Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 20

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 20
tillit til félags- og efnahagslegrar stöðu foreldra gefi ekki innsýn í mikilvægi annarra fjölskylduþátta, svo sem samskipti foreldra og barna. Í þriðja lagi svipar niðurstöðum okkar til niðurstaðna Gray og Steinberg (1999) um að sterkari tengsl séu á milli viðurkenningar foreldra og stuðnings við brotthvarf frá námi en á milli hegðunarstjórnar foreldra og brotthvarfs. Aftur á móti kom hér ekki fram sú niðurstaða þeirra að þeim ungmennum gangi betur í námi sem upplifa miðlungs hegðunarstjórn foreldra en þeim sem upplifa mikla stjórn. Hugsanlegt er að þennan mun megi rekja til þess að mat Gray og Steinberg á námsgengi byggist á námsárangri en ekki brotthvarfi frá námi eins og hér er gert. Einnig má minna á að eins og Gray og Steinberg (1999) hafa sýnt tengdust uppeldisþættirnir þrír missterkt aðlögun ung- linga eftir því hvaða mælikvarði var notaður á aðlögun. Þannig tengdist hegðunarstjórn sterkar hegðunarvandkvæðum (t.d. árásargirni) en viðurkenning og stuðningur foreldra tengdist sterkar líðan (t.d. depurð, sjálfsáliti) (sjá einnig Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristín L. Garðarsdóttir, 2004a, 2004b). Sömuleiðis getur verið að munur á niðurstöðum liggi í því að þau voru með þversnið í rannsókn sinni en ekki langtímasnið eins og hér var viðhaft. Á óvart kemur að ekki virðist kynjamunur á brotthvarfi frá námi. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að piltar hætti frekar í námi en stúlkur og má þar nefna sem dæmi rannsókn Jóns Torfa Jónassonar og Kristjönu Stellu Blöndal á námsferli ’75 árgangsins (2002). Í þeirri rannsókn byggðist mat á því hverjir höfðu lokið framhaldsskóla á upplýsingum um heilan árgang frá framhaldsskólunum sjálfum og Hagstofunni. Hér er aftur á móti um að ræða spurningakönnun með langtímasniði sem nær yfir tiltölulega langt tímabil (rúm sjö ár) og því náðist ekki aftur í suma þeirra sem tóku þátt í rannsókninni í upphafi. Eins og þegar hefur komið fram voru piltar ólíklegri til að svara við 22 ára aldur en stúlkur og hugsanlega á það sérstaklega við um þá pilta sem horfið hafa frá námi. Slá þarf að minnsta kosti tvo varnagla við niðurstöður okkar um tengsl uppeldisaðferða foreldra og brotthvarfs ungmennanna frá framhaldsskólanámi. Annar er sá að í rann- sókninni er einvörðungu stuðst við mat unglinganna á uppeldisaðferðum í stað þess að fá fram mat foreldra eða mat bæði unglinga og foreldra. Þessari aðferð fylgja þeir ókostir að sjónarmið foreldranna koma ekki fram og því erfitt að ganga úr skugga um að ástandið sem unglingurinn lýsir á heimilinu sé raunverulegt. Niðurstöður rannsókna hafa þó sýnt að mat unglinganna sjálfra á uppeldisaðferðum sé réttmæt aðferð, enda hafi foreldrar tilhneig- ingu til að fegra uppeldisaðferðir sínar (Lamborn o.fl., 1991). Eins er hætt við að þeir foreldrar sem síst sinna uppeldishlutverki sínu svari ekki spurningalistunum, brottfall verði meira og skökk mynd fáist (Sigrún Aðalbjarnardóttir og Leifur G. Hafsteinsson, 2001). Ljóst er þó að niðurstöðum svipar til annarra rannsókna (sjá t.d. Gray og Steinberg, 1999) og eykur það trúverðugleika þessarar rannsóknar. Hinn varnaglinn er að brottfall úr rannsókninni er töluvert og er það fylgifiskur langtímarannsókna (sjá t.d. Chassin, Presson, Sherman og Edwards, 1990). Þar að auki svaraði hluti þeirra ungmenna sem tók þátt ekki öllum spurningum eða þau voru ekki höfð með í úrvinnslu gagna þar sem þau voru enn í framhaldsskóla við 22 ára aldur. Þau ungmenni sem voru líklegri til að taka þátt í öll skiptin höfðu betri félags- og efnahagslega stöðu, höfðu hlotið hærri einkunn á samræmdu prófi og upplifðu meiri viðurkenningu foreldra, stuðning þeirra og hegðunarstjórn. Vegna þessa brottfalls úr rannsókninni þarf að fara varlega í ályktanir um niðurstöður hennar. Þó skal bent á að þær eru í samræmi við fyrri niðurstöður rannsókna á tengslum uppeldisaðferða for- eldra og námsgengis ungmenna (Rumberger o.fl., 1990; Steinberg o.fl., 1992) og styður það niðurstöður okkar. Langtímarannsóknarsniðið er einn af styrk- leikum rannsóknarinnar en það gerir okkur kleift að álykta með meiri vissu sem svo að uppeldisaðferðir foreldra við 14 ára aldur Brotthvarf frá námi20 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.