Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 13
12
gagnstæðukynja hugmyndafræðinnar. Það séu hugmyndir menningarinn-
ar um forsendur verðugs og farsæls lífs sem þurfi að endurhugsa.19
Gjarnan er litið svo á að norðurlandaþjóðir standi framarlega í flokki
hvað lagalega réttarstöðu hinsegin fólks áhrærir. Það kann rétt að vera
þegar samkynhneigt fólk á í hlut en síður þegar rætt er um þriðja kynið.20
Það er nefnilega hvorki á norðurlöndum né annar staðar í Evrópu sem
fyrstu skrefin í átt að lagalegri viðurkenningu þriðja kynsins hafa verið
tekin, heldur í mun fjarlægari heimshlutum. nefna má að öll mismunun
á grundvelli kynvitundar og kynhneigðar er bönnuð í Bólivíu og Ekvador
og eina frjálslyndustu löggjöf sem til er í heiminum um transfólk er að
finna í Argentínu.21 Hvað löggjöf um þriðja kynið áhrærir fetar Þýskaland
í fótspor landa eins og Indlands, nepal, Ástralíu, Suður-Afríku, Pakistan
og nýja Sjálands.22 Á Indlandi og í nepal getur einstaklingur valið að
skrá annað í stað karlkyns eða kvenkyns í persónuskilríki og einstaklingar
sem hafa verið flokkaðir karlkyns eða kvenkyns við fæðingu geta breytt
því síðar. Í þeim tilvikum ríkir því enginn vafi á þriðja kyni til frambúðar.
Yfirlýst markmið nepalísku lagasetningarinnar er að viðurkenna og stuðla
að aukinni virðingu gagnvart intersex einstaklingum. Það sama á við um
transfólk þar í landi; þeir einstaklingar sem upplifa sig fædda í röngum
líkama geta að eigin ósk látið breyta kyni í skilríkjum.23 Þetta eru svipaðar
19 Suzanne J. Kessler, Lessons from the Intersexed, bls. 125.
20 Það land á norðurlöndum sem hefur sýnt hvað mestan áhuga á málefnum þriðja
kynsins er Finnland. Þann áhuga er þó ekki hægt að beintengja sterkri stöðu hinseg-
in fólks almennt í Finnlandi en Finnland er eina landið á norðurlöndum sem ekki
hefur lögleitt hjónabönd samkynhneigðra. Af þessu má sjá að ekki er alltaf rökrétt
samband á milli stöðu hinsegin fólks almennt og viðhorfs til þriðja kynsins.
21 Árið 2012 leiddi Argentína í lög að hver sem er geti valið hvort hann/hún kýs að
vera karl eða kona, án undanfarandi læknis- eða sálfræðiálits. Hægt er að fara af
sjálfsdáðum til yfirvalda og láta breyta lagalegu kyni sínu. Eftir lagalega kynbreyt-
ingu á viðkomandi rétt á kynleiðréttingaraðgerð, ef hann eða hún óskar eftir því
sem greidd er af ríkinu.
22 Lög þessara landa eru mismunandi en hér verður ekki dvalið við að útskýra muninn
á þeim.
23 Eins og sjá má af umfjölluninni hér að ofan skarast umræðan um þriðja kynið og
transfólk oft þegar kemur að vissum atriðum eins og t.d. lagasetningu og kynleið-
réttingaraðgerðum. Intersex samtök norður-Ameríku leggja áherslu á mikilvægan
mun á vandamálum hópanna: í tilviki transfólks fjalli vandamálið um innri upp-
lifun einstaklinga á kynferði sínu sem stangist á við útlit ytri kynfæra, en í tilviki
intersex einstaklinga fjalli vandamálið um að ytri kynfæri séu óvenjuleg í útliti og
viðbrögð heilbrigðiskerfisins við því. Sjá nánar um þetta atriði á heimasíðu þeirra
hér að framan og einnig í umræðu um þriðja kynið í indversku samhengi hjá
Preeti Sharma, „Historical background and legal status of third gender in Indian
Sólveig AnnA BóASdóttiR