Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Qupperneq 48

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Qupperneq 48
48 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 nefna að úrtakið er lítið, og því er öryggi niðurstaðnanna ekki eins mikið og æskilegt væri. Smæð úrtaksins takmarkar líka mjög ályktanir sem hægt er að draga varðandi einstaka undirhópa í úrtakinu. Sem dæmi má nefna þá sex einstaklinga sem hættu námi án þess að ljúka a.m.k. 60 einingum. Niðurstöður þess hóps reyndust vera í öfuga átt við meginstefnu úrtaksins, þar sem fylgnin á milli lykilbreytanna var sterkt neikvæð eða engin, og einnig var þessi hópur með heldur lægri einkunnir í háskóla og lægri einkunnir í hugrænni getu. Ekki er hægt að álykta af núverandi gögnum hvort þetta er tilviljun eða niðurstaða sem á við um brottfallshópinn. Loks er það takmarkandi fyrir túlkun þessara niðurstaðna að þær ná einungis til tveggja háskólagreina í einum háskóla. Vel er hugsanlegt að forspárgildi þeirra þátta sem hér eru skoðaðir sé mismunandi milli fræðasviða og jafnvel skóla, sbr. niðurstöður Guðmundar B. Arnkelssonar og Friðriks H. Jónssonar (1992) sem áður eru nefndar. Frekari rannsókna er þörf til að kanna forspárgildi mælinga á hugrænni getu fyrir árangur í háskólum hér á landi, og þyrftu þær að byggjast á mun stærra úrtaki. Athuga þarf hvort niðurstöðurnar eru þær sömu á öðrum fræðasviðum, t.d. læknisfræði og hugvísindagreinum, og hvort niðurstöðurnar eru þær sömu í öðrum háskólum. Enn fremur hvort forspárbreyturnar spá misvel fyrir um árangur eftir námsgreinum (t.d. ef bornar eru saman „harðar“ og „mjúkar“ greinar), og hvort þær spá misvel eftir stöðu í námi (t.d. á fyrsta ári saman borið við lokaár). Í frekari rannsóknum mætti einnig athuga hvort hærra forspárgildi næst ef einungis er miðað við einkunnir á stúdentsprófi í tilteknum greinum, til dæmis stærðfræði og íslensku eða öðrum greinum sem almennt teljast reyna mikið á nemendur. Þá þarf að skoða hvaða áhrif fjöldi eininga í tilteknum námsgreinum hefur. Í rannsókn Guðmundar B. Arnkelssonar og Friðriks H. Jónssonar sem áður er nefnd (1992) kom fram vísbending um að framhaldsskóli og braut hefðu sjálfstæð áhrif á einkunnir í háskóla, a.m.k. í vissum deildum, og býður sú niðurstaða upp á frekari athuganir á gildi stúdentsprófsins sem forspárbreytu. Loks mætti með stærra úrtaki kanna bakgrunnsþætti stúdenta, svo sem kyn og aldur, og athuga áhrif þeirra á forspána. Í þeim háskólum þar sem þættir aðrir en stúdentsprófseinkunn eru notaðir til að velja inn nemendur er nauðsynlegt að gera rannsóknir á forspárgildi þeirra þátta. Umsækjendur eiga í raun heimtingu á því að inntökuviðmiðin séu studd einhverjum gögnum. Slíkar rann- sóknir eru vissulega nokkuð flóknar í þeim tilvikum þar sem viðmiðin eru mjög huglæg (t.d. markmiðsyfirlýsing nemandans eða frammistaða í viðtali) en einfaldari varðandi aðra þætti (t.d. starfreynsla eða aldur). Hvers vegna inntökupróf í íslenska háskóla? Ef frekari athuganir benda til þess að próf sem mælir hugræna getu spái fyrir um frammistöðu í öðrum fræðigreinum og öðrum háskólum, umfram það sem stúdentsprófið gefur væri ef til vill skynsamlegt fyrir íslenska háskóla að beita sér fyrir því að þróað væri sameiginlegt inntökupróf, til dæmis með SAT- eða ACT- prófin sem fyrirmynd. Í okkar litla samfélagi væri þetta þó ekki gerlegt nema allir skólarnir stæðu saman að því að þróa og halda við spurningabanka sem stæðist fyllstu kröfur og að gera þær rannsóknir sem nauðsynlegar eru til að sýna fram á forspárgildi inntökuprófsins fyrir árangur í náminu. Kostnaður við notkun slíks prófs gæti skipst á milli háskólanna annars vegar og nemenda hins vegar. Slík samvinna hlýtur að vera skynsamlegri en að hver deild semji sín eigin inntökupróf, sbr. dæmið um læknadeild HÍ. Ávinningurinn af því að nota sameiginlegt inntökupróf við íslenska háskóla gæti verið margvíslegur. Í fyrsta lagi má benda á sanngirnisrök, en inntökuviðmið önnur en stúdentspróf væru sanngjarnari gagnvart umsækjendum sem telja að einkunnir á stúdentsprófi endurspegli ekki raunverulega Gildi stúdentsprófseinkunnar og hugrænnar getu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.