Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 28

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 28
28 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 1994; Joyce, Calhoun og Hopkins, 1999; Joyce, Hersh og McKibbin, 1983). Í skrifum þessara fræðimanna er undirstrikað að söfnun upplýsinga og úrvinnsla þeirra sé mikilvægur liður í stjórnun skólans en ekki einangrað fyrirbrigði. Fræðimenn á sviði gæðastjórnunar leggja svipaðar áherslur (sjá t.d. Deming, 1986). Lögð er áhersla á vinnuferli þar sem þarfir eru greindar, aflað er upplýsinga og staðan metin áður en teknar eru ákvarðanir um aðgerðir og útfærslu nýrra hugmynda. Rannsóknir sýna að einn helsti vandinn við stjórnun og þróun stofnana er að koma nýjum hugmyndum í framkvæmd (Fullan, 2001). Þá er það breytingin innra með einstaklingnum sem skiptir meira máli en sú breyting sem verður á sýnilegum vinnuferlum. Í þessu liggur meginvandinn. Til þess að breyting nái fram að ganga telja fræðimenn mikilvægt að starfsfólk hafi sameiginlega sýn á hlutverk stofnunarinnar og jákvæð viðhorf til þróunar. Mat og úrvinnsla upplýsinga er þá liður í heildstæðu ferli við stjórnun og þróun stofnana. Lögð er áhersla á samvinnu við undirbúning og framkvæmd breytinga, aðgengi að upplýsingum og dreifða forystu (Fullan, 2001; Joyce, Calhoun og Hopkins, 1999; Lieberman og Miller, 2004; Stoll og Fink, 1996). Eldri sýn á stofnanir sem vel skilgreinda formgerð með fastmótaðar verklagsreglur hefur því vikið fyrir nýrri viðhorfum þar sem gert er ráð fyrir að stofnanir hafi innbyggðan sveigjanleika og möguleika á að breytast og þróast. Talið er mikilvægt að gefa öllu breytingastarfi rúman tíma því ný sýn og nýjar aðferðir krefjist breyttra viðhorfa sem oft eru lengi að mótast (Fullan, 2001). Af framansögðu má ráða að þær sjálfs- matsaðferðir sem skólar innleiða eru hluti af stjórnun skólans í heild þar sem stjórnunar- hættir eru samstarfsmiðaðir. Mörg formleg skólaþróunarlíkön hafa þessi atriði að leiðar- ljósi. Sama máli gegnir um verklag sem sumir skólar þróa á eigin forsendum, starf- endarannsóknir og gæðastjórnun. Ef litið er á sjálfsmat sem lið í umbótastarfi skóla endurspeglast sú afstaða í stjórnun hans og starfsháttum. Afmörkun Þau viðmið sem stuðst var við í úttekt mennta- málaráðuneytisins á sjálfsmatsaðferðum skóla voru m.a. að matið væri formlegt og kerfisbundið og nýttist skólunum til umbóta.4 Þessi viðmið virðast vera í ágætu samræmi við þá meginhugsun sem að ofan greinir um sjálfsmat. Í úttektum menntamála ráðu- neytisins fóru að jafnaði tveir sérfræðingar í stuttar heimsóknir í hvern skóla. Í lok úttektar voru fylltir út mismunandi spurningalistar eftir stöðu sjálfsmats í hverjum skóla fyrir sig. Söfnun gagna er því talsvert stöðluð og segir ekki mikið um þætti er hafa áhrif á hvernig hefur gengið að innleiða matið. Markmið þeirrar rannsóknar sem hér er greint frá beindist því meira að framkvæmd sjálfsmatsins, þ.e. verklagi skólanna við sjálfsmatið. Reynt var að varpa ljósi á stjórnun sjálfsmatsins, þátttöku starfsfólks og áhrif sjálfsmats á innra starf skólans. Aðferð við söfnun gagna Til að afmarka rannsóknina var ákveðið að heimsækja sex grunnskóla og afla upplýsinga með viðtölum og söfnun skráðra gagna. Skriflegu gögnin voru afmörkuð við skýrslur, starfsreglur, vinnugögn og annað sem tengdist framkvæmd sjálfsmats. Þessi gögn voru fyrst og fremst notuð til undirbúnings viðtalanna. Tekin voru viðtöl við skólastjóra, aðstoðarskólastjóra Stærð skóla – fjöldi nemenda Skólar* 400 eða fleiri Bylgjuskóli, Ölduskóli 200–399 Unnarskóli, Sjafnarskóli 100–199 Hrannarskóli 50–99 Báruskóli 1. tafla. Þátttökuskólar flokkaðir eftir stærð * Nöfn skólanna eru ekki raunveruleg nöfn þeirra. 4 Sjá nánar í bæklingi menntamálaráðuneytisins Sjálfsmat skóla (1997) bls. 9–10. Sjálfsmat í grunnskólum

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.