Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 30
30
hámæli. „Módernismi“ var teikn um liðna tíð. Árið 1987 komu út tvær
skáldsögur sem mér hafa alltaf þótt eiga sitthvað sameiginlegt, þótt þær
komi hvor úr sínum heimi, íslenskum og bandarískum: Hringsól eftir
Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og Beloved (Ástkær) eftir Toni Morrison. Hefði
ég á þeim tíma tjáð mig um það vestra, að þetta væru mikilvæg módern-
ísk verk, hefði sumum þótt það sýna hneykslanlega vanþekkingu á hinum
bókmenntasögulega tímabilakvarða, en aðrir hefðu slakað á og spurt: Eru
þetta ekki bara póstmódernískir textar? Svar mitt þá hefði ekki verið langt
frá viðhorfi mínu á skrifandi stundu: Þessar sögur kunna að vera póstmód-
ernískar í einhverjum skilningi en þær eru líka módernískar. Söguleg bak-
svið þeirra eru ólík en þær deila módernískri arfleifð hinnar brotakenndu
frásagnar (sú arfleifð sækir svo auðvitað í eldri hefðir þar sem „brotið“ á
sinn stað sem textategund). Þetta frásagnarsnið bókstaflega rafmagnast í
þessum verkum þegar það mætir þungbærum reynslusögum kvenna og
mæðra á mörkum kúgunar og sjálfstæðis.
Þótt póstmódernismi sé vítt hugtak sem meðal annars bauð velkomna
alla þá sem töldust koma síðbúnir með módernísku sniði – eða kannski
vegna þess að póstmódernismi var gagnlegri sem hugtak um menningar-
ástand en bókmenntasögu41 – færðist nýtt líf í módernismaumræðuna á
tíunda áratugnum. Eftir sem áður töldu þó margir brýnt að halda mód-
ernismanum að mestu innan fyrrgetinna tímamarka. Árið 1995 kom út
mikilvæg bók eftir Peter Nicholls, Modernisms: A Literary Guide, með
fleirtölumynd orðsins („módernismar“), rétt eins og hjá Kermode ald-
arfjórðungi fyrr, og þessi fleirtölumynd hugtaksins hefur verið vinsæl síð-
ustu árin, a.m.k. á ensku. Með henni er breidd módernismans undirstrik-
uð og Nicholls birtir af honum fjölþætta mynd. Framúrstefnuhóparnir fá
hlutfallslega mikið vægi hjá honum en landfræðilega sviðið takmarkast
við Evrópu og Bandaríkin, eins og hjá Bradbury og McFarlane, og hann
heldur sig einnig að mestu innan hins viðtekna tímabils. Að vísu vill hann
hleypa módernismanum svolítið út yfir 1930-mörkin, en vart lengra en til
ársins 1936. Það ár kom út skáldsaga Faulkners, Absalom, Absalom!, sem
er „síðmódernískt“ („late modernist“) verk, en sama ár birtist skáldsagan
Nightwood eftir Djunu Barnes sem „virðist standa utan „módernisma““, að
41 Með þessu er auðvitað ekki sagt að bókmenntir séu ekki hluti af menningarsögu og
menningarlífi. Um póstmódernisma skrifaði ég á umræddum tíma grein sem birtist
fyrst í Tímariti Máls og menningar 1988 og síðar í bók: „Hvað er póstmódernismi?
Hvernig er byggt á rústum?“, Umbrot. Bókmenntir og nútími, bls. 369–401.
ÁstRÁðuR EystEinsson