Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 12
12
aratriða og atburða – slíkt hefur verið stundað í frásögnum frá aldaöðli –
heldur rof í samhengi þeirra skírskotana, því samsetta merkingarmynstri,
sem frásagnir byggjast á og lesendur taka þátt í að skapa (og slíkt merk-
ingarmynstur liggur að ýmsu leyti einnig ljóðlist til grundvallar, þótt hún
þurfi ekki að byggjast á ljósri frásögn). Um þetta mega Auerbach og ýmsir
nýrýnendur líklega teljast sammála en hinsvegar ber mikið í milli í skilningi
þeirra og túlkun á þessari frásagnarkreppu – þarna er þversögn sem birtist
með ýmsum hætti í módernismafræðum. Samkvæmt Auerbach er mód-
ernisminn nátengdur sögulegum umbrotum nútímans, ekki síst í Evrópu,
en frá sjónarhóli nýrýninnar virðist mega skoða módernismann sem fag-
urfræði er snýr baki í heiminn og hampar sjálfstæði listaverksins, eins og
sumum þykir hvað best tjáð í frægum ljóðlínum Archibalds MacLeish, „a
poem should not mean / but be“ (ljóð á ekki að merkja / heldur vera), sem
Steinn Steinarr henti á lofti og gerði að einkunnarorðum Tímans og vatns-
ins 1948. Slíkt ljóð nálgast líklega þau nútímamálverk sem listgagnrýnand-
inn Clement Greenberg setti fram áhrifamiklar hugmyndir um; verk sem
eru án hlutbundinna skírskotana og lúta fyrsta og fremst að eðli miðilsins
sjálfs: að formi, litum, línum og flötum.9 Hvernig má skoða þau sem við-
bragð við „óstöðugri hugmyndafræði og lífsháttum“? Ef litið er svo á að
þau hafni því hefðbundna hlutverki sem felst í að birta eftirlíkingu af veru-
leikanum, þá verður túlkunarhlutverk viðtakandans sérlega mikilvægt.
Þarna er ákveðinn frásagnarhnútur í fræðunum, hvort sem litið er til
sögulegra tengsla listar og samfélags eða til spurninga um það hverskonar
sögu við getum sagt af módernismanum. Og hvernig tökum við mið af
bókmenntaverkum og öðrum listaverkum í þeirri sögu – hvernig staðfest-
um við að tiltekin skáldverk séu módernísk? Sú sýn mótast öðrum þræði
af umræðunni – af því sem aðrir hafa skrifað um verkin og af því hvernig
þau hafa verið staðsett í sögunni – en einnig af vettvangi sjálfs hugtaksins,
þar sem oft er tekist á um merkingu þess: hvað á hver og einn við þegar
hann notar hugtakið „módernismi“? Sá sem reynir að átta sig á þessum
vettvangi þarf því að skoða fuglaskoðendurna en ekki einungis fuglana,
svo vísað sé í prósaljóðið „Rannsókn“ eftir Stefán Hörð Grímsson, eitt af
lykilskáldum módernismans á Íslandi. „Fuglaskoðendur eiga heiður skil-
inn fyrir að flokka sig í stopulum frístundum og ferðast í hópum vítt um
lönd til að sinna þessu áhugamáli sínu.“ Þessi hópur áhugamanna „flokkar
9 Clement Greenberg, „Modernist Painting“, The New Art: A Critical Anthology,
ritstj. Gregory Battock, New York: E.P. Dutton, 1966, bls. 100–110.
ÁstRÁðuR EystEinsson