Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Síða 20
19
hengi fyrst og fremst vísindalegar uppgötvanir sem smám saman kollvörp-
uðu úreltri líffræðilegri þekkingu fornaldarmanna á líkamanum.45 nýr
líkamsskilningur festi rætur, líkamsformgerðirnar voru nú tvær, eðlislega
gagnstæðar hvor annarri. Samkvæmt hinum nýja skiln ingi var konan álitin
gagnstæða karlsins í mjög víðtækum skilningi, sálrænt, kynferðislega og
samfélagslega, hún var hið veikara ker sem ekki mátti óhreinka, en hann
með sterkar þarfir á öllum sviðum.46
Sé reynt að draga saman það helsta úr samtali því sem átt hefur sér stað
hér að framan er ljóst að hugmyndir í menningu okkar um líkamann og
kynin þróast og breytast. Þetta sýnir kynjafræðileg umræða hvað gleggst en
femínistar hafa áratugum saman barist gegn samfélagslegri kúgun kvenna
og vísað til menningarbundinnar túlkunar á merkingu líkama þeirra. Einn
líkami, tveir gagnstæðir líkamar og svo líka afbrigðilegir líkamar – allir
stuðla þeir að menningarbundinni merkingarsköpun á mismunandi hátt, á
mismunandi fræðasviðum og tímum. Annað atriði sem komið hefur fram
í undanfarandi umræðu snýr að fræðilegum hugtökum sem mótuð hafa
verið í tengslum við intersex „vandamálið“, en þar á ég við hugtökin kyn-
ferði, kyngervi og kynvitund. öll tengjast þau líkamanum hvert á sinn hátt,
en hafa verið skilin og notuð með ýmsu móti. Það sem sameinar þau er
gagnstæðukynjalíkanið sem er forsenda þeirra allra.
Snúum okkur nú að hugmyndum um óvenjulega líkama, í samtali við
rannsakendur á sviði trúarbragðafræði. Hvaða skilning hafa trúarbrögð
fram að færa um líkamann og hefur sá skilningur eitthvert gildi fyrir þá
umræðu sem nú á sér stað í samfélögum okkar um intersex einstaklinga?
Þriðja kynið í trúarbrögðum fjær og nær
Eitt af því sem mögulega getur varpað ljósi á viðhorf til þriðja kynsins í
löndum eins og Indlandi og nepal, svo vísað sé til upphafs greinarinnar,
er gamalgróinn skilningur trúarbragða og menningar viðkomandi landa á
óvenjulegum líkömum sem felur jafnframt í sér skilning á kynferði, kyn-
gervi og kynvitund.47 Í flestum afbrigðum hindúisma, sem er útbreiddasti
fjölgyðisátrúnaður 21. aldarinnar og mikilvæg trúarbrögð í báðum þessum
45 Laqueur heldur því ekki fram að eins-kynferðis líkanið hafi skyndilega horfið á
þessum tíma, sjá Making sex, bls. 8, bls. 150–151.
46 Thomas Laqueur, Making Sex, bls. 8; 16; 149–154.
47 ég vel að tala um þriðja kynið í þessum hluta en intersexhugtakið á illa við þar sem
það er fyrst og fremst tengt nútíma læknisfræði.
EITT, TVö, ÞRJÚ KYn