Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 18

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 18
18 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 tengsl uppeldisaðferðanna þriggja samtímis við brotthvarf frá námi og í þriðja dálki er mat lagt á hvaða áhrif það hafi að bæta við líkanið bakgrunni nemenda og einkunn í íslensku við lok grunnskóla. Jafnframt er Nagelkerke R2 kynnt sem sýnir hve hátt hlutfall frumbreytur skýra saman af dreifingu fylgibreytunnar (sjá til dæmis Alexander o.fl., 1997). Stuðlarnir í töflunni sýna hlutfallslíkindi (odds ratio). Í gögnunum voru námslok í framhaldsskóla skilgreind sem 0 og brotthvarf frá námi sem 1. Niðurstöður eru því túlkaðar á þá leið að með hækkandi gildi á frumbreytunni sýna hlutfallslíkindi yfir 1 aukna áhættu á brotthvarfi frá námi en hlutfallslíkindi undir 1 minni líkur. Eins og sjá má í fyrsta dálki 1. töflu tengdust allar frumbreyturnar, fyrir utan kyn, því hvort ungmennin höfðu lokið framhaldsskóla við 22 ára aldur. Þau voru líklegri til að hafa lokið framhaldsskóla ef þau töldu sig búa við viðurkenningu foreldra sinna, upplifðu stuðning þeirra og hegðunarstjórn 14 ára göm- ul. Eftir því sem þeim gekk betur á samræmdu prófi í íslensku í 10. bekk voru þau líklegri til að hafa lokið framhaldsskóla. Jafnframt má sjá að þau sem höfðu besta félags- og efnahagslega stöðu voru líklegri til að hafa lokið framhaldsskóla en þau sem voru með lakasta stöðu. Í öðrum dálki eru kynntar niðurstöður um tengsl tiltekins uppeldisþáttar við brotthvarf frá námi að teknu tilliti til hinna uppeldisþáttanna. Þar kemur fram að unglingar sem töldu sig búa við viðurkenningu foreldra sinna við 14 ára aldur voru líklegri til að hafa lokið framhaldsskóla við 22 ára aldur en þeir unglingar sem töldu sig búa við sálræna stjórn foreldra. Þá voru þeir unglingar sem töldu sig njóta stuðnings foreldra líklegri til að hafa lokið framhaldsskóla við 22 ára aldur en þeir sem upplifðu lítinn stuðning. Aftur á móti 1. dálkur 2. dálkura 3. dálkurb Einföld tengsl (zero-order) Hlutfallslíkindi Hlutfallslíkindi Hlutfallslíkindi Viðurkenning 0,008*** 0,03*** 0,04** Stuðningur 0,002*** 0,01*** 0,01** Hegðunarstjórn 0,092** 0,43 2,68 Kyn 0,892 1,19 Félags- og efnahagsleg staða Lakasta (gildið 0) vs. miðlungs (gildið 1) 0,700 0,86 Lakasta (gildið 0) vs. besta (gildið 1) 0,235*** 0,39** Einkunn í íslensku 0,440*** 0,47*** Nagelkerke R2 0,11 0,37 * p≤0,05 **p≤0,01 ***p≤0,001 a Líkan fyrir uppeldisaðferðir, χ²(3)=39,4; p<0,001. b Heildarlíkan fyrir uppeldisaðferðir, bakgrunn ungmenna og einkunn í íslensku við lok grunnskóla, χ²(7)=143,2; p<0,001. 1. tafla. Forspá uppeldisaðferða foreldra við 14 ára aldur ungmenna um brotthvarf þeirra frá námi (aðhvarfsgreining hlutfalls), N=545 Brotthvarf frá námi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.