Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Qupperneq 6

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Qupperneq 6
Annað tölublað Tímarits um menntarannsóknir (TUM) er nú komið út. Í tímaritinu er vikið að málum sem eru ofarlega á baugi í umræðu um menntamál í samræmi við það markmið tímaritsins að vera fræðilegt framlag til þjóðfélagsumræðu um menntamál. Gretar L. Marinósson setur í pistli sínum fram hugleiðingar um hvaða hlutverki Tímarit um menntarannsóknir eigi að gegna í umræðu um menntarannsóknir á Íslandi. Í greinunum er svo komið víða við - frá leikskóla til háskólastigs - og ólíkri aðferðafræði er beitt. Í grein Sigrúnar Aðalbjarnardóttur og Kristjönu Stellu Blöndal er fjallað um brotthvarf úr framhaldsskóla og sýnt hvernig ákveðnar uppeldisaðferðir tengjast því. Börkur Hansen og félagar fjalla um það hvernig gengið hefur að innleiða lögbundið sjálfsmat í skólum. Þau leita skýringa á því hvers vegna sumum skólum gengur betur en öðrum að temja sér þessar starfsvenjur. Ásta Bjarnadóttir bendir á gildi þess að leggja fyrir stutt próf til þess að spá fyrir um árangur í háskólanámi og til þess að velja nemendur inn í háskóla. Sýn leikskólastjóra á leikskólann sjálfan er viðfangsefni Jóhönnu Einarsdóttur og Kristínar Karlsdóttur, en þær byggja á fjölda viðtala nemenda í Kennaraháskóla Íslands við leikskólastjóra. Sigurgrímur Skúlason tekur fyrir mikilvægt aðferðafræðilegt efni, þ.e. þýðingu og staðfærslu á erlendum spurningalistum. Erlend mælitæki eru oft fengin að láni við rannsóknir hér á landi og Sigurgrímur lýsir verkþáttum sem myndu afstýra göllum sem geta hrjáð þýdd mælitæki. Til þess að draga fram hagnýtt gildi tímaritsins höfum við í samráði við höfunda tekið saman stuttar klausur um hagnýtt gildi greinanna og birtum þær fyrir neðan útdrátt á titilsíðu greinar. Þetta er tilraun og gott væri að heyra frá lesendum hvernig þeim líkar hún. Ritinu barst mikið efni og talsvert af efni er í vinnslu fyrir næsta tölublað. Ákveðið hefur verið að flýta skiladegi innsends efnis og miða við 1. júlí ár hvert svo að ritstjórn hafi rýmri tíma til þess að ganga frá tímaritinu í samvinnu við höfunda. Ritstjórnin vill þakka ritrýnum fyrir sitt framlag. Einnig vill undirritaður þakka Amalíu Björnsdóttur, Friðriki H. Jónssyni og Námsmatsstofnun fyrir aðstoð við útgáfu tímaritsins. Ragnar F. Ólafsson Frá ritstjóra 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.