Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 17

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 17
17 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 Hegðunarstjórn (átta spurningar, M=0,69, SF=0,13, lægsta gildi=0,28, hæsta gildi=0,97, alfa=0,77) metur að hve miklu leyti foreldrar stjórna börnum sínum með því að setja þeim skýr mörk sem fylgt er eftir. Dæmi um spurningar voru: „Hversu mikið reyna foreldrar þínir að fylgjast með því: Hvar þú ert flesta daga eftir skóla?“ og „Hvert þú ferð á kvöldin?“. Svarmöguleikar voru þrír; „Þau reyna það ekki“, „Þau reyna það svolítið“ og „Þau reyna það mikið“. Viðurkenning (tólf spurningar, M=0,80, SF=0,11, lægsta gildi=0,44, hæsta gildi=1,00, alfa=0,72) metur að hve miklu leyti foreldrar hvetja börn sín til að tjá eigin tilfinningar, skoðanir og hugmyndir. Spurt var til dæmis: Hvað af eftirtöldu á oftast við um föður þinn/ móður þína: „Hann/hún lætur mig sjálfa(n) skipuleggja það sem mig langar til að gera“ og „Ef ég geri eitthvað sem hann/hún er á móti þá leyfir hann/hún mér ekki að gera hluti með sér“. Svarmöguleikar voru „Oftast rétt“ og „Oftast rangt“. Meðaltal atriða hvers kvarða var fundið og var þeim snúið þannig að því hærra sem gildið var, þeim mun meiri var stuðningurinn, hegðunarstjórnin og viðurkenningin sem unglingurinn upplifði. Úrvinnsla Fylgibreyta er tvískipt og sýnir hvort ung- mennin höfðu lokið skilgreindu framhalds- skólaprófi við 22 ára aldur. Frumbreytur voru bakgrunnur nemenda, þ.e. félags- og efnahagsleg staða foreldra, kynferði, fyrri námsárangur (einkunn á samræmdu prófi í íslensku í 10. bekk) og uppeldisaðferðir foreldra. Aðhvarfsgreining hlutfalls (logistic regression) var notuð til að meta forspá frumbreytna um dreifingu fylgibreytu. Niður- stöður aðhvarfsgreiningar hlutfalls eru settar fram sem hlutfallslíkindi eða odds ratio. Því fjær 1 sem hlutfallslíkindi eru, þeim mun meiri eru áhrif frumbreytna. Ef hlutfallslíkindi eru 1 hefur frumbreyta engin áhrif á dreifingu fylgibreytu. Greiningin var gerð í þremur þrepum. Á fyrsta þrepi voru könnuð einföld tengsl hverrar frumbreytu við brotthvarf frá námi. Á öðru þrepi var forspá uppeldisaðferðanna þriggja um brotthvarf metin en á þriðja þrepi var kannað hvaða áhrif það hefði að bæta bakgrunni nemenda og námsárangri við forspárjöfnuna. Auk þess var kannað hvort ólínuleg tengsl kæmu fram á milli hegðunarstjórnar og brotthvarfs frá námi. Var það gert með þeim hætti að setja inn bæði upprunalegu breytuna fyrir hegðunarstjórn og breytuna í öðru veldi (sjá Gray og Steinberg, 1999). Þátttakendur í langtímarannsókninni við 14, 15 og 22 ára aldur Samanburður var gerður á þeim hópi (a) sem upplýsingar fengust um á öllum mælingum þessarar rannsóknar (n=545) og (b) þeim hópi sem upplýsingar vantaði um á einni eða fleiri mælingum (n=620). Tilgangurinn var að kanna hvort um væri að ræða mun á þessum hópum. Niðurstöður greiningar á brotthvarfi úr rannsókninni voru þær að stúlkur voru líklegri en piltar til að vera í þeim hópi sem svaraði öllum spurningum þessarar rannsóknar, (χ²(1, N=1165)=26,4, p<0,001). Þau ungmenni voru líklegri til að svara sem áttu foreldra sem höfðu betri félagslega og efnahagslega stöðu, (χ²(2, N=1062)=11,4, p<0,05) og sem voru að jafnaði með hærri einkunn á samræmdu prófi í íslensku við lok grunnskóla, (t(1057,6)=7,5, p<0,001). Þá voru þau líklegri til að upplifa meiri viðurkenningu foreldra, (t(982)=4, p<0,001), stuðning, (t(926,6)=2,2, p<0,05) og hegðunarstjórn, (t(992)=4,5, p<0,001). Ofangreindur munur á hópunum tveimur gefur til kynna að fara verði varlega í að alhæfa um niðurstöður. Niðurstöður Í 1. töflu eru kynntar niðurstöður aðhvarfs- greiningar hlutfalls. Í fyrsta dálki koma fram niðurstöður um einföld tengsl hverrar frumbreytu við brotthvarf frá námi, þ.e. uppeldisaðferða foreldra, bakgrunns ungmenna og einkunnar á samræmdu prófi í íslensku í 10. bekk. Í öðrum dálki er mat lagt á Brotthvarf frá námi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.