Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Page 21

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Page 21
ungmenna segi fyrir um hvort þau hafi lokið framhaldsskóla þegar þau eru komin á 22. aldursár. Annar styrkleiki rannsóknarinnar er sá að við tökum tillit til félags- og efnahagslegrar stöðu foreldra þegar við skoðum tengsl á milli uppeldisaðferða foreldra og brotthvarfs ungmennanna frá námi. Skort hefur slíkar rannsóknir (Rosenthal, 1998). Þriðji styrkleiki rannsóknarinnar er sá að við tökum tillit til námsárangurs ungmennanna þegar við skoðum fyrrnefnd tengsl. Á það hefur einnig skort í rannsóknum á þessu sviði (Rumberger, 1995). Með þessu móti er hægt að álykta af meira öryggi sem svo að uppeldisaðferðir foreldra tengist brotthvarfi ungs fólks frá námi. Í stuttu máli benda niðurstöðurnar til þess að uppeldisaðferðir foreldra tengist brotthvarfi ungs fólks frá námi í framhaldsskóla þótt tekið sé tillit til félags- og efnahagslegrar stöðu foreldra, kynferðis ungmennanna og fyrri námsárangurs. Rannsóknin skipar sér þannig á bekk með þeim fjölmörgu rannsóknum sem sýna að uppeldisaðferðir foreldra skipta miklu um ýmsa mikilvæga þætti í aðlögun barna og unglinga, svo sem um námsárangur þeirra, vímuefnaneyslu, depurð, hegðunarvandkvæði, sjálfsálit og samskiptahæfni (t.d. Gray og Steinberg, 1999; Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2005; Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristín L. Garðarsdóttir, 2004a, 2004b; Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristjana Stella Blöndal, 2004; Sigrún Aðalbjarnardóttir og Leifur G. Hafsteinsson, 2001; Steinberg o.fl., 1994). Uppeldisaðferðir foreldra skipta miklu máli og því er mikilvægt að sjá til þess að foreldrar hafi greiðan aðgang að upplýsingum um heppilegar uppeldisaðferðir og fái leiðbeiningar um þær. Þakkir Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Vísinda- sjóður Rannsóknaráðs Íslands veittu Sigrúnu Aðalbjarnardóttur mikilvæga styrki til þessarar rannsóknar sem þakka ber. Ungmennin, sem tóku þátt í rannsókninni, fá sérstakar þakkir. Skólastjórum og skólameisturum, kennurum ungmennanna og foreldrum þeirra eru einnig færðar bestu þakkir. Jafnframt er aðstoðarfólki Sigrúnar, sem tók þátt í gagnasöfnun og tölvuinnslætti gagnanna, þökkuð afar vel unnin störf. Abstract School dropouts and parenting styles: A longitudinal study This study explores how parenting style – as assessed by adolescents at age 14 – is related longitudinally to their having finished secondary school at age 22. The study is part of a larger ongoing longitudinal study on risk- taking behaviour; 545 young people participated in this part of the study. We examined parental involvement, their granting of psychological autonomy and behavioural control in relation to school dropout. We controlled for gender, parental SES and academic achievement on a standardized national test in Icelandic at the end of compulsory schooling (10th grade). The results indicate that parenting styles as evaluated at age 14 predicted school dropout. Those who experienced parental involvement and the granting of psychological autonomy at age 14 were more likely than their peers to have finished upper secondary school at age 22. The third style, behavioural control measured at age 14, did not seem to predict school dropout when the joint contributions of the three parenting styles were explored. These results emerged even after controlling for academic achievement, gender, and parental SES. Heimildir Alexander, K. L., Entwisle, D. R. og Horsey, C. S. (1997). From first grade forward: Early foundations of high school dropout. Sociology of Education, 70(Apríl), 87–107. Battin-Pearson, S., Newcomb, M. D., Abbott, R. D., Hill, K. G., Catalano, R. F. og Hawkins, D. (2000). Predictors of early high school dropout: A test of five theories. Journal of Educational Psychology, 92(3), 568–582. Brotthvarf frá námi 21 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.