Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 9
8
Erfitt er þó að segja nákvæmlega til um þetta þar sem tíðni stendur og
fellur með skilgreiningu hugtakanna intersex/intersexuality.4 Kristin Zeiler
og Anette Wickström nefna hærri tölu og telja að intersex geti átt við í allt
að 4% fæðinga og viðurkenna að það haldist í hendur við hvernig hugtakið
óljóst kynferði (e. ambiguous sex) sé skilgreint og hvort reiknað sé með þeim
tilvikum þar sem óljóst kynferði kemur fyrst í ljós á kynþroskaaldri.5
Hugtakið intersex á upptök sín í læknisfræðilegu samhengi og vísar til
þess þegar ytri kynfæri eru óvenjuleg útlits (e. sexed ambiguity) eða gefa
ekki skýra vísbendingu um hvort um karl- eða kvenkyns einstakling er að
ræða. Líkamleg einkenni og hormónabúskapur intersex einstaklinga, segir
á heimasíðu áströlsku intersex samtakanna, er hvorki algerlega kvenkyns né
karlkyns, ekki samblanda kvenkyns og karlkyns og ekki heldur hvorugkyns.
Fyrirbærið er alltaf meðfætt en umhverfisáhrif, svo og truflanir á innkirtla-
starfsemi, geta tengst því.6 Leiðbeiningar um hvernig bregðast beri við int-
ersex tilvikum má rekja til sálfræðingsins og barnalæknisins Johns Money
við Johns Hopkins sjúkrahúsið í Baltimore í Bandaríkjunum.7 Money og
samstarfsfélagar gengu út frá þeirri forsendu að nýfædd börn væru sem
óskrifað blað við fæðingu og kynvitund þeirra mótanleg fram að 18–24
mánaða aldri. Money stundaði rannsóknir á intersex börnum og árið 1955
birti hann niðurstöður þess efnis að félagslegt kynhlutverk (e. gender role),
hugtak sem hann var líklega fyrstur til að móta, væri veigameiri þáttur í
kynvitund einstaklinga en áður hefði verið talið.8 Money taldi að réttara
væri að tala um hið æskilega kyn sem viðmið um hvernig bæri að taka á
vandamáli intersex einstaklinga fremur en rétt kyn, sem byggðist á litn-
ist á ári hverju í Evrópu og Ameríku og að fimm til tíu skurðaðgerðir séu trúlega
gerðar daglega á sama svæði.
4 Gerald n. Callahan, Between XX and XY: intersexuality and the myth of two sexes,
Chicago: Chicago Review Press, 2009, bls. 7.
5 Kristin Zeiler og Anette Wickström, „Why do ‘we’ perform surgery on newborn
intersexed children?: The phenomenology of the parental experience of having
a child with intersex anatomies“, Feminist Theory 3/2009, bls. 359–377, hér bls.
359.
6 „Welcome to oii Australia“, oii.org.au 4. apríl 2012, sótt 13. febrúar 2014 af: http://
oii.org.au/19853/welcome.
7 John Money, J.G. Hampson og J.L Hampson, „An Examination of Some Basic
Sexual Concepts: The Evidence of Human Hermaphroditism“, Bulletin of the Johns
Hopkins Hospital 4/1955, bls. 301–319.
8 John Money, J.G. Hampson og J.L. Hampson, „Hermaphroditism: Recomm-
endations Concerning Assignment of Sex, Change of Sex and Psychologic Manage-
ment“, Bulletin of the Johns Hopkins Hospital 4/1955, bls. 284–300.
Sólveig AnnA BóASdóttiR