Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 29

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 29
29 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 og 3–12 kennara í hverjum skóla. Rætt var við skólastjóra einslega og viðtölin tekin upp á segulband. Viðtöl við aðstoðarskólastjóra, millistjórnendur og kennara fóru ýmist fram á lokuðum fundum með hverjum og einum eða í hópviðtölum við 3–5 kennara. Í flestum tilvikum voru viðtölin tekin upp á segulband. Alls voru tekin 24 viðtöl við 57 þátttakendur. Gagnasöfnum fór fram vorið 2005. Skólarnir sex voru valdir með lagskiptu tilviljanaúrtaki úr heildstæðum grunnskólum með 50 nemendur eða fleiri. Sú leið var farin að flokka skóla eftir stærð og velja af handahófi úr hverjum flokki. Flokkarnir voru eftirfarandi: skólar með fleiri en 400 nemendur, 200–399 nemendur, 100–199 nemendur og 50–99 nemendur. Tveir skólar voru valdir úr hvorum fjölmennari flokknum og einn úr hvorum fámennari flokknum. Tilgangurinn með því að lagskipta úrtakinu með þessum hætti var sá að reyna að öðlast sem skýrasta mynd af því hvernig gengið hefði að innleiða aðferðir við sjálfsmatið en líklegt er að stærð skóla geti haft talsverð áhrif á hvernig breytingar á borð við sjálfsmat takast. Þess ber að geta að mun ítarlegri rannsókn þarf til að alhæfa megi um stöðu sjálfsmats í grunnskólum landsins. Þessi rannsókn gefur þó vísbendingar um helstu þætti sem koma við sögu. Útbúinn var listi sem hafður var til hliðsjónar þegar viðtölin voru tekin. Listinn byggðist að mestu leyti á þeim meginspurningum sem rannsóknin leitaðist við að svara. Úrvinnsla fór fram með þeim hætti að skrif- leg gögn, sem safnað var í skólunum, voru höfð til hliðsjónar við viðtölin. Viðtölin voru tekin upp á segulband og afrituð. Þau voru síðan greind og flokkuð á grundvelli þeirra efnisatriða sem þar komu fram. Þessum efnisatriðum var skipað í flokka sem mynduðu þau þemu sem greint er frá í niðurstöðukaflanum þar sem leitað er skýringa á því hvernig skólunum hafði miðað við sjálfsmatið. Í niðurstöðukaflanum er því annars vegar lýst hvernig staðið hefur verið að sjálfsmati í þessum skólum og hins vegar reynt að greina hvaða þættir skýra einkum þann mikla mun sem fram kom. Niðurstöður Hvernig var staðið að verki? Hér á eftir fara stuttar lýsingar á því hvernig staðið hefur verið að verki við að innleiða sjálfsmat í grunnskólunum sex og hvert viðhorf starfsmanna er til þess verkefnis. Rétt er að geta þess að í úttekt menntamála- ráðuneytisins á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla fengu tveir skólanna umsögnina fullnægjandi, þ.e. Hrannarskóli og Bylguskóli. Hinir skólarnir fengu ýmist fullnægjandi að hluta eða ófullnægjandi. Í Sjafnarskóla hefur lítið verið gert til að innleiða sjálfsmat. Sveitarfélagið keypti Skólarýni5 fyrir nokkrum árum og þá var skólinn ákveðinn í að nota hann. Nokkrir kennarar fóru á kynningarfundi árið 2000 um notkun tækisins og í framhaldi af því var könnun lögð fyrir starfsfólk en ekkert var unnið úr henni. Skólastjóri taldi að vinna með Skólarýninn hefði verið „þvælin og flókin“. Í kjölfar kjarasamninga 2001 var stofnaður sjálfsmatshópur innan skólans sem kynnti sér m.a. hvað aðrir skólar voru að gera í þessum efnum en ekkert var frekar aðhafst. Nú hafa skólastjórar í sveitarfélaginu óskað eftir að fá ráðgjöf við sjálfsmat á skólaárinu 2005–2006. Ætlunin er að mynda sjálfsmatshóp í hverjum skóla sem hefur umsjón með verkinu. Að mati skólastjóra eru kennarar ekki óvanir að meta starf sitt, „við erum alltaf í einhvers konar mati á því sem við erum að gera“, en það mat 5 Til eru nokkrar mismunandi útgáfur af sjálfsmatslíkaninu Skólarýni. Það nýjasta er: Benedikt Sigurðarson, 2003, Grunn-Skólarýnir; Sjálfsmatslíkan fyrir grunnskóla, 2. útgáfa B, Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri. Afbrigði af Skólarýninum er KANNI sem byggist á samsettum spurningakönnunum og forriti til rafrænnar svörunar og úrvinnslu. Höfundur spurningalista er Benedikt Sigurðarson en rétthafi forrits er Tölvuþjónusta Halldórs Árnasonar, Akureyri. Sjálfsmat í grunnskólum

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.