Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 28
27
karla eða kvenna. Forsendur þessarar starfsemi eru tvíþættar að minnsta
kosti: Í fyrsta lagi sú kenning að kyngervið sé mikilvægara kynferðinu og
megi móta að vild í uppeldinu, og í öðru lagi að farsælt líf sé gagnkyn-
hneigt og mikilvægt sé að hafa kynfæri sem líkjast sem mest „eðlilegum“
kynfærum karla og kvenna. Barnalæknirinn Money, og sporgöngumenn
hans frá miðri síðustu öld, eru sannfærðir um hvort tveggja og svo virð-
ist sem þær forsendur séu að miklu leyti enn til staðar í menningu okkar.
Samtímis bendir reynslan til hins gagnstæða, nefnilega þess að kynvitund
og kyngervi þurfi ekki alltaf að tengjast kynferðinu. Um þetta vitnar trans-
fólk og hið sama má segja um fjölda fólks, karla og kvenna. Margir karlar
upplifa sig ekki karlmannlega og margar konur upplifa sig ekki kvenlegar.
Vandinn sem virðist við að etja er því bæði gamall og nýr: Að skilgreina
hvað sé hið eðlilega og rétta þegar kemur að hugmyndum um kynfæri,
kynferði, kyngervi og kynvitund.
Eðlilegt líf og farsælt líf hafa alltaf tengst í menningu okkar. Sú ályktun
sem virðist mega draga í lok þessarar greinar er því sú að gagnstæðukynja-
líkanið, sem hið eðlilega og rétta kynjalíkan, sitji sem fastast að menning-
arlegum völdum með dyggum stuðningi hins gagnkynhneigða regluveldis
og þessi hugmyndakerfi hafi rík áhrif á læknisfræðilega starfsemi. Viðtöl
Kesslers við sérfræðingana sem unnu við að lagfæra ófullkomin kynfæri
intersex einstaklinga styðja þá ályktun að eðlilegt líf sé fyrst og fremst
gagnkynhneigt líf. Vestræn vísindi og fræði eru því síst undanþegin gagn-
stæðuhugmyndafræðinni um kynin tvö sem endurómað hefur í menning-
unni í tvö þúsund ár og rúmlega það. Um þetta vitnar sagan, ekki síst síð-
ustu fjörutíu ár, eða allt frá því kenningar Johns Money öðluðust vægi sitt
og vald. Jafnframt þekkjum við til allt annars konar hugmynda. Fjarlægari
trúarbrögð og menning færa okkur heim sanninn um það. Möguleikarnir
á sviði kynjahugmynda eru fleiri en margan grunar. Það sem hamlar hug-
myndum okkar eru því trúlega fyrst og fremst menningarbundnar skorður.
Kynjahugmyndirnar verða þó fyrst reglulega áhugaverðar, að mínu mati,
þegar þær fléttast saman við siðferðilegar hugmyndir menningarinnar um
farsælt líf. Hvers konar líf er farsælt og þess virði að lifa því? Skoðun
menningar okkar nú um stundir virðist vera sú að svokallað eðlilegt, gagn-
kynhneigt líf sé farsælast. Það að fæðast með óeðlilegt útlit kynfæra er
álitið hafa óhamingju í för með sér. Sú óhamingja getur auðvitað bæði
skapast vegna menningarinnar sjálfrar, þ.e. vegna fordóma sem ríkja í garð
hins óvenjulega og óeðlilega eins og Kristeva benti á og svo vegna hins
EITT, TVö, ÞRJÚ KYn