Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 7

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 7
6 BJöRn ÞÓR VILHJÁLMSSon oG EYJA MARGRéT BRYnJARSDÓTTIR sérstaklega verk þriggja listamanna í þessu sambandi. Jafnframt skoðar hún fræðileg skrif um tækni í módernísku málverki og sjónarhorn viðtakandans. Alda Björk Valdimarsdóttir sýnir okkur mismunandi birtingarmynd- ir rithöfundarins Jane Austen í grein sinni „Líkami Austen: Ímyndin og hjónabandið“. Útlit Austen hefur verið ýmsum hugleikið og þá fyrst og fremst sú spurning hvort Austen hafi verið falleg eða ljót og hvort skortur á fríðleika hafi verið meginástæða þess að hún giftist aldrei. Alda segir frá mismunandi umfjöllun um útlit Austen og tekst á við spurningar um hvernig þetta skipti máli fyrir lestur á verkum hennar. Í síðustu þemagrein- inni er líka komið inn á hjónabandið þótt með öðrum hætti sé. Björn Þór Vilhjálmsson skrifar í grein sinni „Legofsi og hjónabandsmas: Vergirni, móðursýki og nútími í Straumrofi Halldórs Laxness“ um orðspor og við- tökur þessa leikrits frá 1934, sem þótti á sínum tíma hneykslanlegt vegna opinskárrar umfjöllunar um kynhvöt og kynferðisathafnir kvenna. Björn setur einnig fram túlkun sína á leikritinu þar sem hann leggur áherslu á átök milli siðferðishefða og nútímavæðingar. Í heftinu birtast einnig þrjár greinar utan þema. Höskuldur Þráinsson skrifar í grein sinni „Málvernd, máltaka, máleyra – og PISA-könnunin“ um þær aðferðir sem gjarnan er beitt til að stuðla að varðveislu íslensks máls. Hann telur að þessar aðferðir séu ólíklegar til að bera árangur þar sem þær taki ekki mið af því hvernig máltaka barna fer raunveru- lega fram. Höskuldur leggur svo til leiðir sem hann telur að yrðu árang- ursríkari. Úr málverndarstefnu er farið yfir í allt aðra sálma með grein Helgu Björnsdóttur „Hernaðarlúkk“ um hernaðarhyggju og hervæðingu sem Helga segir nátengdar hugmyndum um karlmennsku. Hún skoðar sérstaklega hvernig Íslenska friðargæslan hefur endurspeglað slíkar hug- myndir og ber saman við hugmyndir um íslenska þjóðarímynd á útrás- arárunum. Lokagrein heftisins er síðan þverfagleg ritsmíð þeirra Björns Þorsteinssonar, Edwards H. Huijbens og Gunnars Þórs Jóhannessonar, „Ylrækt rísómatískra sprota: Ferðaþjónusta í nýju ljósi“. Greinin er byggð á erindum þeirra þriggja sem þeir héldu á málstofu um ferðaþjónustu á Hugvísindaþingi 2013 og fjallar um það hvernig markaðssetning er notuð til að skapa söluvæna vöru úr náttúru og menningu landsins með því að þvinga fram merkingu úr óræðri mergð. Þetta telja höfundar að geti haft neikvæðar afleiðingar og leggja til að litið sé á ferðaþjónustu sem ylrækt margra sprota sem vaxi af rótarhnyðju eða „rísómi“. Björn Þór Vilhjálmsson og Eyja Margrét Brynjarsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.