Gerðir kirkjuþings - 1982, Page 17
7
og ráðuneyti, eins og sk.iljanlegt er.
Á ;síðast liðnu Alþingi var þingmannafrumvarp um samstarf snefnd
Alþingis og þjóðkirkjunnar gert að lögum. Fyrsti flutningsmaður
þess var Benedikt Gröndal, núverandi sendiherra íslendinga í Sviþjóð.
Samstarfsnefnd þessa skipa af hálfu Alþingis forseti Sameinaös þings
og einn fulltrúi tilnefndur af hverjum þingflokki, en af hálfu þjóð-
kirkjunnar Kirkjuráð. Frumvarp þetta reyndist eiga greióa för um
sali Alþingis, deildir og nefndir. Kom þar ijóst fram, aó alþingis-
menn eru ekki áhugalausir um málefni þjóðkirkjunnar, nema siður væri,
þvi að varla eru menn farnir að óttast um sálarheill sina svo nokkru
nemi fremur en venjulega. I greinargerð töldu flutningsmenn, að
starf þjóðkirkjunnar stæði með nokkrum blóma um þessar mundir, og
það væri álit kunnugra, að þjóðin leitaði nú meir til kirkju og
kristni i hamingjuleit sinni og lifsstriði en lengi hefói verið.
A siðustu árum hafa óvenju djúpar lægðir og stormsveipir gengið
yfir Island og islenzkt þjóðlif. Oftrú á sivaxandi auðsæld hefur
villt mönnum sýn. Verómætamat hefur ruglazt og jafnvægi raskast á
ýmsum sviðum. Margur hyggur auð i annars garði og hættir að una
glaður við sitt. En sigild speki Hávamála segir: „Öng er sótt
verri hveim snortum manni en sér öngu at una." - Á umbrotatimum og
tækniöld er hverjum og einum rik þörf á friði með sjálfum sér og
andlegri kjölfestu og öryggi. - Að lausn hinna brýnustu vandamála
þurfa lærðir og leikir að vinna vel saman. Að sjálfsögðu er iðu-
lega fjallað um ágreiningsefni og viökvæm hagsmunamál. Þá er oft
erfitt aó mióla málum, en verður þó að takast. í hinum langvinnu
og hörðu deilum leikmanna og kennimanna á ofanverðri 13. öld, milli
foringja Hrafns Oddssonar lögmanns annars vegar og Árna biskups
hins vegar, varð oft til bjargar, að þeir virðast i raun hafa borið
traust hvor til annars og virðingu hvor fyrir öðrum. „Veitti
Árni,Hrafni fagurlega bæn, þegar hann spurði andlát hans", segir
sagan.
Á kirkjuþingi hafa fulltrúar allir, lærðir og leikir, átt gott
og farsælt samstarf frá öndverðu, - og svo mun enn veróa. -
Ég árna kirkjuþingi þvi, sem nú er að hefjast, allra heilla
i störfum. Megi sem flest ganga að óskum. Á vegum þings og ráðu-
neytis mun ég reyna að stilla svo til, að góð mál nái fram að ganga
Alþingi til sæmdar og kirkjuþingi til fagnaðar."