Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Qupperneq 10
9
ingagreiningu. Forsendu hins æskilega kyns intersex einstaklings byggði
Money á mati á því hvort viðkomandi einstaklingur væri líklegur til að geta
stundað „eðlilegt“, gagnkynhneigt kynlíf, hugsanlega eignast börn og lifað
„sálrænt eðlilegu“ lífi.9 Barnið skyldi upplýst um ákvörðunina þegar þroski
þess leyfði, en skilyrði fyrir skurðaðgerð var að foreldrar væru sáttir við
kynákvörðunina. Að þessum skilyrðum uppfylltum áleit Money að barnið
myndi aldrei efast um kyn sitt heldur semja sig fyllilega að samfélaginu
sem eðlileg(ur) og heilbrigð(ur) stúlka/kona eða drengur/karlmaður.10
David Hester bendir á að þessi ályktun Moneys eigi sér forsendur í
gagnstæðukynjalíkani (e. two sex/flesh model). Trú á gagnstæðukynjalíkanið,
ítrekar Hester, er enn í dag sú forsenda sem sálfræðin og læknisfræðin
byggir á og í krafti þeirrar forsendu er þekking og hæfni skurðlækna nýtt
til að laga óvenjuleg kynfæri intersex fólks þannig að þau líkist sem best
kvenkyns og karlkyns kynfærum. Litið sé framhjá mikilvægri þekkingu
hvað snertir formgerðir mannlegra kynfæra, sem séu ákaflega breytilegar.
Mismunandi útlit ytri kynfæra, ályktar Hester að lokum, er samkvæmt
öllum viðteknum vísindalegum mælikvörðum eðlilegt líffæralegt fyrirbæri.
Vandamálið sé það að í menningu okkar nú um stundir sé slíkur mismunur
álitinn mjög óþægilegur og allt að því óásættanlegur.11
Víkjum aftur að þýsku lögunum. Það sem nýju þýsku lögin leyfa er að
hægt sé að láta það ógert að flokka kynferði barns við fæðingu ef læknar
telja óljóst um hvort kynið sé ræða. Í slíkum tilvikum þurfa foreldrar ekki
að taka neina ákvörðun. Í stað bókstafanna M (karlkyn) eða F (kvenkyn)
má nú setja bókstafinn X í fæðingarvottorðið, sem merkir að einstakling-
urinn tilheyri svokölluðu þriðja kyni. Samkvæmt lögunum getur intersex
einstaklingurinn sjálfur ákveðið, þegar aldur og þroski leyfa, hvoru kyninu
hann vill tilheyra. Það sem hins vegar virðist ekki alveg ljóst er hvort þýsku
lögin leyfa að intersex einstaklingur geti valið að lifa án kynferðisflokkunar
lífið út, þ.e. hvort þriðja kyn getur gilt allt lífið eða aðeins um stundarsakir.
Um þetta ber túlkendum laganna víða um heim ekki saman og hafa þýsk
yfirvöld verið hvött til að taka af skarið um það sem fyrst. Lögin hafa því
fengið bæði lof og last. Last fyrir að vera óljós og ef til vill ekki eins fram-
9 H.F. Meyer-Bahlburg, „Gender Assignment and Reassignment in 46,XY Pseudo-
hermaphroditism and Related Conditions“, Journal of Clinical Endocrinology and
Metabolism 10/1999, bls. 3455–3458; J. David Hester, „Intersex(es) and Informed
Consent”, bls 25.
10 J. David Hester, „Intersex(es) and Informed Consent”, bls 25.
11 Sama heimild, bls. 26–27.
EITT, TVö, ÞRJÚ KYn