Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 118
118 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
K
Y
N
N
IN
G
Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík leggur metnað sinn í að þjóna fremstu fyrirtækjum landsins. Hann býður
upp á ýmsar lausnir til aukins árangurs fyrir
fyrirtæki, liðsheildir og einstaklinga. Guðrún
Högnadóttir er forstöðumaður Stjórnenda-
skólans og Símenntar.
„Við vinnum með mörgum farsælustu fyrir-
tækjum landsins við að gera góða hluti enn
betur. Þegar við sjáum viðskiptavini okkar
vaxa og dafna á markaði, þá erum við sátt.“
Gátt inn í fjársjóð MIT
„Stjórnendaskólinn er eins og lítið fyr-
irtækjahótel þar sem við hýsum umboð
fyrir fremstu háskóla, kennara og fyrirtæki
í heimi á sviði leiðtogaþjálfunar, reksturs og
tækni. Við bjóðum til að mynda gátt inn
í þekkingarsamfélagið við MIT og veitum
aðgang að rétta fólkinu og áhugaverðum ráð-
stefnum. Við erum með „exclusive“ samning
við Franklin Covey sem býður þrautreyndar
lausnir til að auka árangur. Meðal öflugra
lausna er vinnustofan „7 venjur til árangurs“
sem fjölmörg fyrirtæki um allan heim nýta til
ræktunar mannauðs og sóknar í síbreytilegu
efnahagsumhverfi.
Stjórnendaskólinn og Símennt HR eru
með lausnir á þremur sviðum. Fyrst og
fremst eru það námskeið og verkefni á sviði
faglegrar þekkingar, þar sem boðið er upp
á námskeið s.s. um fjármál, markaðsmál og
lögfræði. Síðan bjóðum við upp á lausnir
á sviði persónulegs árangurs og færni
með viðfangsefni eins og samningatækni,
persónulega forystu og verkefnastjórnun og
þriðji málaflokkurinn er árangur í rekstri.
Hann kemur í kjölfar vinnu við stefnumótun
og þar innleiðum við gildi og markmið á
vinnustofum starfsmanna.“
4.600 nemendur á síðasta ári
„Við leggjum ríka áherslu á að vera alltaf
með úrvals kennara, framsækna aðferðafræði
í þjálfun, vönduð kennslugögn og þægilegt
námsumhverfi. Við setjum markið hátt og
höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við
þjálfun okkar – sem er í senn hvetjandi og
ánægjulegt.
Við höfum verið tiltölulega hógvær í mark-
aðssetningu og látið verkin tala. Á síðasta ári
komu 4.600 nemendur á viðburði Stjórn-
endaskólans og Símenntar til að efla sig enn
frekar.“
Stjórnendaskóli
Háskólans í Reykjavík
þjóNar farsælustu fYrIrtæKjum laNdsINs
www.franklincovey.is
„Stjórnendaskólinn er eins og
lítið fyrir-tækjahótel þar sem
við hýsum umboð fyrir fremstu
háskóla, kennara og fyrirtæki í
heimi á sviði leiðtogaþjálfunar,
stjórnunar og reksturs.“
Guðrún Högnadóttir er forstöðumaður Stjórnendaskólans og Símenntar.