Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Qupperneq 47

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Qupperneq 47
47 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 var leiðrétt fyrir þætti svo sem takmarkaða dreifingu eða óáreiðanleika í mælingum (Kuncel o.fl., 2001). Niðurstöður 1. tafla sýnir lýsandi tölfræði um helstu breytur sem notaðar eru í rannsókninni. Fremur lítil dreifing er á bæði stúdentsprófseinkunnum og einkunnum í háskóla, enda um að ræða valinn hóp sem tekinn er inn í námið. Dreifingin á mælingunni á hugrænni getu er hins vegar nokkuð meiri. Í 2. töflu má sjá fylgnina á milli þeirra þriggja mæliþátta sem notaðir voru. Í ljós kemur að mæling á hugrænni getu (WPT) veitir góða og vel marktæka forspá um árangur í háskólanáminu (sjá einnig 1. mynd) og sama má segja um einkunn á stúdentsprófi, þótt sú fylgni sé nokkuð lægri. Hins vegar er ekki marktæk fylgni á milli mælingar á hugrænni getu og stúdentsprófseinkunnar (r=0,16), sem bendir til þess að þessar tvær mælingar meti ólíka þætti. Þegar nemendur í tölvunarfræði voru skoðaðir sérstaklega kemur í ljós að fylgni milli mælingar á hugrænni getu og einkunna í háskólanámi er mun sterkari og marktæk (r=0,62, p<0,01) þrátt fyrir að einungis 16 nemendur séu í hópnum. Í 3. töflu má sjá niðurstöður úr tveggja þrepa aðhvarfsgreiningu. Í fyrra þrepi var einungis stúdentsprófseinkunn notuð, en í síðara þrepinu var niðurstöðu mælingar á hugrænni getu bætt við. Samanburðurinn sýnir hvaða gildi mæling á hugrænni getu gæti haft ef hún væri tekin upp sem viðbótarviðmið við val á nemendum. Stúdentsprófseinkunn ein og sér skýrir tölfræðilega 9% af dreifingunni í háskóla- einkunnum, og er sú forspá marktæk (Beta=0,29; p<0,01). Ef mælingu á hugrænni getu (WPT) er bætt við forspárlíkanið fer fjölbreytufylgnin (R) upp í 0,43. Þannig geta báðar forspárbreyturnar saman skýrt um 18% af dreifingunni í háskólaeinkunnum, og er skýringin marktæk (F (2,78)=8,8; p<0,001). Tölfræðileg viðbótarskýring fyrir hugræna getu telst því vera 9%. Stúdentsprófseinkunn og mæling á hugrænni getu hafa hvor um sig marktæka forspá um einkunnir í háskóla (Beta stúd=0,24; p<0,05 og Beta WPT=0,32; p<0,01). Umræða Niðurstöður þessarar athugunar sýna að örstutt próf sem mælir almenna hugræna getu hefur hærra forspárgildi fyrir einkunnir í háskóla en stúdentsprófseinkunn. Hluti skýringarinnar getur verið fólginn í því að þátttakendur í rannsókninni voru nemendur sem höfðu verið valdir inn í námið út frá stúdentsprófseinkunn og dreifing á þeirri breytu því takmörkuð. Það sem er þó athyglisverðara í niðurstöðunum er það að tengslin milli þessara tveggja forspárþátta innbyrðis eru það lítil að hægt er að bæta verulega forspá um árangur með því að nota bæði stúdentsprófseinkunn og almenna hugræna getu við val á nemendum inn í háskóla. Niðurstöður eru í samræmi við fyrri rann- sóknir á tengslum stúdentsprófseinkunnar við gengi í íslenskum háskólum (Guðmundur B. Arnkelsson og Friðrik H. Jónsson, 1992) og einnig í samræmi við erlendar rannsóknir þar sem forspárgildi einkunna í framhaldsskóla er borið saman við forspárgildi inntökuprófa (sjá tölur í inngangi). Þau tengsl sem hér komu fram milli mælingar á hugrænni getu og einkunna í háskóla eru ótrúlega sterk ef haft er í huga að þátttakendur höfðu einungis 12 mínútur til að ljúka getuprófinu sem hér var notað, á meðan flest inntökupróf taka nokkrar klukkustundir (Educational Testing Service, e.d.; ACT, e.d.). Þá er einnig athyglisvert að viðbótarskýringin með hugrænni getu hér (9%) er ívið hærri en SAT-prófið gefur (8%) samkvæmt tölum Collegeboard sem ná til yfir 46.000 nemenda (Camara og Echternacht, 2000). Ástæðan gæti verið sú að SAT er nokkuð bundið við náms- efni framhaldsskólans og mælir því efnislega það sama og fyrri einkunnir, en sú mæling á hugrænni getu sem hér var notuð er ekki eins tengd námsefni skóla og getur því bætt meiru við. Meðal annmarka á þessari rannsókn má Gildi stúdentsprófseinkunnar og hugrænnar getu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.