Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 19
18
gengið út frá gagnstæðukynjalíkaninu. Svo einfalt sé málið ekki og lækna-
vísindin hafi ekki endilega vit á því hvað sé eðlilegt og gott kynlíf.41
Auðveldlega má tengja kenningar sagnfræðingsins Thomas Laqueurs
um kynjalíkön vestrænnar menningar við umræðuefni greinarinnar
þegar hér er komið sögu. Ef marka má Laqueur mótaðist nýr skilning-
ur á líkama manneskjunnar í vestrænni menningu á átjándu öld.42 Eins-
kynferðislíkanið (e. one-sex/flesh model) er það hugtak sem Laqueur notar
til að tjá þann skilning sem var við lýði fram að því. Fram eftir öldum var
litið á líkamann sem annað og miklu meira en bara líffæri, hold og blóð.
Líkaminn var tákn heimsfræðilegrar, guðlegrar valdaskipanar og endur-
speglaði þá skipan á ýmsa vegu. Ekki verður þó farið nánar út í þá sálma
hér, en látið nægja að segja að líkamsskilningur sá sem þetta líkan birtir er
að líkamar karla og kvenna séu eins í öllum aðalatriðum. Líkaminn er einn:
Munurinn er aðeins að kynfæri kvenna eru innan í líkamanum en kynfæri
karla liggja utan á honum. Líkamsskilning af þessu tagi rekur Laqueur allt
aftur til Hippókratesar (ca. 460–ca. 370 f. Kr.) og Aristótelesar (384–322
f. Kr.) en þó ekki síst til gríska læknisins Galens sem uppi var á 2. öld eftir
Krist (129–200 e. Kr.). Áhrif Galens innan læknisfræði náðu allt fram á
miðaldir, eftir hann liggur mikið efni og m.a. skrifaði hann mikið um lík-
amsmun karla og kvenna.43 niðurstöður hans um þau efni voru á sömu
lund og fyrirrennara hans innan eins-kynferðis líkansins: að allar mann-
eskjur væri eins, en það sem sneri inn á konum, sneri út á körlum.44
Margt varð þess valdandi að eins-kynferðis líkanið rann sitt skeið á
síðari hluta átjándu aldar, að mati Laqueurs, og nefnir hann í því sam-
41 Suzanne Kessler, Lessons from the Intersexed, bls. 124–132.
42 Thomas Laqueur, Making Sex: body and gender from the Greeks to Freud, Cambridge
Massachusetts og London: Harvard University Press, bls. 8, bls. 149. Hér verður
ekki farið í saumana á kenningum Laqueurs um þessi líkön, sögu þeirra og þróun.
43 Sama heimild, bls. 35–43, bls. 124–127. náttúrulegt hita- og rakastig líkamans var
í skilningi Galens mikilvægt tæki til að útskýra af hverju kynfæri kvenna lágu inni
í líkamanum, sem var lakara, en voru utan á körlum, sem var mun betra. Jafnframt
hafði hið mismunandi hita- og rakastig samfélagslega vídd. Heitur og þurr líkami
karla var náttúrulegur líkami, þ.e. eins og líkamar áttu að vera og karlar gátu því
borið kynfæri sín á réttum stað eða utan á líkamanum. Kaldir og rakir líkamar voru
ófullkomnir, að skilningi Aristótelesar, enda konur ófullkomnar birtingarmyndir
manneskjunnar. Karlar áttu að forðast að verða konum of nánir, því það gat gert þá
kvenlega. Sama gilti um konur: Þær skyldu forðast iðju og verksvið karla af hættu
við að verða of karlmannlegar. Slíkar hugmyndir voru notaðar langt fram á 20. öld
sem rök gegn því að konur tækju þátt í stjórnmálum.
44 Gerald n. Callahan, Between XX and XY, bls. 11. Það eru ekki síst teikningar og
málverk sem styðja kenningu Laqueurs um eins-kynferðis líkanið.
Sólveig AnnA BóASdóttiR