Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Qupperneq 54

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Qupperneq 54
54 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 hefur verið mótandi í leikskólamálum á Íslandi. Þróunarsálfræðikenningar hvers tíma settu einkum svip sinn á námið, auk vettvangsnáms og hagnýtra viðfangsefna. Leitað var í smiðju nágrannaþjóðanna, einkum til Svíþjóðar og Bandaríkjanna, við þróun og uppbyggingu námsins (Jóhanna Einarsdóttir, 2004a; Valborg Sigurðardóttir, 1998). Á síðastliðnum tveimur áratugum hafa orðið gífurlegar breytingar bæði á námi leikskólakennara og á starfsvettvanginum. Dagvistarheimili hafa breyst í leikskóla (Lög um leikskóla nr. 48/1991), fóstrur kallast nú leikskólakennarar og hlutverk leikskólans er ekki lengur að vera skjól og athvarf fyrir börn fátækra foreldra, heldur fyrsta skólastigið (Lög um leikskóla nr. 78/1994). Menntunin hefur færst á háskólastig og miklar breytingar hafa orðið á fræðasviði leikskólakennara. Nýlegar rannsóknir í íslenskum leikskólum benda til þess að leikskólakennarar standi á krossgötum og séu íhugandi um hlutverk sitt og leikskólans, velti fyrir sér því sem var – gömlum gildum – og nýjum straumum, og hugleiði hvaða stefnu best sé að taka (Jóhanna Einarsdóttir, 2003). Í þeim tilgangi að afla nánari upplýsinga um viðhorf leikskólakennara til eigin starfs og starfsaðferða leikskólans voru tekin viðtöl við leikskólastjóra, en ætla má að þeir séu leiðandi í faglegri umræðu um leikskólastarf og hlutverk leikskólakennara. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvernig íslenskir leikskólastjórar tala um hlutverk og markmið leikskólans og greina hugmyndir þeirra um nám og kennslu í leikskóla á tímum mikilla breytinga á starfsvettvangi þeirra. Kennsla - umönnun Af framansögðu er ljóst að umönnun hefur verið í öndvegi í íslenskum leikskólum frá upphafi vega. Hugtakið kennsla er hins vegar tiltölulega nýtt í íslenskri umræðu um leikskólastarf. Nýleg rannsókn meðal íslenskra leikskólakennara leiddi í ljós að mörgum þeirra er ekki tamt að nota hugtakið kennsla og virðast tengja það beinni kennslu í grunnskólum. Sumir þeirra töldu þörf á að endurskilgreina kennsluhugtakið og líta á það í víðari merkingu. Þeir voru almennt sammála um að kennsla og umönnun væri samtvinnuð og sumir létu í ljósi þá skoðun að umönnun, virðing og væntumþykja þyrftu að koma fyrst, því ef börnum liði ekki vel í leikskólanum lærðu þau ekki neitt (Jóhanna Einarsdóttir, 2003). Þessar niðurstöður eru sambærilegar rannsóknum á hinum Norðurlöndunum (Broström, 2003; Niikko, 2001). Danskir „pedagogar“ forðast t.d. að tala um kennslu í leikskólum og neita að láta kalla sig kennara. Starfshættir þeirra einkennast af áherslu á umönnun, tengsl, samskipti, leik og val barnanna fremur en inntakið í náminu (Broström, 2003). Í enskumælandi löndum eru hins vegar hugtökin kennsla og menntun (education, teaching) notuð í leikskólum sem og annars staðar í skólakerfinu. Að einhverju leyti má rekja þennan mun til tungumálsins en einnig til hugmyndafræðilegs munar milli leikskóla á Norðurlöndunum og í hinum enskumælandi heimi. Í þessari rannsókn er ætlunin að fá ítarlegri mynd af þeim viðhorfum til umönnunar og kennslu sem greina má í orðræðu íslenskra leikskólakennara. Á undanförnum árum hafa fræðimenn töluvert velt vöngum yfir hugtökunum um- önnun og kennsla í leikskólum, hvað þau eigi sameiginlegt, hvað skilji þau að og hvort og hvernig megi samtvinna umönnun og kennslu í vinnu með leikskólabörnum og yngstu grunnskólabörnunum. Hugtakið „educare“ hefur verið notað í enskumælandi löndum og er með því gerð tilraun til að tengja kennslu og umönnun. Lögð er áhersla á þátt samskipta og félagslegra tengsla í námi barna og litið svo á að ung börn læri best í umhverfi þar sem líkamlegum og tilfinningalegum þörfum þeirra er mætt (Smith, 1996). Í nýlegri skýrslu OECD um kennslu ungra barna er litið svo á að hugtökin umönnun (care) og kennsla (education) séu óaðskiljanleg og leikskólastarf þurfi að hafa þau bæði að leiðarljósi (Bennett, 2003; OECD, 2001). Aðrir fræðimenn hafa lagt til að umönnunar- hugtakið verði áfram notað í leikskólum og Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.