Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Síða 21
20
löndum, er guðsmyndin mjög ólík því sem þekkist í eingyðistrúarbrögðum
líkt og gyðingdómi, kristni og íslam þar sem Jahve á sér enga kvenlega
samsvörun. Guðir hindúisma eru fjölbreytilegar verur af báðum kynjum
og það jafnvel samtímis!48 Þeir eiga sér margvísleg birtingarform eins og
til dæmis höfuðguðinn Shiva sem sagður er hafa bæði kven- og karleðli.
Svipað á við um Visnú49, sem getur breytt sér í undurfagra konu, Mohini,
sem fyllir Shiva þrá og í vissum goðsögnum fæðir honum son. Auk þess-
ara tveggja meginguða og fjölskrúðugra birtingarmynda þeirra er til fjöldi
lýsinga af því í hindúískum goðsögnum hvernig guðir og hetjur flakka á
milli kynja.50 Indversk menning og innlend trúarbrögð á Indlandi hafa
árþúsundum saman þekkt þrjú og jafnvel fleiri kyn og er almennt litið
svo á að þau séu meðfædd. Fornir indverskir textar eins og Kama Sutra51
tala skýrt og greinilega um þriðja kynið (tritya-prakriti) á meðan í öðrum
textum eru notuð orð eins og „ekki-karl“ (napumsaka eða kliba), sem hefur
ýmist hlutlausa eða niðrandi merkingu. Geldingur (gr. eunuck) er annað
algengt orð sem tengja má þriðja kyninu og nær yfir þá karla sem álitn-
ir eru veiklundaðir, kvenlegir eða kynferðislega getulausir.52 ofannefnd
hugtök eru jafnframt notuð í skírskotunum til karl-klæðskiptinga og trans-
fólks og má finna mörg dæmi um það í trúarlegum textum eins og t.d.
Atharavaveda.53 Í Kama Sutra ritinu er þriðja kyninu skipt í tvo undir-
flokka, karlkyn og kvenkyn.54 Í báðum tilvikum er átt við líffræðilega karla
sem leita eftir kynferðislegum tengslum við aðra karla. Það sem Kama
Sutra segir einkenna kvenkyns þriðja kynið er að karlkyns einstaklingarnir
klæðast kvenfötum og taka upp kvenlega hætti og siði. Einstaklingarnir
48 Martin Gansten, „Sex i hinduismen – från askes till extas“, Sex för Guds skull.
Sexualitet och religiösitet i världens religioner, Lund: Studentlitteratur, 2010, bls.
103–125.
49 Visnú er sagður eiga sér a.m.k. tíu birtingarform (sumar heimildir nefna tuttugu og
tvö). Sjá bók Þórhalls Heimissonar, Hin mörgu andlit trúarbragðanna. Trúarhreyf-
ingar, leynireglur og nýjar trúarhugmyndir, Reykjavík: Salka, 2005, bls. 72–73.
50 Martin Gansten, „Sex i hinduismen – från askes till extas”, bls. 118.
51 Kama Sutra er texti sem skrifaður er á sanskrít á 2. öld fyrir Krist fjallar um kyn-
verund manneskjunnar í máli og myndum, Kāmasūtra, Varanasi: Hindī Kāmasūtra
Vātsyāyanamunipraņīta Krishnadas Academy, 2001.
52 Síðastnefnda hugtakið er grískt að uppruna og er ekki talið hafa þekkst á Indlandi
fyrr en eftir að íslam kom til sögunnar.
53 Sama heimild, bls. 118–119.
54 Í bæði hindúískum og öðrum indverskum heimildum má finna mun fleiri undir-
flokka þriðja kynsins þar sem stundum er gerður skýr greinarmunur á líffræðilegu
og sálfræðilegu kyni.
Sólveig AnnA BóASdóttiR