Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 24
23
um.62 Tilheyri maður hópi hinna trúuðu gildir það sama fyrir alla, karla
jafnt sem konur, nefnilega skírlífi.63
Hvað þá með eingyðistrúarbrögðin gyðingdóm, kristni og íslam – er
þriðja kynsins yfir höfuð getið í hebreskum, kristnum og múslímskum
trúartextum? Flakkar Jahve, sem er sameiginlegur Guð þeirra allra, á
milli kynja? Báðum spurningum má svara afdráttarlaust neitandi ef marka
má guðfræðinginn Christine Gudorf sem bendir á hversu ólíkan skiln-
ing á kynferði, kyngervi og kynvitund sé að finna í trúarritum eingyð-
istrúarbragðanna, samanborið við trúarrit hindúa- og búddatrúarmanna.64
Augljósasta muninn telur hún vera að finna í guðsmyndinni en Jahve birt-
ist einvörðungu sem karlkyns vera og á sér enga kvenkyns samsvörun.65 Sú
staðreynd útilokar augljóslega öll ferðalög á milli ólíkra kynja guðdómsins,
líkt og þekkist í hindúisma. Þessi staðreynd gerir að verkum að Gudorf
telur ekki mögulegt að finna neitt sambærilegt um þriðja kynið í eingyð-
istrúarbrögðunum á hinu guðlega plani. Þótt geldingum bregði fyrir, bæði
í gyðinglegri og kristinni trúarhefð, séu á ferð ólíkar áherslur samanborið
við hindúisma og búddatrú.66 Aðgreining mannkyns eftir kyni er þó mjög
mikilvæg, bendir Gudorf á, sem sýnir að kynferðið hefur mikið vægi. Það
er skýrt tjáð í báðum sköpunarsögum Fyrstu Mósebókar sem bæði gyð-
ingar og kristnir halda í heiðri. Í þeirri fyrri eru karl og kona sögð sköpuð
í mynd Guðs (1Mós 1.27) og af því mætti auðvitað draga þá ályktun að
Jahve eigi sér bæði karl- og kvenkyns eðli, en í þeirri síðari skapar Guð
fyrst karlinn af moldu jarðar og eftir það konuna af rifi hans og skal hún
62 Peter Harvey, An Introduction to Buddhist Ethics, Cambridge: Cambridge University
Press, 2000, bls. 412.
63 Katarina Plank, „Begär och visdom“, bls. 128.
64 Það er að sjálfsögðu svo að jafnvel þótt finna megi sterka kynjaaðgreiningu í sam-
félögum þar sem kristni og önnur eingyðistrúarbrögð hafa verið ráðandi, þá hafa
alltaf þekkst undantekningar frá þeirri aðgreiningu.
65 Christine E. Gudorf, „The Erosion of Sexual Dimorphism: Challenges to Religion
and Religious Ethics“, Journal of the American Academy of Religion 4/2002, bls.
863–891, hér bls. 867–868.
66 Hér mætti vissulega dýpka umræðuna og fjalla um hlutverk geldinga en það er þó
hliðarspor sem myndi leiða umfjöllunina nokkuð af leið. Sjá nánar um geldinga
í kristnu trúarsamhengi: Sólveig Anna Bóasdóttir, „Eftirfylgd við Jesú. Kristnar
hugsjónir um líf án kynlífs, hjónabands og fjölskyldu“, Ritröð Guðfræðistofnunar
1/2012, bls. 151–164, hér bls. 154. Sjá einnig ítarlega umfjöllun Clarence Glad
um geldinga í gyðinglegri og kristinni hefð á slóðinni: http://www2.kirkjan.is/
skjol/samkynhneigdogkirkja/clarence-glad-matteusargudspjall-19-3-15.pdf [sótt
3.12.2013]
EITT, TVö, ÞRJÚ KYn