Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 30
29
málefni. Menningarlegar hugmyndir og viðmið um að kyngervi og kynfærum megi
breyta, og að sálfræði og læknisfræði séu verkfærin til þess, er meðal þess sem inter-
sex samtök benda á að mikilvægt sé að endurskoða.
Í greininni er varpað ljósi á tengsl hugmyndafræði gagnstæðukynjalíkansins og
hugmynda um líkamann og eru greiningarhugtökin kyngervi og kynvitund m.a.
notuð til að rýna í þau tengsl. Hugmyndir um kyngervi mótuðust í nánum tengslum
við rannsóknir á intersex börnum upp úr miðri síðustu öld en höfðu fljótlega áhrif á
fleiri fræðigreinar, þ.á m. kynjafræði og sálfræði. Innan læknisfræði höfðu hugmynd-
irnar um hið mótanlega kyngervi, ásamt hugmyndafræði gagnstæðukynjalíkansins,
áhrif á þann „praxis“ að í auknum mæli var farið að grandskoða kynfæri nýbura og
lagfæra misfellur og hugsanleg óeðlilegheit. Í greininni er fyrst og fremst fjallað um
hugmyndir menningarinnar um eðlileg og óeðlileg kynfæri og vísað þar til bæði
austrænnar og vestrænnar menningar og trúarbragða. Hvatt er til að taumhalds-
skylda sé jafnan höfð að leiðarljósi í þessum málum: Mikilvægast er alltaf að valda
ekki skaða, sem segja má að sé einnig leiðarstjarna þýsku laganna um þriðja kynið.
Ávinningur þýsku laganna um þriðja kynið er margþættur en fyrst og fremst sá að
vekja áleitnar spurningar um gagnstæðukynjalíkanið og hið mótanlega kyngervi í
menningu okkar.
Lykilorð: þriðja kynið, „intersex“, gagnstæðukynjalíkan, menningarleg kynjaviðmið,
trúarbragðafræði
A B S T R A C T
One, two, three sexes:
Multidisciplinary reflections on ambiguous sex and unusual bodies
Complex relations between culture and body are the main subjects of this arti-
cle. The motivation for this discussion is a recent German law allowing parents
to delay stating the sex of newborns diagnosed as intersex at birth. The condi-
tion called intersex is considered present in 1.7% of births, and further, approxi-
mately one operation is performed for the condition in every 2000 births.
Intersex people have formed communities in many countries and demanded
the right to bodily autonomy. They have also demanded a critical reexamina-
tion of cultural ideas and norms stating that gender and sexual organs can be
changed, and that the tools for that change are to be found within psychiatry
and medicine. The article illuminates the relations between the ideology of the
two-sex model and the conception of the body. The analytical concepts of sex,
gender, and gender identity are used to examine the relation between the two.
Ideas of gender were formed in the context of medical research on intersex chil-
dren in the fifties and sixties, including experiments that were performed and
soon influenced fields like gender studies and psychology. Within medicine,
EITT, TVö, ÞRJÚ KYn