Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 12
11
fólks15 fyrir viðurkenningu á tilveru sinni og ýmiskonar réttarbótum.16
nýleg dæmi um lagabreytingar sem snerta hinsegin fólk, almennt séð, er
að finna í löndum eins og Frakklandi, nýja-Sjálandi og Úrugvæ sem öll
hafa heimilað hjónabönd samkynhneigðra og í níkaragva og á Indlandi
hefur bann við samböndum samkynhneigðra nýlega verið afnumið. Á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna virðist einnig djarfa fyrir breyttum viðhorfum
í garð hinsegin fólks, ef marka má skýrslu frá 2013, Born Free and Equal,
þar sem mismunun og ofbeldi gegn hinsegin fólki á grundvelli kynhneigð-
ar (e. sexual orientation) og kynvitundar (e. gender identity) er fordæmd.17
Áðurnefnd skýrsla Sameinuðu þjóðanna víkur þó ekki einu orði að þriðja
kyninu. Er það vegna þess að málefni þeirra eru af allt öðrum toga en t.d.
transfólks eða samkynhneigðs fólks? Svarið er ekki einhlítt. Vissulega er
margt sem aðgreinir þessa hópa. Intersex snýst hvorki um kynhneigð né
kynvitund heldur fyrst og fremst um líkamann og hvað má og á að gera við
hann þegar hann er „afbrigðilegur“ útlits. Samtímis má segja að þótt margt
skilji á milli megi halda því fram að allir hópar hinsegin fólks eigi ákveðna
hluti sameiginlega, sérstaklega reynsluna af því að verða fyrir margvísleg-
um fordómum samfélagsins, upplifa skömm, vanheilsu og neikvæðar til-
finningar.18 Helstu baráttumál intersex samtaka í heiminum snúast, eins
og áður er vikið að, um aukinn sjálfsákvörðunarrétt, m.a. til að ákveða
sjálf(ur) hvað gert sé við eigin líkama, en ákvörðunin um það hefur fyrst og
fremst legið hjá skurðlæknum, allt frá því í tíð Moneys læknis sem nefnd-
ur var hér að framan. Menningarlegar hugmyndir um að kyngervi barna
megi breyta og að sálfræði og læknisfræði séu verkfærin til þess er meðal
þess sem intersex samtökin benda á að mikilvægt sé að skoða með gagn-
rýnum augum. Því sem þurfi að breyta verði ekki breytt með skurðhnífum
læknisfræðinnar, heldur með nýjum hugmyndum sem ráðist að regluveldi
15 „Hinsegin fólk“ er þýðing á LGBT(I), sem er skammstöfun fyrir „lesbian, gay,
bisexual, transsexual (and intersexual) persons“. Það er mjög mismunandi hvort
þriðja kynið er með í þessari flokkun eða ekki.
16 Samtímis þessari þróun má víða finna mikla og jafnvel aukna andstöðu gegn
réttindabaráttu hinsegin fólks. Sambönd samkynhneigðra eru t.d. bönnuð í um
80 löndum í heiminum og í nokkrum þeirra, eins og t.d. Rússlandi, hefur harka
stjórnvalda í þeirra garð aukist að undanförnu.
17 United nations Human Rights office of the High Commissioner, Born Free and
Equal. Sexual Orientation and Gender Identity in Human Rights Law (skýrsla), 12. júní
2012, sótt 29. október 2013 af http://www.ohchr.org/Documents/Publications/
BornFreeAndEqualLowRes.pdf.
18 Toril Moi, What is a Woman?, bls. 46. Moi vísar til Judith Butler varðandi þetta
atriði en Butler hefur látið sig varða málefni intersex fólks.
EITT, TVö, ÞRJÚ KYn