Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 190

Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 190
fólk 190 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 Jón Pétur Jónsson keypti Örninn árið 1991 ásamt þremur félögum sínum. Örninn er þekktasta reiðhjólaverslun landsins og hefur vaxið mikið á nokkrum árum og í dag er Örninn einnig einn stærsti seljandi líkamsræktartækja: „Hvað mig varðar þá verða kaflaskipti þegar ég kaupi félaga mína út úr Erninum 1994. Önnur kaflaskipti verða 2006 þegar ég kaupi golfverslunina Nevada Bob. Fyrirtækin eiga margt sameig- inlegt, en eru aðskilin. Þriðja fyrirtækið er golfheildsala sem var stofnuð í kjölfar kaup- ana á Nevada Bob. Þar erum við að selja til allra sem versla með golfvörur.“ Það þarf engan að undra að Jón Pétur skyldi velja sér íþróttavörur þegar hann hóf verslunarrekstur. Íþróttir hafa verið stór hluti af hans lífi hans frá barnsaldri. Hann var áður fyrr þekktur handknattleiksmaður með Val og landsliðinu og einn af hinni frægu muln- ingsvél Valsmanna. Þegar handknattleiksferl- inum lauk dreif hann sig í golfið og þar lét hann fljótt til sína taka, ekki síður í félags- málum en á golfvellinum og er dag formaður Golfklúbbs Reykjavíkur: „Ég hef alltaf verið mikið fyrir hreyfingu og líkamsrækt almennt og sá áhugi hefur ekkert farið af mér með árunum og að versla með vörur þar sem hreyfing og líkamsrækt er í fyrirrúmi hentar mér ákaflega vel. Hvað varðar hjólin þá hefur orðið gríðarleg vakning sem segja má að hafi komist á fullt í fyrra og hefur haldið áfram í ár. Þarna kemur margt til, mikill áróður hefur verið fyrir hollustu hjólreiða sem hefur skilað sér út í þjóðfélagið og þá tel ég að hlýnandi veðrátta hafi haft áhrif auk þess sem bensínverðið er nú farið að þjaka þjóðina.“ Hjá Jóni Pétur tengist áhugamálið starf- inu: „Ég var löngu byrjaður í golfinu áður en ég keypti Nevada Bob. Ég fór í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur 1999, þá var for- maður Gestur Jónsson. Þegar Gestur vildi ekki gefa kost á sér áfram sem formaður í fyrra tók ég við af honum og held áfram þeim verkefnum sem hafin voru undir hans stjórn, sem eru stækkun golfvallarins á Korpúlfsstöðum, gerð inniæfingasvæðis og ný vélageymsla, svo það helsta sé nefnt, en hjá jafnstórum golfklúbbi og GR eru verk- efnin óþrjótandi og í dag starfa 60 manns á vegum klúbbsins.“ Golfið er fjölskylduíþrótt og tímafrek og Jón Pétur segir að í raun sé ekki hægt að ætlast til þess þegar hjón eigi í hlut að annar aðilinn sé á kafi í golfi en hinn ekki. „Eig- inkona mín, Jónína Rútsdóttir, er í golfinu og krakkarnir hafa öll byrjað en hafa ekki erft áhuga föðurins og snúið sér að öðru í bili, hvað sem síðar verður.“ Jón Pétur er að lokum spurður hvort hann fari ekki í golfferðir til útlanda: „Það er nú líkast til. Við erum margir sem höldum hópinn og förum saman en ég er nú þannig að ég vil hafa ferðirnar stuttar og keyra mig út á golfvellinum. Síðasta golfferð mín stóð ekki lengi. Við fórum átta saman í golfferð til Skotlands þar sem leiknir voru sex 18 holu hringir á þremur dögum.“ nafn: Jón Pétur Jónsson. fæðingarstaður: reykjavík, 16. janúar 1953. foreldrar: Jón andrésson og Vilborg Ólafsdóttir (bæði látin). maki: Jónína rútsdóttir. Börn: Inga rut, 32 ára, María Vilborg, 27 ára, og Snorri Ólafur, 22 ára. Jón Pétur Jónsson: „Við fórum átta saman í golfferð til Skotlands þar sem leiknir voru sex 18 holu hringir á þremur dögum.“ framkvæmdastjóri arnarins og nevada Bob og formaður Golfklúbbs reykjavíkur Jón Pétur Jónsson TExTI: hiLMAr KArLsson MYndIr: GEir ÓLAfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.