Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 186

Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 186
186 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 Kvikmyndir r obert De Niro og Al Pacino eru ekki aðeins tveir af frægustu kvikmynda- leikurum samtímans heldur eru nöfn þeirra sveipuð ljóma sem erfitt er að útskýra. Báðir eru stórkostlegir leikarar sem eiga að baki ótrúlega litríkan og farsælan feril og eru verðlaunaðir í bak og fyrir. Það eitt nægir til að setja þá á þann stall sem þeir eru, en það er eitthvað meira sem gerir það að verkum að þegar nöfn þeirra eru nefnd þá er eins og verið sé að tala um leikara sem eru hafnir yfir aðra leikara. Að þeir séu oftar en ekki nefndir saman kemur til af því að þeir eiga margt sameig- inlegt. Þeir eru báðir ítalsk-ættaðir og fæddir í New York, Pacino 1940 og Robert De Niro 1943. Báðir hlutu þjálfun sína í Actors Studio í New York með Lee Strassberg, sem leiðbeinanda og þeir hlutu frægð í Godfather kvikmyndum Francis Ford Coppola. Það þarf því engan að undra að þegar De Niro er nefndur á nafn í samræðum eða riti þá er ekki langt í að Pacino sé einnig nefndur og öfugt, en enginn hefur sett góð rök fyrir því að annar sé betri en hinn. Til eru tvær kvikmyndir sem þeir leika báðir í. Önnur er meistaraverkið Godfather II, en þar léku þeir aldrei í sama atriðinu, og hin er Heat, sem Michael Mann leik- stýrði 1995, en þar eru þeir aðeins saman í tveimur atriðum. Það er því ekki nema von að eftirvæntingin sé mikil í sambandi við Righteous Kill, sem frumsýnd verður í byrjun september. Í henni eru De Niro og Pacino í aðalhlutverkum og nú eru þeir saman í 90% atriða í myndinni, þannig að það er til nokk- urs að hlakka. gamaldags löggudrama Righteous Kill fjallar um tvær New York löggur sem lengi hafa starfað saman. Þeir fá bakþanka þegar þeir rannsaka morð, sem ber öll einkenni þess að þar hafi verið á ferð- inni raðmorðingi sem þeir héldu að þeir hefðu náð fyrir nokkrum árum og situr sá í fangelsi. Þeir fara að efast um að þeir hafi sett réttan mann bak við lás og ef svo er þá gengur raðmorðingi laus. Þetta er mikið áfall fyrir lögreglumennina sem eiga að baki þrjátíu ára starfsaldur og hafa fengið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. Það er ekki til að bæta úr að þeir eru að fara á eftirlaun. Það er því lítið annað fyrir þá að gera en að bíta á jaxlinn og reyna að hafa upp á hinum rétta raðmorðingja áður en þeir hætta störfum. Með nafni myndarinnar er vísað til þess að öll fórnarlömb morðingjans eru glæpamenn. Fleiri þekktir leikarar leika í Righteous Kill, má þar nefna Brian Dennehy, Carla Gugino, John Leguizamo, Donnie Whalberg og Curtis Jackson, sem betur er þekktur sem rapparinn 50 Cent. Handritið að Righteous Kill skrifaði Russ- ell Gewitz, sem skrifaði handritið að hinni ágætu spennumynd Spike Lees, Inside Man, sem var hans fyrsta verkefni í Hollywood. Ætla verður að um vel skrifað og hugmynda- ríkt handrit sé að ræða fyrst hægt var að fá De Niro og Pacino til að leika löggurnar tvær. Frekar er sett spurningarmerki við leikstjórann, Jon Avnet, þar sem ferill hans er ansi skrykkjóttur. Avnet hafði verið fram- leiðandi sjónvarpsefnis í fimmtán ár áður en hann leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Fried Green Tomatoes, (1991) sem sló í gegn bæði hjá gagnrýnendum og almenningi. Avnet hélt áfram að framleiða sjónvarpsefni auk þess sem hann snýr sér meir að kvikmynda- framleiðslu. Fram til ársins 2000 leikstýrði hann þremur kvikmyndum, The War (1994), Up Close and Personal (1996) og Red Corner (1997), sem náðu ekki gæðum Steiktu grænu tómatanna. Næstu árin var Avnet eingöngu í hlutverki framleiðandans eða allt þar til fyrir tveimur árum að hann leikstýrði Al Pacino í 88 Minutes, sem hvað eftir annað var frestað að frumsýna en loks sett á markaðinn í sumar við litla hrifningu. de niro og Pacino önnum kafnir Í Righteous Kill leika Robert De Niro og Al Pacino löggur sem eru að fara á eftirlaun, en þeir sjálfir eru ekkert á þeim buxunum að robert de niro og al Pacino saman í righteous Kill löggur Í leit að raðmorðingja TExTI: hiLMAr KArLsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.