflast til og frá, upp og niður.“ Rakel Olsen, starfandi stjórnarformaður Agustson ehf. Fyrirtækið er í Stykkishólmi og hét áður Sigurður Ágústsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.