Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 115

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 115
115 Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir Ég meina, þegar ég byrjaði þá var ég með svona sítt aflitað hár sko, bara svona alger pæja sko. Og þarna og ég man að, maður var svo- lítið svona (hlær) út úr kú [...] svo litaði maður á sér hárið.[...] Maður er auðvitað vanur að vera alltaf í sama litla hópnum og svo breyttist svona klæðaburðurinn og allt þetta. Einn viðmælandi lýsti viðbrögðum sínum þegar hún hóf nám við aðra braut eftir raungreinanám. Í raungreinanáminu hafði hún verið vön að hafa sig ekki til og mála sig ekki, þegar hún svo mætti í fyrstu tím- ana brá henni að sjá kvenkynsnemendur málaða og í háhæluðum skóm „maður var orðinn svo vanur því að það væri sko ekki málið“. Viðmælendur sem ekki samsöm- uðu sig menningunni á sama hátt upplifðu þetta á annan máta, ekki eins opið og um- burðarlynt. Ég held að það sé líka svolítið svona fordómar í þessu, þú veist, ég veit ekki,[...] kannski, dett- ur þeim ekkert í hug skilurðu að þeir geti nýtt einhverja hjálp frá mér eða eitthvað skilurðu, kannski ég lít ekki þannig út þú veist [...] svo kannski einhver gaur sem er rosa nördalegur, þú veist, ég held að almennt þá myndi fólk taka miklu meira mark á honum heldur en mér skilurðu. Andrúmsloftið innan bekkjanna rúmar því illa kvenlegar konur eða kvenleika „eða þú veist maður getur ekki verið stelpuleg ein- hvern veginn […] það er ekki þannig and- rúmsloft“. Viðmælendur lýstu því margar með einum eða öðrum hætti að andstæða ríkjandi menningar væri kvennakúltúr. Jafnframt voru margar neikvæðar í garð „leiðinlegs“ kvennakúltúrs og töldu hann tengjast auknu baktali og leiða af sér hópa- myndun. Í slíkri menningu gætu ekki allir verið með. Ég hef aldrei upplifað rifrildi eða neitt svo- leiðis þú veist, það er náttúrulega, ég veit það ekki, það er náttúrulega stundum er einhver pirraður út í einhvern en það er, ég veit það ekki. Kannski væri það meira ef það væri allt fullt af stelpum (smáhlær). Jafnrétti: „Þetta er allt að koma“ Frásagnir viðmælenda endurspegla það viðhorf að kynjamisrétti tilheyri fortíðinni. Það hafi verið við lýði en sé liðin tíð eða að minnsta kosti alveg að hverfa. En ég myndi samt segja að eins og staðan er núna, þá held ég að þetta sé allt að koma, þetta er ekki eins og einu sinni, hvernig var að vera kona í verkfræði, þú veist. Þær voru kannski bara ein eða tvær. Viðmælendur leggja áherslu á að nú séu breyttir tímar, misrétti og fordómar séu liðin tíð. Í samfélagi þar sem allir eru jafnir er það undir hverjum og einum komið hvort hann/hún verður fyrir fordómum. Þetta er í samræmi við orðræðu einstak- lingshyggju sem varpar ábyrgð á misrétti á herðar þeim sem verða fyrir því (Baker 2008, 2010). Félagslegar skýringar verða að engu og allt er rakið til persónulegra þátta. Þetta er áberandi meðal flestra við- mælenda og fyrir vikið virðast fordómar og misrétti vera huglægt mat fremur en félagsleg staðreynd. Viðmælendur undir- strika flestar sjálfsstyrk og áræðni á sama máta. Það felst styrkur og þor í að leiða hjá sér leiðinlega kennara sem mismuna nemendum: Eða ég er líka bara svona týpan sem, ég er svona stundum þrjósk eða svona og ef mér finnst fólk vera leiðinlegt, þá er það bara leið- inlegt og ég reyni að svona, út af því að það er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.