Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 11
10
sækin og virtist við fyrstu sýn. Fleiri hafa þó fagnað lögunum og túlkað
þau svo að intersex einstaklingar hafi öðlast rétt til að velja þriðja kyn til
frambúðar og því séu lögin fyrsta skrefið í Evrópu í átt að auknum mann-
réttindum intersex hópsins.
Í þessari grein eru nýju þýsku lögin nýtt sem hvati til þverfræðilegra
hugleiðinga um líkamann, með áherslu á fjölbreytni hugmynda menningar
og trúarbragða á merkingu kynsferðis og þar með kynfæra manneskjunnar.
Forsenda þeirra hugleiðinga í víðri merkingu er sú skoðun að mikilvægt
sé að íhuga hlutverk líkamans í allri merkingarsköpun. Merkingarsköpun
er samfélagslegt fyrirbæri, eða eins og Maurice Merleau-Ponty komst að
orði, þá upplifum við og túlkum heiminn með líkömum okkar, jafnframt
því sem við upplifum og túlkum líkama okkar í gegnum heiminn og þær
hugmyndir sem við þekkjum í honum.12 Undir þetta viðhorf tók Simone
de Beauvoir sem Toril Moi telur að hvað best hafi tekist að skýra flókin
tengsl líkama og menningar.13 Óvenjulegt útlit ytri kynfæra og vandamál
við kynferðisflokkun er þó ekkert sem þau Merleau-Ponty og de Beauvoir
fjölluðu um. Það er hinsvegar upphaf og endir allrar orðræðu um int-
ersex einstaklinga sem þessi grein fjallar um. Leitast verður við að tengja
þá orðræðu hugmyndum og skilningi trúarbragða og menningar á þriðja
kyninu, í sögu og samtíð. Í brennidepli greinarinnar er spurningin um
mikilvægi líkamans og kynferðisflokkunar í menningunni, nú sem fyrr, og
hvaða mögulegur ávinningur felist í því að lögleiða þriðja kyn.
Þriðja kynið í hinsegin samhengi
Víða um heim hefur laga- og viðhorfsbreytinga verið krafist til handa int-
ersex fólki.14 Þessa þróun má sjá sem visst áframhald á baráttu hinsegin
12 Maurice Merleau-Ponty, Phenomenology of Perception, London og new York: Ro-
utledge, 2006/[1946], bls. 94.
13 Toril Moi, What is a Woman? And Other Essays, oxford: oxford University Press,
2001, bls. 72–83. Til grundvallar þessu viðhorfi hjá Moi var m.a. rannsókn hennar
á frægustu bók de Beauvoir, The Second Sex, þýðing H.M. Parshley, new York:
Vintage Books, 1989/[1949].
14 Sjá t.d. umfjöllum Suzanne J. Kessler um helstu baráttumál félagasamtaka intersex
fólks í norður Ameríku (ISnA) í bók hennar Lessons from the Intersexed, new
Brunswick, new Jersey and London: Rutgers University Press, 2000, bls. 57–58;
bls. 77–104. Sjá einnig heimasíður fjölmargra intersex samtaka í heiminum s.s.
í Evrópu, norður Ameríku og Ástralíu: http://oiieurope.org/, http://isna.org/,
http://oii.org.au/.
Sólveig AnnA BóASdóttiR