Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 8

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 8
sín. Í fræðilegum tímaritum er efni oftar eftir einstaklinga en hópa, hvað þá samvinnuhópa háskólakennara og starfenda í skólum. Þannig getur hugmyndafræðin um samkeppni um mælanlegan árangur í rannsóknum af sér undarlega togstreitu milli fræða og starfs sem aftur elur af sér ákveðna slagsíðu í framboði efnis, efnisvali og efnismeðferð tímarits sem þessa. Eitt af því sem varast þarf í umræðu um rannsóknir er misbeiting valds í skjóli þekk- ingar. Nýlega var rætt við fræðimann í sjónvarpi þar sem hugtakið „þekkingarsamfélag“ var ítrekað notað sem forsenda umræðunnar án þess að hann útskýrði hvað hann ætti við. Fréttamanninum þótti heldur ekki ástæða til að óska skýringar. Þetta er dæmi um ógagnrýna umfjöllun þar sem vinsælum hugtökum er varpað fram sem gefnum forsendum og áheyrendum eða lesendum er látið eftir að túlka á sinn hátt. Ef ekki eru gerðar kröfur til fræðimanna um að þeir vandi sig og tali skýrar er hætta á að hugtökum verði beitt í því skyni að ná yfirhöndinni í fjölmiðlaumræðu þar sem ímynd fær forgang á kostnað innihalds. Ritstjórn TUM vill vinna gegn því að fræðimenn sveipi sig dulúð í umræðu um rannsóknir og vísindastarf og beita sér í staðinn fyrir umræðu sem einkennist af gagnrýni og gagnsæi. Í hugum margra er hugtakið rannsókn fyrst og fremst tengt þeirri athöfn að uppgötva nýjan sannleika um efnisheiminn, skapa nýjungar á tæknisviði eða kanna viðhorf til mikilvægra mála meðal slembiúrtaks úr þjóðskrá. Til að standa undir nafni sem rannsókn er, samkvæmt þessum þrönga skilningi, mikilvægt að afla gagna á vettvangi og vinna úr þeim niðurstöður í tölulegu formi. Þetta afmarkaða sjónarhorn er skiljanlegt í ljósi þess að flestar rannsóknir hér á landi eru unnar innan raungreina og heilbrigðisgreina. En sjónarhornið þarf að víkka. Ritstjórn TUM vill andæfa þröngum skilningi á rannsóknum og sýna möguleika fjölbreyttrar nálgunar. Hér er hvatt til þess að hinn félagslegi veruleiki í menntamálum þjóðarinnar verði kannaður ítarlega og á vandaðan hátt með öllum þeim leiðum sem efla skilning og vísa veginn til úrbóta. Hér er ekki verið að slá af kröfum um leikreglur við rannsóknir heldur þvert á móti hvatt til þess að margvíslegri aðferðafræðilegri nálgun sé beitt nægilega vel til að það færi okkur nýja þekkingu. Gæði rannsókna eru forsenda trúverðugleika þeirra og notagildis og gæði vísa jafnt til þess að nálgunin henti tilgangi rannsóknarinnar og að vinnubrögð séu vönduð. Hugtakið gæði í þessu samhengi er eitt þeirra sem þarfnast umræðu. Í því felst ekki einungis að vinna vel heldur einnig að gera rétt og að ná árangri. Að gera rétt varðar siðrænt innihald og markmið rannsóknarinnar. Að ná árangri tengist m.a. möguleikum rannsakandans á að nálgast merkingu, eða „sannleika“ um veruleikann. Orðalag sem oft heyrist, að einstaklingur, hópur eða skóli sé á einhvern hátt „svona í eðli sínu“ gefur til dæmis í skyn félagslegan veruleika sem er óháður rannsakandanum. Annað sjónarmið er að hinn félagslegi veruleiki sé margræður, síbreytilegur og háður túlkun rannsakandans. Samkvæmt því hefur skólastarf ekkert „eðli í sjálfu sér“ heldur er háð félagslegu og sögulegu samhengi. Sjónarmiðin tvö leiða svo til mismunandi nálgunar sem byggist á ólíkum forsendum um tilvist veruleikans og hversu aðgengilegur hann er til rannsókna. TUM vill hvetja til umræðu um verufræðilegar og þekkingarfræðilegar forsendur rannsókna og um aðferðafræði þeirra. Það er mikilvægt að þeir sem sinna rannsóknum á skólastarfi hafi góðan aðgang að vettvangi. Hingað til hafa íslenskir skólar verið mun aðgengilegri íslenskum rannsakendum en skólar í nágrannalöndum okkar þarlendum fræðimönnum. Rannsakendum hefur verið vel tekið í skólum og spurningum þeirra svarað af áhuga. Í nokkrum nýlegum spurn- ingalistakönnunum sem unnar voru við Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands og við Háskólann á Akureyri hefur þó komið í ljós að heimtur á útfylltum listum voru mun slakari en áður hefur þekkst og raunar undir þeim mörkum sem talist geta viðunandi. Þetta 8 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.