Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 27
26
megi velja svokallað þriðja kyn, þótt óvissa ríki reyndar um hve lengi sú
kynákvörðun megi bíða. Forsenda lagasetningarinnar er sú þekkta stað-
reynd að ekki er alltaf ljóst við fæðingu barns hvort um karlkyns eða kven-
kyns einstakling er að ræða og oft mikill þrýstingur á foreldra og lækna í
slíkum aðstæðum að taka skjóta ákvörðun um í hvort kynið barninu skuli
breytt.74 Umfjöllun greinarinnar hefur sýnt að málið er margslungið í
meira lagi. Vestræn menning virðist mettuð hugmyndum um tvö gagn-
stæð kyn, karlkyn og kvenkyn, hverra samlíf er álitið undirstaða farsældar
og hamingju, hugsjón sem kristin trúarhefð endurspeglar skýrt. Tengingin
milli hins góða lífs, barneigna og gagnkynhneigðar er hugsjón sem birtist
glöggt í fyrri sköpunarsögu Fyrstu Mósebókar, sem segja má að öll vest-
ræn menning hafi nærst á allt fram á okkar tíma. Samtímis vitum við að
raunveruleikinn er flóknari en gyðingkristin menning og trúarbrögð vilja
vera láta: Kynferðisflokkun er menningarbundið athæfi og útlit kynfæra
gefur langt því frá alltaf skýra vísbendingu um hvers kyns manneskjan er.
Spurningar sem þá vakna eru m.a.: Hvers vegna er kynferðisflokkun svo
mikilvæg? Eru kynin endilega bara tvö? Þolir menning okkar margbreyti-
leika á sviði kynja líkt og þekkist í austrænni menningu?
ofangreindum spurningum hefur verið varpað fram í greininni
í því skyni að hvetja til gagnrýninnar umræðu um merkingu líkamans
og kynferðisins í menningunni, fremur en að koma með óyggjandi svör.
Líffræðingurinn Fausto-Sterling er ein þeirra sem spreytt hefur sig á að
svara spurningunni um fjölda kynja í menningunni en hún stakk upp á
fimm kynjum.75 Hún dró þó þá tillögu fljótlega til baka eftir gagnrýni frá
Suzanne Kessler, sem þessi grein hefur oftlega vísað til, en sú síðarnefnda
benti á að eftir stæði ofuráhersla menningarinnar á að flokka einstaklinga
sem kyn, eftir útliti kynfæra þeirra. Þetta er rétt athugað hjá Kessler, ef
við miðum við stundina þegar barn fæðist. Á þeirri stundu eru kynfærin
mikilvægt ákvörðunartæki. Vandamál skapast því augljóslega þegar ekki
er hægt að afráða hvers kyns barnið er. Með því „vandamáli“ hefur menn-
ingin þó lifað alla tíð og leyst úr á margvíslegan hátt. Með vaxandi aðkomu
lækna að fæðingum sem og aukinni tækni og kunnáttu þróaðist starfsemi
sem nú er velþekkt, sem felst í að gera skurðaðgerðir á kynfærum ungra
barna og breyta þeim þannig að þau líkist sem mest „eðlilegum“ kynfærum
74 Samkvæmt munnlegum upplýsingum var tíminn til kynákvörðunar aðeins ein vika
í Þýskalandi.
75 Anne Fausto-Sterling, Sexing the Body: gender politics and the construction of sexuality,
new York: Basics Books, 2000, bls. 110.
Sólveig AnnA BóASdóttiR