Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Qupperneq 43

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Qupperneq 43
43 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 líklega seint nýtast vel til að meta umsóknir eldra fólks sem gert hefur hlé á námi sínu og verið á vinnumarkaðnum, þar sem þetta fólk þyrfti þá að undirbúa sig sérstaklega með því að rifja upp námsefni framhaldsskólans. Loks má nefna þann megingalla á samræmdu stúdentsprófi sem tæki til að velja inn í háskóla að það byggist á sama námsefni og þær stúdentsprófseinkunnir sem venjulega liggja fyrir, og því er hætt við að einkunn úr samræmdu stúdentsprófi bæti litlu við forspána. Með sífellt aukinni ásókn í háskólanám hér á landi er ekki ólíklegt að æ fleiri háskóladeildir kjósi að velja úr umsækjendum um skólavist strax áður en fyrsta misserið hefst. Mismun- andi bakgrunnur einstaklinga og fjölbreytileg stúdentspróf geta þó gert slíkt val erfitt og í einhverjum tilfellum gætu núverandi aðferðir orkað tvímælis. Fyrr eða síðar mun væntanlega koma fram sú krafa að háskólar leggi fram gögn sem sýni fram á forspárréttmæti þeirra aðferða sem þeir nota, þ.e. sýni fram á fylgni forspárþátta við frammistöðu í skólanum, m.a. til að réttlæta að sumum sé hafnað á grundvelli þeirra. Eðlilegt er að háskólarnir búi sig undir slíkar kröfur með því að safna gögnum um núverandi forspárþætti og skoða jafnframt möguleikann á notkun fleiri forspárþátta. Inntökuviðmið í öðrum löndum Snemma á 20. öld tóku bandarískir háskólar sig saman um að nota inntökupróf til að velja inn í háskólanám þá stúdenta sem líklegastir væru til að standa sig í náminu. Flest þessi próf eru þróuð og lögð fyrir af sjálfstæðum fyrirtækjum á borð við Educational Testing Service, Graduate Management Admission Council og Collegeboard. Prófin og forspár- gildi þeirra hafa verið rannsökuð í þaula samkvæmt þarlendum viðmiðum um staðfest- ingu á áreiðanleika og réttmæti (Society for Industrial and Organizational Psychology, 2003; American Educational Research Association og American Educational Association, 1999). SAT- og ACT-prófin eru kannski þekktust þessara prófa, en þau eru notuð við inntöku í grunnháskólanám (Educational Testing Service, e.d.; ACT, e.d.). Önnur próf, svo sem Graduate Management Aptitude Test (GMAT) og Graduate Record Examination (GRE), eru notuð fyrir framhaldsháskólanám. Innihald þessara prófa er keimlíkt og er þar yfirleitt að finna mælingu á málfærni, orðaforða, lesskilningi og ritfærni annars vegar, og talnaleikni, stærðfræðilegri rökhugsun og vandamálalausn hins vegar. Þá er í sumum tilfellum boðið upp á þekkingarpróf á ákveðnum fagsviðum. Öll þessi inntökupróf byggjast að verulegu leyti á námsefni fyrri skólastiga, en meta samt að einhverju leyti hugræna getu (e. cognitive ability), þ.e.a.s. námsgetu sem er óháð fyrra námi. Rannsóknir sýna að bandarísku inntöku- prófin veita mjög góða forspá um árangur fólks í háskólanámi og að þau bæta einhverju við þá forspá sem fæst með einkunnum úr fyrra námi (Camara og Echternacht, 2000; Bridgeman, Pollack og Burton, 2004; Kuncel, Hezlett og Ones, 2001; Noble og Sawyer, 2002). Sem dæmi má nefna tölur frá Kaliforníuháskóla (e.d.) sem sýna að einkunnir í framhaldsskóla skýra 12–17% af dreifingu einkunna á fyrsta ári í háskóla, en ef SAT I prófinu er bætt við fer skýringin upp í 18–22%. Tölur frá prófaútgefandanum Collegeboard sýna 15% skýringu þegar einkunnir eru notaðar einar og sér, en 23% þegar SAT er bætt við (Camara og Echternacht, 2000). Inntökupróf hafa vissulega verið gagnrýnd (t.d. FairTest, e.d.). Fullyrt hefur verið að hægt sé að „kenna á“ prófin, að eldri stúdentar séu ekki rétt metnir með prófunum og að við- bótarforspá þeirra umfram fyrri einkunnir sé ekki nógu mikil til að réttlæta fyrirhöfnina. Sumir bandarískir háskólar hafa í kjölfar gagnrýninnar kosið að minnka vægi prófa í inntökuferlinu eða gera þau valkvæð, þótt þeir séu líklega innan við 10% (Milewski og Camara, 2002). Inntökupróf eru ekki eins algeng í evrópskum háskólum, en þó er það mismunandi eftir Gildi stúdentsprófseinkunnar og hugrænnar getu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.