Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 32

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 32
32 skólanum á sviði sjálfsmats undanfarin ár og þær breytingar sem gerðar höfðu verið voru að frumkvæði fræðsluyfirvalda. Það sem gert hafði verið í Báruskóla var að mestu skipulagt og hannað af skólastjórnend- um eða unnið í samstarfi við nágrannaskóla. Að mati skólastjóra er ástæða þess að ekki hefur verið meira gert í þessum efnum m.a. sú að skólinn er fáliðaður og talsverðar mannabreytingar hafa átt sér stað í tímans rás. Stjórnendur þurfa að kenna talsvert og skortir því tíma í önnur verkefni. Rætt hefur verið um að afla verkfæra fyrir sjálfsmat en af því hefur ekki orðið, „...við höfum ekki séð þörf á að eyða peningum í þetta“ sagði skólastjórinn. Í hinum skólunum fjórum höfðu skóla- stjórar eða aðstoðarskólastjórar beitt sér af talsverðri festu við framkvæmd sjálfsmatsins. Í einum þeirra, Hrannarskóla, höfðu skólastjóri og aðstoðarskólastjóri forystu um að koma sjálfsmatinu á. Í upphafi var skipaður hópur til að stjórna matinu en hann var aðeins virkur í stuttan tíma. Aðstoðar skóla stjóri var í námi á sviði stjórnunar og mats og var hvatamaður að sjálfsmati en hvarf síðan til annarra starfa. Í þessum skóla voru kennarar vel með á nótunum um tilgang matsins en virtust ekki hafa tekið mikið frumkvæði. Í Unnarskóla var framkvæmd sjálfsmatsins á vegum nefndar sem í sátu skólastjóri og aðstoðarskólastjóri auk nokkurra kennara. Í samráði við nærliggjandi skóla beittu skóla- stjórn endur sér fyrir því að hefjast handa við sjálfsmatið með fulltingi kennara þótt í upphafi gætti þess viðhorfs að verkinu fylgdi vinna sem ekki væri gert ráð fyrir í starfskjörum kennara. Í Bylgjuskóla var skipaður starfshópur til að halda utan um sjálfsmatið með svipuðum hætti og í Unnarskóla en skólastjóri starfaði ekki í hópnum. Í skólanum hefur talsvert verið gert á sviði sjálfsmats en hópur stjórnenda og sérkennara hefur haft veg og vanda af sjálfsmatinu. Skólinn fór frekar seint af stað og þegar úttektin var gerð af menntamálaráðu- neytinu voru „þeir rétt að byrja“. Ástæðu þess að ekki var strax hafist handa við sjálfsmatið telur einn úr hópnum vera að önnur verkefni hafi verið talin brýnni: Þetta var ekki sett í forgang hjá okkur. Í dagsins önn þá eru menn alltaf að í ‘akút’ verkefnum hér og nú þannig að þá verða svona verkefni afgangs. Menn telja þau ekki mikilvæg, það er annað mikilvægara. Hópurinn leggur áherslu á að virkja þurfi kennara og nemendur betur við sjálfsmatið. Ýmis dæmi eru þó um að kennarar hafi lagt kannanir fyrir í sínum bekkjum, unnið úr þeim og skilað niðurstöðum til umsjónarhópsins. Gerð hefur verið tilraun með rýnihópa um stefnu skólans og hefur sú ráðstöfun gefist vel. Í tveimur síðastnefndu skólunum voru nefndirnar virkar við að skipuleggja og fram- kvæma mat á ýmsum þáttum skólastarfsins og bera niðurstöður á borð fyrir kennara. Kennarar voru meðvitaðir um gildi matsins og töldu miklu skipta að niðurstöður væru kynntar fyrir þeim. Í þessum skólum virtist ríkja traust milli hópanna sem héldu utan um matið og hins almenna kennara. Í Ölduskóla var matið að mestu skipulagt af skólastjóra og aðstoðarskólastjóra en kennararnir voru markvisst tengdir úrvinnslu matsins. Skólastjóri segir að innan skólans sé ekki mikið rætt um sjálfsmat sem kerfi heldur einstaka þætti þess. Til er formleg áætlun, bæði til eins árs og til þriggja ára, um þá þætti sem sjálfsmatið á að taka til. Skólastjóri bendir á að kennurum í skólanum sé ljóst að ekki sé verið að „meta kennsluna beint.“ „Það er veikleiki“ segir skólastjóri. „Þetta er eldfimt efni í kennarastarfinu“ sagði einn kennarinn, „... við erum bara ekki komin lengra“. Þeir kennarar sem rætt var við litu á matið sem bráðnauðsynlegan lið í starfsemi skólans og mjög mikilvæga leið til breytinga og umbóta. Skólastjórinn sagðist nota „matið markvisst sem stjórntæki“ við stjórnun og þróun skólans. Af þessu má sjá að talsverður munur er milli skólanna á því hvernig staðið var að fram kvæmd sjálfsmatsins og hvernig skólastjórnendur Sjálfsmat í grunnskólum Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.