Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 167

Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 167
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 167 s t j ó r n u n a r b æ k u r auðveldara með að tala til kvenna í sínum rekstri. Mikilvægi þess er ótvírætt þegar litið er til þess að í Bandaríkjunum kaupa konur 83% af allri vöru og þjónustu, að þær bera ábyrgð á 91% kaupa til heim- ilisins, 88% innkaupa í smásölu, eiga 89% bankareikninga og eru ábyrgar fyrir meira en 50% af allri greiðslukortanotkun, netnotkun og ferðakostnaði. Það er því einn lykla velgengni kvenna í rekstri að geta talað við þennan gríðarlega öfluga hóp neytenda sem aðrar konur eru. Annað einkenni kvenna sem hugsanlega skýrir árangur þeirra er að þær virðast hafa skýrari sýn, „fókus“, en karlar á ýmsum sviðum. Því hefur oft verið ruglað saman við skort á metnaði því gjarnan þykja þær láta tækifæri fram hjá sér fara í rekstrinum. Á hinn bóginn hafa þær skýrari sýn á það sem þær ætla sér og láta ekki önnur tækifæri afvegaleiða sig. Þær halda sig við það sem lagt er upp með í upphafi og ná því meiri árangri. Þetta tengist öðru einkenni kvenna sem höfundur tilgreinir sem lykil að árangri, þ.e. að gildi þeirra eru sterk og þær standa og falla með sínum gildum. Gildi hafa mikil áhrif á styrkleika vörumerkja, staðsetningu á markaði og hjálpa stjórnendum að taka samræmdar ákvarðanir. Gildi eru í raun það sem starfsmennirnir vinna fyrir; það sem nær út fyrir launaumslagið og gefur vinnunni þýðingu og tilgang. Gildin eru það sem skapar stöðugleika sem er gríðarlega mikilvægt í hverf- ulu viðskiptaumhverfi nútímans. Fyrir hverja er bókin? Bókin er fyrir stjórnendur, karla og konur sem vilja ná meiri árangri, hafa hug á að fara út í eigin rekstur og vilja hafa réttu tækin í hönd- unum til að ná árangri fljótt og örugglega. Hún er fyrir stjórnendur sem vilja halda í kraftmiklar konur innan sinna fyrirtækja. Í bókinni eru ábendingar um hvað þurfi að vera til staðar innan fyrir- tækja til að konur þrífist innan þeirra. Það er ljóst að konur úti um allan heim eru að sækja í sig veðrið í rekstri. Ísland er þar engin undan- tekning og sýnir fjölgun kvenna í Félagi kvenna í atvinnurekstri það svo ekki verður um villst. Fyrirtæki í dag hafa ekki ráð á að líta framhjá þörfum kvenna því með því tapast gríðarlegur slagkraftur sem á eftir að verða enn mikilvægari á komandi árum. kvenfrumkvöðlum er að fjölga. Fyrir því eru nokkrar ástæður; menntunarstig kvenna er að hækka; frumkvöðlum almennt er að fjölga; það er auðveldara að stofna fyrirtæki; síðast en ekki síst vilja konur sjálfstæði og frelsi sem þær fá frekar í eigin rekstri en sem starfsmenn fyrirtækja. Einkenni kvenfrumkvöðla í rekstri Bókin How she does it – How Women Entrepreneurs Are Changing the Rules of Business, er byggð á sögum af konum í rekstri. Í inngangi safnar höfundur hins vegar saman nokkrum áhugaverðum tölulegum staðreyndum um konur í rekstri í Bandaríkjunum. Tölurnar og staðreyndirnar tala sínu máli: 40%1. allra félaga í einkaeigu eru í eign eða undir stjórn kvenna, alls 10,4 milljónir fyrirtækja. Milli2. 1997 og 2004 fjölgaði einkafyrirtækjum í eigu kvenna tvöfalt hraðar en öðrum fyrirtækjum. Fyrirtæki3. í eigu kvenna skapa störf tvisvar sinnum hraðar en önnur fyrirtæki og hafa nú fleiri á launaskrá en öll Fortune 500 fyrirtækin samanlögð. Hagnaður4. fyrirtækja í eigu kvenna eykst hraðar en allra annarra fyrirtækja. Fyrirtæki5. í eigu kvenna eru lífseigari en önnur fyrirtæki. Um 4206. ný fyrirtæki í eigu kvenna eru stofnuð daglega í Bandaríkjunum. Um 4%7. fyrirtækja í eigu kvenna velta meira en 1 milljón dollara. 6% allra fyrirtækja í Bandaríkjunum velta meira en 1 milljón dollara. Fyrirtæki8. í eigu kvenna með meira en milljón dollara veltu og fleiri en 100 starfsmenn vaxa tvöfalt hraðar en öll önnur fyrirtæki. Við minnum9. svo á gamla góða spakmælið sem nýtist margri konunni í rekstri: Neyðin kennir naktri konu að spinna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.