Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 8
7
Sólveig Anna Bóasdóttir
Eitt, tvö, þrjú kyn
Þverfræðilegar hugleiðingar um óljóst kyn og
óvenjulega líkama
Fyrsta nóvember 2013 varð Þýskaland fyrst Evrópulanda til að viðurkenna
með lögum þriðja kynið.1 Lögin eru talin taka til allt að 100.000 einstak-
linga í Þýskalandi sem ekki hafa verið flokkaðir með ótvíræðum hætti sem
annað hvort karlar eða konur.2 Fyrirbærið intersex/intersexuality er talið
eiga við um í 1,7 af hverjum eitt hundrað fæðingum og er talið að um það
bil ein skurðaðgerð sé framkvæmd á móti hverjum tvö þúsund fæðingum.3
1 „op-ed: Germany’s Third gender Law fails on equality“, advocate.com 6. nóvember
2013, sótt 13. febrúar 2014 af: http://www.advocate.com/commentary/2013/11/06/
op-ed-germany%E2%80%99s-third-gender-law-fails-equality; „Germany offers
Third Gender option on Birth Certificates“, npr.org 1. nóvember 2013, sótt 13.
febrúar 2014 af: http://www.npr.org/blogs/thetwo-way/2013/11/01/242366812/
germany-offers-third-gender-option-on-birth-certificates.
2 „Tyskland erkänner tredje kön. Sverige väntar“, svt.se 25. október 2013, sótt 29.
október 2013 af http://www.svt.se/agenda/dags-att-for-ett-tredje-kon; „Germany
got it right by offering a third gender option on birth certificates“, theguardian.com
10. október 2013, sótt 1. febrúar 2014 af: http://www.theguardian.com/comment-
isfree/2013/nov/10/germany-third-gender-birth-certificate.
3 J. David Hester, „Intersex(es) and Informed Consent: How Physicians’ Rhetoric
Constrains Choice“, Theoretical Medicine 25/2004, bls. 21–49, hér bls. 24. Hester
nefnir bæði huglæg og menningarbundin atriði sem torveldi vísindalegt mat á tíðni
intersexuality. Í fyrsta lagi sé það alls ekki einhlítt hvað barnalæknar víðs vegar um
heiminn greini sem intersexuality og hvað ekki. Þá bendir hann á að óvenjulegt
útlit kynfæra þurfi ekki nauðsynlega að fela í sér óvissu um kynferðisflokkunina.
Menningarlegur munur sé líklega töluverður, þ.e. hvað sé álitið óvenjulegt eða
afbrigðilegt útlit og hvað ekki, sem megi tengja mismunandi menningarbundnum
skilningi á hvað sé raunverulegur karl og kona. Menningarbundnu þættirnir hjá
Hester fá vægi síðar í greininni, þar sem skilningur mismunandi trúarbragða á
þriðja kyninu verður til umfjöllunar. Hester leyfir sér að slá fram mögulegum
tíðnitölum og segir að fullyrða megi að nokkrir tugir þúsunda inter-sex barna fæð-
Ritið 2/2014, bls. 7–30