Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Qupperneq 192
192
fjölmiðlamenningar. Aðrir nútímar hafa alltaf verið til og þeir eru á braut
sem liggur inn í öld hnattvæðingarinnar.32
En nú má spyrja: hvers vegna ætti þetta að vera til umræðu? Í fyrsta lagi
vegna þess að andstæðutvenndin hámenning og lágmenning, með öllum
sínum flóknu og margþættu vísunum, getur í umræðunni um menningu
nútímans í þverþjóðlegu samhengi og þvert á landamæri spornað gegn
þeirri útbreiddu hugmynd að menning austurs og vesturs, íslam og kristni,
Bandaríkjanna og Rómönsku-Ameríku eigi jafnmargt sameiginlegt og rit-
höfundarnir Alan Bloom, Benjamin Barber og Samuel Huntington hafa
haldið fram. Með öðrum orðum, hún spornar gegn óæskilegri arfleifð
menningarlegrar mannfræði og amerískri útgáfu af kúltúrkrítík í anda
Oswalds Spengler. Hún vekur spurningar um hina sterku tilhneigingu til
að endurskapa goðsögnina um okkur og hina, sem viðheldur ímynd óvin-
arins, þeirri hugmynd að til sé einhver sem er að öllu leyti öðruvísi. Þetta
má skilja sem arfleifð kalda stríðsins í nýlegum kenningum um siðmenn-
ingarlega árekstra. Í öðru lagi getur hún einnig spornað gegn og torveld-
að álíka takmarkaða rökleiðslu um að einungis staðbundin menning eða
menning sem hið staðbundna sé góð, upprunaleg og gagnrýnin en hnatt-
ræn menning sé aftur á móti fordæmd sem birtingarmynd menningarlegr-
ar heimsvaldastefnu, það er að segja amerískrar heimsvaldastefnu.
Í öllum samfélögum er stigveldi og félagsleg sundurgreining, sem birt-
ist með ólíkum hætti og ræðst af staðbundnum aðstæðum og sögu, eins og
Bourdieu hefur fjallað um. Ef litið er fram hjá slíkri aðgreiningu sem er
háð tíma og rúmi mætti ef til vill gera annars konar samanburð sem næði
yfir annað en andstæðuklisjur á borð við nýlendu og fyrrverandi nýlendu,
nútíma og síðnútíma, vestur og austur, miðju og jaðar, hið hnattræna og
hið staðbundna, Vesturlönd og restina af heiminum. Til þess að losna við
hið vestræna inntak úr hugmyndum um nútímann og módernisma þarf
mun fræðilegri lýsandi skrif um módernisma vítt og breitt, um það hvort
og þá hvaða áhrif hann hafði á vestrænan módernisma og öfugt, um sam-
band hans við ólíkar nýlendustefnur (nýlendustefna í Rómönsku-Ameríku
var með allt öðru sniði en í Suður-Asíu og enn öðru í Afríku) og um það
hvernig hann skilgreindi hlutverk listar og menningar í mismunandi
32 Fjölmargt hefur verið skrifað um ‚aðra nútíma‘. Fyrir utan eldri en þó fullgild
verk Appadurai sjá til dæmis sérhefti um margfalda nútíma, Daedalus 1/2000,
sérstaklega greinar eftir Stanley J. Tambiah og S.N. Eisenstadt. Sjá einnig Bruce
M. Knauft (ritstj.), Critically Modern. Alternatives, Alterities, Anthropologies, Bloom-
ington: Indiana University Press, 2002.
andREas HuyssEn