Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 192

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 192
192 fjölmiðlamenningar. Aðrir nútímar hafa alltaf verið til og þeir eru á braut sem liggur inn í öld hnattvæðingarinnar.32 En nú má spyrja: hvers vegna ætti þetta að vera til umræðu? Í fyrsta lagi vegna þess að andstæðutvenndin hámenning og lágmenning, með öllum sínum flóknu og margþættu vísunum, getur í umræðunni um menningu nútímans í þverþjóðlegu samhengi og þvert á landamæri spornað gegn þeirri útbreiddu hugmynd að menning austurs og vesturs, íslam og kristni, Bandaríkjanna og Rómönsku-Ameríku eigi jafnmargt sameiginlegt og rit- höfundarnir Alan Bloom, Benjamin Barber og Samuel Huntington hafa haldið fram. Með öðrum orðum, hún spornar gegn óæskilegri arfleifð menningarlegrar mannfræði og amerískri útgáfu af kúltúrkrítík í anda Oswalds Spengler. Hún vekur spurningar um hina sterku tilhneigingu til að endurskapa goðsögnina um okkur og hina, sem viðheldur ímynd óvin- arins, þeirri hugmynd að til sé einhver sem er að öllu leyti öðruvísi. Þetta má skilja sem arfleifð kalda stríðsins í nýlegum kenningum um siðmenn- ingarlega árekstra. Í öðru lagi getur hún einnig spornað gegn og torveld- að álíka takmarkaða rökleiðslu um að einungis staðbundin menning eða menning sem hið staðbundna sé góð, upprunaleg og gagnrýnin en hnatt- ræn menning sé aftur á móti fordæmd sem birtingarmynd menningarlegr- ar heimsvaldastefnu, það er að segja amerískrar heimsvaldastefnu. Í öllum samfélögum er stigveldi og félagsleg sundurgreining, sem birt- ist með ólíkum hætti og ræðst af staðbundnum aðstæðum og sögu, eins og Bourdieu hefur fjallað um. Ef litið er fram hjá slíkri aðgreiningu sem er háð tíma og rúmi mætti ef til vill gera annars konar samanburð sem næði yfir annað en andstæðuklisjur á borð við nýlendu og fyrrverandi nýlendu, nútíma og síðnútíma, vestur og austur, miðju og jaðar, hið hnattræna og hið staðbundna, Vesturlönd og restina af heiminum. Til þess að losna við hið vestræna inntak úr hugmyndum um nútímann og módernisma þarf mun fræðilegri lýsandi skrif um módernisma vítt og breitt, um það hvort og þá hvaða áhrif hann hafði á vestrænan módernisma og öfugt, um sam- band hans við ólíkar nýlendustefnur (nýlendustefna í Rómönsku-Ameríku var með allt öðru sniði en í Suður-Asíu og enn öðru í Afríku) og um það hvernig hann skilgreindi hlutverk listar og menningar í mismunandi 32 Fjölmargt hefur verið skrifað um ‚aðra nútíma‘. Fyrir utan eldri en þó fullgild verk Appadurai sjá til dæmis sérhefti um margfalda nútíma, Daedalus 1/2000, sérstaklega greinar eftir Stanley J. Tambiah og S.N. Eisenstadt. Sjá einnig Bruce M. Knauft (ritstj.), Critically Modern. Alternatives, Alterities, Anthropologies, Bloom- ington: Indiana University Press, 2002. andREas HuyssEn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.