Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 65

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 65
65 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 tjáð eigin tilfinningar og að það skilji eigin hugsun og annarra svo og eigin persónulega eiginleika voru mjög sjaldgæfar. Bæði Katz og Chard (Katz, 1995; Katz og Chard; 1989) og Bertram og Pascal (2002a, 2002b) leggja áherslu á mikilvægi þess að viðurkenna og vinna með tilfinningar í leikskólum. Bertram og Pascal telja að eitt mikilvægt einkenni árangursríks námsmanns sé tilfinningalegt jafnvægi, þ.e. jákvæð sjálfsmynd og hæfni til að tjá eigin tilfinningar. Katz og Chard tala um tilfinningamarkmið og að stefna beri að sjálfsmati barnsins og sjálfstrausti. Viðmælendur nefndu oft mikilvægi þess að börnin lærðu að hlusta á sjónarmið annarra, en fáir nefndu mikilvægi þess að geta miðlað eigin skoðunum. Niðurstöðurnar vekja einnig spurningar um notkun á hugtökunum umönnun og kennsla í orðræðu um leikskóla og leikskólastarf. Leikskólastjórarnir sem rætt var við virtust einkum nota hugtakið kennsla um skipulagt starf í leikskólanum og fátítt var að talað væri um umönnun. Bendir þetta til þess að umönnun sem frá upphafi hefur verið eitt aðaleinkenni íslenskra leikskóla sé á undanhaldi eða er skýringin sú að leikskólastjórarnir forðist að nota hugtakið? Á undanförnum árum hefur farið fram endurskilgreining á hugtakinu umönnun. Stig Broström (2003) flokkar umönnun í leikskólum í þrennt. Í fyrsta lagi umönnun sem beinist að grundvallarþörfum barnsins fyrir t.d. öryggi og tengsl. Í öðru lagi umönnun sem beinist að uppeldi og felur í sér stuðning við barnið í sambandi við samskipti, gildi og reglur og í þriðja lagi í umönnun sem beinist að því að kennarinn styðji við barnið við öflun þekkingar og færni. Ef niðurstöður eru skoðaðar í ljósi þessarar flokkunar kemur í ljós að viðmælendur nefna mun oftar þætti sem falla undir uppeldi og kennslu en umönnun sem beinist að grundvallarþörfum barnsins fyrir öryggi og tengsl. Þannig nefndu margir viðmælenda mikilvægi þess að börn læri reglur og fari eftir þeim og einnig voru námssvið og ýmsir færniþættir nefndir. Hins vegar voru sjaldan nefndir þættir sem tengjast þörfum barnsins, líkamlegum eða tilfinningalegum. Þetta eru þó þættir sem leikskólanum ber lögum samkvæmt að hlúa að og hafa frá upphafi leikskólastarfs verið meginþungi í íslensku leikskólastarfi. Ef til vill fannst viðmælendum í þessari rannsókn svo sjálfsagt að þessum þáttum sé sinnt í leikskólanum að ekki þurfi að minnast á þá. Af þessum niðurstöðum að dæma er nokkuð óljóst hvaða hugtakanotkun verður ofan á í íslenskum leikskólum. Hvort leikskólakennarar muni áfram nota umönnunarhugtakið og víkka þá út merkingu þess. Hvort þeir muni leita í smiðju grunnskólans og taka upp kennsluhugtakið, eða hvort hér á landi verði gerð tilraun til að tengja þessi hugtök eins og gert hefur verið með hugtakinu „educare“ í enskumælandi löndum. Í niðurstöðum rannsóknarinnar má greina viðhorf íslenskra leikskólastjóra þegar þeir tala um hlutverk og markmið leikskólans. Orðræða þeirra endurspeglar áherslur í aðalnámskrá leikskóla, þó svo að ekki hafi allir þættir sama vægi, eins og hér hefur komið fram. Leiða má líkum að því að leikskólastjórarnir velji og hafni og nýti það úr aðalnámskránni sem hentar hugmyndum þeirra og sannfæringu eins og komið hefur fram í öðrum rannsóknum (Jóhanna Einarsdóttir, 2004b). Leikskólastjórarnir setja á oddinn marga áhersluþætti aðalnámskrárinnar, svo sem félagslega þætti og óformlegt nám í gegnum leik og skapandi starf. Hins vegar kemur á óvart að mikilvægir þættir leikskólastarfs, eins og líkamleg og tilfinningaleg umönnun og vinna með tilfinningar, voru sjaldan nefndir. Þörf er á frekari rannsóknum þar sem kafað væri dýpra í viðhorf og sannfæringu leikskólakennara, með það að leiðarljósi að átta sig betur á hvort þeir þættir sem ekki eru nefndir í viðtölunum séu ekki til staðar, ekki í tísku að tala um þá, eða að þetta séu svo ríkir þættir í starfinu og duldri námskrá leikskólans að þeir séu ekki nefndir. Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.