Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 15
14
markmiðið eingöngu að útskýra óréttláta stöðu kvenna gagnvart körlum
í samfélaginu og menningunni. Rangtúlkunin, til að kveða skýrar að orði,
fólst í því að kvenkyns líkömum var ætlað minna gildi í samfélaginu en
karlkyns líkömum. Konum var beint að störfum á einkasviðinu en körl-
um að störfum á almannasviðinu. Með því að greina á milli líffræðilegs
kynferðis og samfélagslegra kynhlutverka má segja að Rubin hafi fetað í
fótspor Simone de Beauvoir,27 en hvor á sinn hátt færðu þær rök gegn líf-
fræðilegri nauðhyggju og samfélagslegri og menningarlegri kúgun kvenna.
Toril Moi telur mjög skiljanlegt að femínistar hafi séð gagnsemi þess að
greina á milli kynferðis og kyngervis. Slíkan greinarmun, segir Moi, mátti
nota sem baráttutæki gegn kynjamisrétti og hugmyndafræðinni sem rétt-
lætti það. Moi telur hins vegar tímabært að fræðasamfélagið allt víki af vegi
tvenndar- eða tvíhyggju og íhugi fjölbreytni lífshátta, upplifana og iðk-
unar manneskjunnar í sem víðustu samfélagslegu samhengi þegar beitt sé
greiningarhugtökunum kynferði, kyngervi og kynvitund.28 Moi vísar í því
samhengi til Judith Butler sem hvað skýrast hefur tjáð slík sjónarmið innan
kynja- og hinsegin fræða undanfarna tvo áratugi.29 Til að gera langa sögu
stutta er Butler ósammála de Beauvoir um að fyrst fæðist manneskjan með
kyn, annað hvort karlkyn eða kvenkyn, og læri síðan viðkomandi kynhlut-
verk í menningunni. Butler er yfir höfuð ósammála öllum þeim sem halda
áfram að greina skýrt á milli kynferðis (e. sex) og kyngervis (e. gender),
en sérstaklega þeim sem telja að kynferðið sé hlutlaust við fæðingu, líkt
og John Money og sporgöngumenn hans innan læknisfræði. Þess í stað
heldur hún því fram að vettvangur allra hugmynda um líkamann sé einn
og hinn sami, nefnilega menningin. Kynferðið, heldur Butler fram, gegn
arfleifð Moneys, er skapað í menningunni og samfélaginu, á nákvæmlega
sama hátt og kyngervið.30
27 Simone de Beauvoir, The Second Sex. Í þessu samhengi má benda á að Simone de
Beauvoir notar ekki hugtökin sex og gender í bók sinni The Second Sex og fræðikon-
an Toril Moi sem rannsakað hefur kenningar hennar telur ekki rétt að yfirfæra
aðgreininguna afturvirkt á skrif hennar, sjá Toril Moi, What is a Woman?, bls.
80–81.
28 Toril Moi, „What is a Woman?“, bls. 46. Sjá einnig Linda nicholson, „Interpreting
Gender“, The Play of Reason: from the modern to the postmodern, Ithaca, new York:
Cornell University Press, 1999, bls. 53–76.
29 Judith Butler, Gender Trouble: feminism and the subversity of identity, new York:
Routledge 1990. Hér verður ekki staldrað við gagnrýni Butlers í eldri skrifum
hennar.
30 Judith Butler, Gender Trouble, bls. 7. Enski textinn hljóðar svo: sex „is as culturally
constructed as gender“.
Sólveig AnnA BóASdóttiR