Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 33

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 33
33 beittu sér við að virkja kennara til þátttöku. Í sumum skólanna var frumkvæðið lítið sem ekkert. Í öðrum höfðu skólastjórnendur mikið frumkvæði. Þar sem sjálfsmat virðist mest samþætt starfsemi skóla tóku kennarar þátt í meðferð og úrvinnslu þess og þar var lögð áhersla á að sjálfsmatið ætti að beinast meira að beinum athugunum á kennslu. Þekking á sjálfsmati Í öllum þessum sex skólum hafði átt sér stað umræða um sjálfsmat en nokkur munur var á því hvað gert hafði verið til að afla þekkingar á því. Í Báruskóla hafði lítið verið gert í þessum efnum. Skólastjórinn sagðist ekki hafa neina sérþekkingu á sjálfsmati og enginn í röðum kennara hafði kynnt sér það sérstaklega í námi eða með öðrum hætti. Engin námskeið eða fundir um sjálfsmat höfðu verið haldnir fyrir starfsfólk skólans. Í Sjafnarskóla höfðu fræðsluyfirvöld keypt Skólarýni en tilraun til að nota hann hafði misheppnast. Skóla stjórnendur höfðu ekki aflað sér sérþekkingar á sjálfsmati og engin námskeið höfðu verið skipulögð í skólanum utan námskeiðs sem nokkrir kennarar sóttu vegna notkunar á Skólarýni. Í viðræðum við kennara kom fram að þekking þeirra á sjálfsmati væri ekki mikil. Í Hrannarskóla hafði Skólarýnirinn verið keyptur og skipaður starfshópur til að sjá um framkvæmd sjálfsmatsins. Stjórnendur fóru á námskeið í notkun Skólarýnis og skipulögðu fræðslu fundi og námskeið fyrir starfsfólk skólans í kjölfar þess. Innan starfshópsins höfðu sumir lagt stund á framhaldsnám þar sem sjálfsmat var hluti námsins. Í þessum skóla var unnið að þróunarverkefnum sem flestir kennaranna tóku þátt í en þau kröfðust talsverðrar þekkingar og leikni í sjálfsmati. Nokkrar breytingar höfðu orðið á starfsliði skólans þar sem lykilmenn í sjálfsmati höfðu horfið til annarra starfa. Eftir brotthvarf þeirra hefur ekki verið um beina fræðslu innan skólans að ræða. Í Unnarskóla höfðu skólastjórnendur skipu- lagt námskeið fyrir starfsfólk skólans til að afla þekkingar á sjálfsmati. Í lok þess var tekin ákvörðun um hvaða líkan væri heppilegt að nota við sjálfsmatið og varð Skólarýnir fyrir valinu. Skólastjórnendur voru meðvitaðir um kosti og galla þess að nota Skólarýni. Starfendarannsóknir höfðu verið taldar annað vænlegt líkan en ekki eins hagkvæmt í notkun og Skólarýnirinn þar sem úrvinnsla gagna er byggð inn í hugbúnaðinn sem honum fylgir. Flestir sem áttu sæti í sjálfsmatshópnum höfðu framhaldsmenntum í menntastjórnun, sérkennslufræði eða á skyldum sviðum. Í viðræðum við kennarana kom fram að þeir voru vel með á nótunum um gildi mats á skólastarfi og hvernig megi hagnýta það. Í Bylgjuskóla var settur á laggirnar mats- hópur til að skipuleggja og annast sjálfsmatið. Í þeim hópi voru flestir með framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, sérkennslufræða eða á skyldum sviðum. Hluti hópsins fór á námskeið í notkun Skólarýnisins og miðlaði þekkingu sinni til hinna. Í viðræðum við matshópinn kom fram mikil óánægja með Skólarýninn og í ljósi hennar höfðu verið lögð drög að hönnun eigin verkfæris við matið. Þá kom fram að sérkennarar eiga sæti í matshópnum en þeir skoða sérstaklega tilteknar niðurstöður. Í umræðum kom einnig fram að þeim fannst skólinn þurfa meiri aðstoð frá yfirvöldum fræðslumála við að koma sjálfsmati í gagnið. Í viðræðum við kennara kom fram að þeir þekktu vel til sjálfsmatsins í skólanum og sögðust sumir þeirra sjá um hluta þess í sínum bekkjum. Í Ölduskóla höfðu skólastjórnendur fram- haldsmenntun í stjórnun og sáu þeir um skipulag og stjórnun sjálfsmatsins. Stjórnendur höfðu farið á námskeið í notkun Skólarýnisins og auk þess höfðu þeir fengið sérfræðinga í matsfræðum til að halda erindi fyrir starfsfólk skólans. Engin sérstök námskeið höfðu verið skipulögð í þessu sambandi og sagði skólastjórinn: „við ákváðum að taka okkur tíma í þetta mál“. Kennarar hafa sótt margvíslega fræðslufundi, m.a. um sjálfsmat, sem hafa nýst þeim. Þá gat skólastjórinn þess að skólinn hefði notið góðs af því hve margir hefðu verið í framhaldsnámi í Kennaraháskóla Íslands Sjálfsmat í grunnskólum Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.