Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 16

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 16
16 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 Aðferð Þátttakendur Rannsóknin er með langtímasniði og náði til allra reykvískra nemenda sem skráðir voru í 9. bekk vorið 1994. Alls tóku 1272 nemendur þátt í rannsókninni þetta vor (51% stúlkur) og var svörunin rúmlega 90%. Þátttakendum hefur verið fylgt eftir síðan og var gögnum safnað síðast á síðari hluta árs 2001 þegar þátttakendur voru á 22. aldursári. Þá náðist til 995 þátttakenda (57% stúlkur). Alls eru það 649 ungmenni sem tóku þátt í öll þrjú skiptin og svöruðu öllum þeim spurningum sem athugunin nær til. Af þeim voru 107 ungmenni í framhaldsskóla á 22. aldursári (árið 2001). Þeim var sleppt úr greiningunni þar sem skilgreining á brotthvarfi miðast við þá sem ekki höfðu lokið framhaldsskóla 22 ára og ekki voru í framhaldsskólanámi. Úrvinnsla gagna nær því til 545 ungmenna. Framkvæmd Spurningalistar voru lagðir fyrir þá nemendur í 9. bekk í grunnskólum Reykjavíkur sem höfðu samþykkt að taka þátt með leyfi foreldra og voru mættir í skólann þá daga í mars 1994 sem listarnir voru lagðir fyrir í skólanum. Með spurningalistunum var meðal annars leitað eftir bakgrunni nemenda og spurt um uppeldisaðferðir foreldra. Í maílok 2001 voru spurningalistarnir sendir til allra þeirra sem tóku þátt árið 1994. Rúmum mánuði eftir að listarnir voru sendir til þátttakenda voru send út bréf þar sem ítrekuð var beiðni um listana. Rúmum tveimur mánuðum síðar var hringt í þá sem ekki höfðu sent listana og þeim boðið að fá nýja lista ef þeir höfðu glatað listunum. Þá um haustið var hringt aftur til ungmennanna og beiðnin um listana enn ítrekuð. Gagnaöflun lauk í árslok. Mælitæki Námsgengi. Mæling á námsárangri byggist á einkunn þátttakenda á samræmdu prófi í íslensku í 10. bekk en þá voru þeir á 16. ári (árið 1995). Til brotthvarfshóps hér teljast þau ungmenni sem ekki höfðu lokið neinu skilgreindu framhaldsskólaprófi og voru ekki í framhaldsskóla við 22 ára aldur þegar rannsóknin fór fram. Tæplega 70% svarenda höfðu lokið framhaldsskóla, 12% voru í fram- haldsskóla og 19% voru ekki í skóla og höfðu ekki útskrifast úr framhaldsskóla þegar rannsóknin fór fram. Eftirtaldar mælingar byggjast á svörum ungmennanna vorið 1994 þegar þau voru í 9. bekk grunnskóla og á 15. ári: Félags- og efnahagsleg staða foreldra var metin bæði með tilliti til menntunar og starfs beggja foreldra. Notaður var sexskiptur raðkvarði sem byggist á kvarða Hollingshead (1975). Ef menntun og störf foreldra flokkuðust mismunandi á kvarðanum var miðað við stöðu þess foreldris sem var í hærri flokki. Í þessari rannsókn var kvarðinn endurflokkaður í þrjá flokka. Störf í þeim hópi sem töldust hafa lakasta félags- og efnahagslega stöðu voru bæði sérhæfð og ósérhæfð störf í þjónustu, iðnaðarstörf og skrifstofustörf. Til miðlungs stöðu flokkuðust störf sem krefjast sérmenntunar en þó ekki háskólaprófs. Í flokki þeirra sem töldust hafa besta félags- og efnahagslega stöðu voru þeir sem sinna störfum sem krefjast háskólamenntunar og þeir sem sinna stjórnunarstörfum. Uppeldisaðferðir foreldra voru metnar með kvörðum Lamborn og félaga (1991) og voru þeir lagðir fyrir unglingana. Um er að ræða þrjá kvarða sem meta stuðning (involvement), hegðunarstjórn (behavioral control) og viðurkenningu (psychological autonomy granting). Stuðningur (tíu spurningar, M=0,87, SF=0,09, lægsta gildi=0,47, hæsta gildi=1,00, alfa=0,75) mælir meðal annars hversu mikla hvatningu unglingurinn telur sig fá frá foreldrum sínum og hversu vel hann telur sig geta treyst á stuðning þeirra. Dæmi um atriði voru: „Hann/hún hvetur mig til að gera mitt besta í öllu sem ég tek mér fyrir hendur“ og „Ég get treyst á að hann/hún hjálpi mér ef ég lendi í vandræðum“. Svarmöguleikar voru „Oftast rétt“ og „Oftast rangt“. Brotthvarf frá námi

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.