Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 6
5
MAnnSLÍKAMInn oG HUGMYnDAHEIMURInn
Líkamstengda skömmin á sér djúpar rætur í menningunni og líkamleg-
ur unaður, hvort sem hann kemur frá bragðlaukunum eða kynfærunum,
hefur verið afar illa séður. Sú viðurkenning sem við þykjumst hafa veitt
honum á síðari tímum hefur verið með hálfum huga og misvísandi. Við
röðum í okkur sortunum en engjumst þess á milli af skömm yfir sælutil-
finningunni sem fylgir því að troða sig út og gerum yfirbót með alls konar
kúrum og hreinsunum og með því að telja okkur trú um að við eigum það
skilið að „verðlauna okkur“, hvernig svo sem það á að vera hægt að veita
sjálfum sér verðlaun. Skömmin yfir líkamlegum unaði hefur líka komið
fram í því hvernig við gerum greinarmun á því sem mismunandi skynfæri
bjóða okkur. Þannig hefur það sem augu og eyru njóta skipað virðing-
arsess, þar sem það er talið nánara huganum og líklegra til að göfga sálina,
en lykt og bragð hafa hímt fyrir neðan.
Mannslíkaminn hefur verið svo mikið í sviðsljósi menningar okkar og
hugmyndafræði, og með svo margvíslegum hætti, að tæpast þarf að útskýra
fyrir lesendum Ritsins hvað við ættum að vilja með þemahefti um hann. Í
þessu hefti birtum við fimm greinar undir þessu þema sem eiga það sam-
eiginlegt að fjalla með einum eða öðrum hætti um hugmyndir um líkama
þótt með ólíkum hætti sé. Þannig spanna þær meðal annars flokkun á fólki
eftir líkamseinkennum, hvað sé leyfilegt eða viðurkennt að gera við líkama
sinn eða með honum og það hvernig líkaminn og ummerki hans eru notuð
til tjáningar.
Í fyrstu þemagreininni, „Eitt, tvö, þrjú kyn: Þverfræðilegar hugleið-
ingar um óljóst kyn og óvenjulega líkama“, segir Sólveig Anna Bóasdóttir
frá nýlegum lögum í Þýskalandi sem heimila að börn sem eru úrskurðuð
intersex við fæðingu séu skráð „þriðja kyns“. Út frá því veltir hún svo upp
ýmsum hugmyndafræðilegum spurningum sem vakna um hið hefðbundna
kynjalíkan menningarheims okkar þar sem miðað er við tvö gagnstæð kyn.
Þarna er skráning barna við fæðingu í brennidepli en í næstu grein á eftir
er það hins vegar skrásetning eftir andlát sem er til umræðu. Hrafnkell
Lárusson skrifar þar í grein sinni „Dularfullur og forboðinn dauði“ um
viðhorf til sjálfsvíga á Íslandi á 17. og 18. öld eins og þau birtust í kristn-
um kenningum, þjóðtrú og lagasetningu og skoðar sérstaklega hvort, og
þá hvernig, annálaritarar þessa tíma skráðu sjálfsvíg. Þriðja þemagreinin,
„Staðinn að verki: Snertifletir málverksins“, er eftir önnu Jóhannsdóttur.
Anna fjallar um líkamlega nærveru listamannsins eins og hún birtist í mód-
ernískum áherslum í pensiltækni, ekki síst í landslagsmálverkum, og skoðar